Fyrir hver er námskeiðið: Glænýtt og spennandi námskeið sem hugsað er fyrir kennara og önnur þau sem hafa áhuga á að læra að kenna stærðfræði með aðferðum lista. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Markmið námskeiðsins er að kynna skapandi aðferðir við kennslu á stærðfræði í grunnskóla.
 
Í námskeiðinu fer fram kynning á hagnýtum stærðfræðiverkefnum með aðferðum lista. Skoðuð verða verk listamanna sem hægt er að nýta sem kveikju eða grunn að stærðfræðiverkefnum. Einnig fjallað um aldargamlar ráðgátur og glænýjar uppgötvanir í stærðfræði sem geta opnað á spennandi, og skapandi, umræður. 
 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að geta: 
 
-Talað um kennslufræðilegan bakgrunn skapandi kennsluaðferða í stærðfræði
-Hannað sín eigin stærðfræðiverkefni með aðferðum lista
 
Námsmat: Verkefni og kynningar.
 
Kennari: Jóhanna Ásgeirsdóttir. 
 
Jóhanna Ásgeirsdóttir er myndlistamaður og kennari sem lauk MA listkennslu frá LHÍ 2019. Hér má nálgast upplýsingar um lokaverkefni Jóhönnu frá listkennsludeild. Þar vann hún verkefnið Óravíddir, rúmfræðinámsefnið byggir á leikjum, myndlist, tilraunum og samvinnu. Einn þáttur námefnisins er smáforrit, en annar er parísarhopp. Hér er hægt að skoða vefsíðu rúmfræðinámsefnisins
 
Staður og stund: Laugarnes.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar. 
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249