Nýtt meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild frá og með haustinu 2020  

Frá og með haustönn 2020 verður boðið upp á nýja námsleið í sýningagerð á meistarastigi við myndlistardeild.

Þessi nýja námsleið er kennd samhliða meistaranámi í myndlist, sem skapar nálægð milli þess sviðs samtímalistar sem fæst við sýningagerð annars vegar og ferli listsköpunar hinsvegar. 

Námsleiðinni er ætlað að auka framboð á sérhæfingu í námi innan myndlistarfagsins og styrkja bæði starf myndlistardeildinnar sem og myndlistar í landinu. Í náminu verður fengist við viðfagnsefni og spurningar sem tengjast hlutverki listarinnar í ólíku samhengi og rýnir í sýningagerð sem listrænt ferli er tekst á við pólitíska, siðferðislega og umhverfistengda þætti, spurningar og áskoranir. Námið mun hvetja til nýstárlega leiða til að skilgreina sýningargerð og listsköpun.

Unnið verður í samstarfi við menningarstofnanir og opinberan vettvang á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi, með samstarfsverkefnum og námsskiptum við listaháskóla erlendis. 

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars nk. Námið er ætlað þeim sem lokið hafa grunnámi á háskólastigi og hafa áhuga á að hasla sér völl innan sýningarfagsins. Kennsla fer á ensku.  Æskilegt er að umsækendur hafi einhverja reynslu af vinnu innan myndlistarheimsins. 

Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér