Fræðileg skrif og ritgerðir 

Á háskólastigi eru gerðar kröfur um að nemendur læri að tileinka sér fræðileg vinnubrögð við ritgerðasmíð.

Fræðileg skrif krefjast þess að höfundaréttur sé virtur og heimilda getið, þ.e. að sá sem skrifar geri grein fyrir því hvaða heimildir hafa verið notaðar við ritgerðarsmíðina.

Til að gera grein fyrir þeim heimildum sem unnið er með er nauðsynlegt að fara eftir ákveðnum reglum um heimildaskráningu

Allar deildir Listaháskóla Íslands nema listkennsludeild skrá heimildir samkvæmt reglum sem byggja á The Chicago Manual of Style (CMS) staðlinum, sjá leiðbeiningavef Ritvers Hugvísindasviðs um Chicago staðalinn.

Listkennsludeild styðst við APA heimildarskráningarstaðalinn, sjá leiðbeiningavef ritvers Menntavísindasviðs og Gagnfræðakver handa háskólanemum. 

Við skil á fræðilegum ritgerðum er nauðsynlegt að styðjast við leiðbeiningar um ritgerðasmíð t.d. í ritum sem vísað er í hér að neðan.

Bækur um ritgerðasmíð og heimildanotkun á bókasafni LHÍ

Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal (2010). Handbók um ritun og frágang. Reykjavík: Mál og menning.

Ólafur M. Jóhannesson og Ragnar S. Magnússon (1995). Ritun (2. pr.). Reykjavík: Ólafur M. Jóhannesson og Ragnar S. Magnússon.

Kennslubók um ritgerðarsmíð eftir Eirík Rögnvaldsson (2012) má nálgast á rafrænu formi hér.

Heimildaleitir

Google Scholar leitar að fræðilegu efni á netinu. Leitað er t.d. á vefjum útgefenda fræðirita, fagaðila og í rafrænum varðveislusöfnum að efni sem byggist á rannsóknarniðurstöðum.

Safngáttin leitir.is leitar að heimildum í íslenskum bókasöfnum, þar á meðal í safnkosti bókasafns LHÍ, og ýmsum gagnasöfnum, innlendum sem erlendum. Jafnframt má nota síðuna til að fá ýmsa bókasafnsþjónustu á borð við endurnýjanir lána og millisafnalán. Leiðbeiningar til að nýta sér helstu möguleika leitir.is má finna hér að neðan.

-Þrengja og víkka leitir

-Ýmis leitartrix

-Leit í ákveðnu safni

-Að skoða og endurnýja útlán

-Að taka frá efni

-Að panta millisafnalán

-Að panta millisafnalán þegar efni finnst ekki

 

Vefir sem geta verið hjálplegir við að finna góð leitarorð, til dæmis samheiti:

-snara.is

-Lykilskrá Landsbókasafns Íslands

 

Landsbókasafn Íslands hefur gefið út leiðarvísi fyrir almennar leitir í gagnagrunnum. Hann má nálgast hér.