Útdrættir allra erinda 

Abstracts from all presentations

 

INNSETNINGAR / INSTALLATIONS

 
Uppruni Lokksins / The Origin of Lokkur
 
The recently discovered instrument called Lokkur can be traced to Icelandic settlers in the United States of America in the early decades of the 20th century. Lokkur — which can be described as a hybrid of the Icelandic musical instrument langspil and a spinning wheel — was considered to be “a woman’s instrument”, perhaps due to its similarities to the latter.
 
This is the representation of Lokkur - an instrument I invented in 2015. Inspired by the concept of the invention of tradition (Eric Hobsbawm), the Lokkur Project can be viewed as a durational performance that addresses the function of cultural heritage in western societies; how it is constructed and maintained. What kind of conversation are we having? Who is it for and who is conducting it? The Lokkur Project is a platform for different takes on the world, a dialogue around authenticity and musical heritage. Since its premiere at Reykjavík Arts Festival in 2015, I’ve performed Lokkur on various occasions including the 2016 Nordic Music Days where I staged a musicological seminar on the origin and existence of the instrument as well as premiering a Concerto for Lokkur and Orchestra by composer Guðmundur Steinn Gunnarsson.
 
Through an experimental documentary (duration: 15-20 minutes) I will tell the history of Lokkur as well as trace the ideas behind the instrument. The bulk of the footage is material I’ve gathered through the years through various Lokkur activities, both fictional and “real”. Furthermore, the documentary will take on an essay format and will include interviews as well as my own narration.
 
Berglind Tómasdóttir is a flutist and interdisciplinary artist living in Reykjavík, Iceland. Berglind Tómasdóttir holds degrees in flute playing from Reykjavik College of Music and The Royal Danish Music Conservatory in Copenhagen and a DMA in contemporary music performance from University of California, San Diego. Berglind is an associate professor in contemporary music performance at Iceland University of the Arts.
 
Berglind María Tómasdóttir er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á miðla. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. Sem flautuleikari hefur Berglind komið fram á hátíðum víðs vegar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún hefur jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Verk Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga, Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík. Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er dósent við Listaháskóla Íslands.
 
 
The Glory of Cod
 
The cod is not an obviously charismatic species, yet it will be affected by climate change and warmer waters, just the same as better loved species such as whales or puffins.
 
There is currently an ongoing study in Háskóli Íslands on the Atlantic Cod’s movements through waters of different temperatures to anticipate their future movements/migrations in warmer waters.
 
Informed by this research, this piece is an attempt to shed light on an overlooked animal, to tell a story from the cod’s point of view, to give it a voice.
 
Marina Rees
Our experience and understanding of natural history is at the core of my practice. Overall the work is research-lead and draws material from fields such as natural and social sciences. Often the projects involve working with scientists, museums or
other collections as well as field work such as the defleshing of marine mammal specimens, assisting natural history museum curators in situ and work on whalewatching boats - all essential platforms for the development of the projects. I received my BA in Interactive Arts from Manchester School of Art (UK), and my MA in Fine Art from Wimbledon College of Arts (UK). My latest projects involve creating choirs of humans performing whale sounds across the UK and Iceland, and documenting curators from the London Natural History Museum working on their latest acquisition of deep sea fish.
 
 
Symphony for the New Migration by Studio Maixu
 
 
Symphony for the New Migration by Studio Maixu began when two explorers, Argi and Ma, decided to archive and exhaust different Icelandic environments connected to the relations between human, biosphere and mechanization.
 
The curiosity pushed them towards the ritual of collecting: objects, images, sounds, scents and ideas triggered by being present in each environment. Methodologically approaching Icelandic grounds became a way to question the stories we tell ourselves; about the places which are nowadays rarely visited or occupied by human. What are the entanglements between them and what is the role of a human, only passing by, yet transforming the territory the most?
 
In order to place it in the center of attention most occupied by human, the Capital of Iceland, the archivers are now curating the use of soundscapes collected in each of the places and subsequently interpreted by different artists inhabiting the Island, in order to highlight even more the individuality of narratives.
 
For Hugarflug exhibiting and commenting on chosen collected materials, visited environments and musical interpretations is to serve as a platform for debating the production sites, artificial environments, touristic attractions, places built and left by human, and more.
 
The role of the narratives presented in the context of contemporary societies is to serve as
examination of the way each of us perceives and connects to its surroundings. In search for the unnoticed and looking at the reality as an ongoing spectacle of clashing and intersecting stories.
 
More information about the archived sites and current collaborators can be found at the website of the project: www.thenewmigration.com
 
Argitxu Etchebarne
Born in Basque Country, currently based in Reykjavik. Argitxu is a former student of Industrial Design at the University of Bologna and Design at the Marseille-Mediterranean Collage of Art. In Iceland she found herself doing MA at the Department of Design, Iceland Academy of Arts, and when back in France she performs with her accordion and works with ceramics. Lately her practice revolves around the problematics of mechanized environments and the future of automation.
 
