Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingum með góða leiðtogahæfni í stöður sviðsforseta myndlistar, hönnunar og arkitektúrs annars vegar og sviðsforseta tónlistar og sviðslista hins vegar og metnaðarfullum einstaklingum með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í eftirfarandi deildum; arkitektúr, hönnun, listkennslu og í sviðslistum.

Sviðsforseti

Sviðsforseti vinnur að þverfaglegum markmiðum Listaháskólans í samstarfi við rektor og aðra stjórnendur, ber ábyrgð á akademískri uppbyggingu sviðsins og innleiðingu á stefnu Listaháskólans. Hann stýrir starfsemi sviðs í samstarfi við deildarforseta, annast stjórnun þess og rekstur og sinnir starfsmannahaldi. Starfshlutfall er 100%.
Ráðið er í starfið frá 4. ágúst 2020.
Umsóknarfrestur er 21. maí 2020.

Deildarforseti

Deildarforseti ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta. Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100%.
Ráðið er í starfið frá 1. september 2020.
Umsóknarfrestur er 14. júní 2020.
 
Hér má lesa nánar um störfin og umsóknarferli.