Hvatningastyrkir Mennta- og menningamálaráðuneytisins til kennaranema

 
 
Kennaranemar á lokaári meistaranáms geta sótt um hvatningastyrki. Markmið styrkjanna er að fjölga kennurum, skapa hvata til þess að þeir útskrifist á tilsettum tíma og ráði sig til kennslu að námi loknu.
 
Þessi styrkur er hluti af fimm ára aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem hófst árið 2019 og er sérstaklega til þess fallin að auka nýliðun í kennarastéttinni.
 
Hér eru mikilvægar breytingar á skilyrðum styrkjanna, breytingarnar taka gildi skólaárið 2020-2021.
 

120 ECTS listkennslufræði / kennslufræði

 
Kennaranemar sem leggja stund á 120 ECTS eininga meistaranám geta sótt um styrk sem nemur allt að 800.000 kr.
 
Fyrri helmingurinn greiðist þegar staðfesting liggur fyrir að nemandi hafi lokið 90 ECTS einingum í meistaranámi og seinni helmingurinn þegar nemandi hefur lokið námi.
 
Sú breyting hefur orðið á skilyrðum námsstyrksins á milli áranna 2019 og 2020 að styrksupphæð er ekki tengd stærð lokaverkefna og geta nemendur listkennsludeildar sótt um fullan styrk, óháð stærð lokaverkefna þeirra.
 

60 ECTS diplóma í listkennslufræðum

 
Kennaranemar sem hafa meistarapróf í faggrein og innritast í 60 ECTS eininga kennaranám til að fá leyfisbréf geta sótt um styrk sem nemur allt að 400.000 kr.
Styrkurinn greiðist út í einu lagi við námslok.
 
Nemandi sækir um styrkinn til þess háskóla sem hann stundar nám við. Réttur til að sækja um síðari hluta styrksins fellur niður ef kennaranemi lýkur ekki námi innan árs frá móttöku fyrri helming hans.
 
 
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild rennur út 11. maí 2020.