Fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn stóðu Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ) og SARQ arkitektar fyrir málþingi um hönnun heilbrigðisstofnana og annarra mannvirkja með heilsu og vellíðan í huga.

Þátttakendur á málþinginu voru Javier Sánchez Merina arkitekt, Björn Guðbrandsson arkitekt, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt, Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt og Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Sigrún Alba Sigurðardóttir deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ stýrði málþinginu og pallborðsumræðum.

Málþingið var vel sótt og tókst vel til. Við þökkum þátttakendum og gestum kærlega fyrir frábæran eftirmiðdag í Veröld.

Ljósmyndir: Snorri Freyr Vignisson