Ma Kowasz
Based in Reykjavik, currently doing MA at the Department of Design, Iceland Academy of Arts. Born and raised in Poland, alumna of Philosophy at the University of Lodz. Primarily educated in music, before coming to Iceland Ma situated herself in directing and writing for theatre. She continues experimenting with multimedia to mediate critical approaches towards relations of oneself and elements of a given environment.
 
 
Visitations: Polar Bears Out of Place / A Sketch
 
 
In connection with the session Polar bears out of place: Stories of humans and other animals there will be an installation in Laugarnes during Hugarflug. The artwork, a videowork by Bryndís Snæbjörnsdóttur and Mark Wilson is part of their ongoing practice-based research within Visitations: Polar Bears Out of Place.
 
 
Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson are a collaborative art partnership. Their 20-year interdisciplinary art practice is research-based, exploring issues of history, culture and environment in relation to both humans and non-human species. Working very often in close consultation in the field, with experts including professionals and amateurs, they use their work to test cultural constructs and tropes, and human behaviour in respect of ecologies, extinction, conservation and the environment. With a particular focus in the north, their projects and artworks have nevertheless been commissioned, generated and exhibited internationally and as frequent speakers at conferences worldwide, their works have been widely discussed in texts across many disciplinary fields. Their artwork is installation based using variety of media including photography, video, text, drawing, objects and sound.  
 
Bryndís Snæbjörnsdóttir is Professor of Fine Art at the Iceland University of the Arts and Mark Wilson is Professor in Fine Art at the Institute of the Arts, University of Cumbria, UK 
 
 

ERINDI / PRESENTATIONS

 

L193: Frásagnir í samtímamyndlist / Narratives in Contemporary Art (90) (IS / EN)

 
Narrating the Invisible, thoughts on narrative and surface
 
In this talk I attempt to give an account of visibility and surface as products of narration. The aim of doing so is to produce or bring to light novel ways of talking about things that, for some reason, remain invisible. Examples of such things would be the future, or the smallest imaginable unit of matter. In order to address these issues I introduce some thought on the concepts object and world, and work my way from there to the concepts of visibility and surface. There is a longstanding division, between image and word, or image and narration, but by making use of visibility and invisibility, rather than meaningful or meaningless, or picture or language, as core concepts, I hope to make visible some useful tools for the visible part of our world.
 
Jóhannes Dagsson is a philosopher and a visual artist. He holds a PhD in philosophy from the University of Calgary (2012). His research takes place at the intersection of philosophy of mind, philosophy of language and aesthetics. Questions surrounding perception and meaning in the context of art define his research. Jóhannes uses his research in his teaching, publications, and his visual art.
 
 
Frásagnir sem tæki í myndlist
 
Listamennirnir í þessari málstofu segja frá nýjustu verkum sínum og rannsóknum. Öll vinna þau á ólíkan máta með frásagnir í verkum sínum. Frá sögulegum skáldskap, um borgarrými þar sem byggingar og hlutir tala, yfir í hvernig persónusögur tengjast heimssögunni og persónulegur tímarammi á í samtali við hið jarðfræðilega. Í hvernig hlutir tengjast hvor öðrum og fá merkingu í gengum frásagnir eins og íslinsa sem er fjarlægð úr borkjarna í Vatnajökli og bráðnar á vinnustofu í Vesturbæ Reykjavíkur.
 
Frá sjónarhorni bygginga og hluta
 
Berglind segir frá því hvernig hún vinnur með frásagnir í verkum sínum en hún hefur í áratug skrifað verk fyrir byggingar og hluti sem segja sögu sína sjálfir. Hvert verk er unnið upp úr staðbundinni rannsókn og persónusköpun breytist eftir landfræðilegum og sögulegum eiginleikum. Fyrir utan byggingarnar sjálfar og hlutina er oft annar þáttur sem myndar núning við sögupersónuna og mótar söguþráðinn. Berglind mun gefa ítarlega innsýn inní nýjasta verk sitt Biðin er löng - Tollhúsið, 1. Bindi, Stitching and Mending og The Changing Room (Skiptiklefinn) auk annara verka. Hún mun segja frá rannsóknum sínum á almenningsrýmum og nálgun í skrifum.
 
Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) vinnur með fjölbreytta miðla og beinir sjónum gjarnan að sögu og hlutverki manngerðra staða í almannarými. Hún útskrifaðist með BA gráðu í Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og MA gráðu frá Valand listaháskólanum í Gautaborg í Svíþjóð árið 2010.
 
Hvernig verður staður til og á hvaða augnabliki hverfur staður?
 
Erindi Önnu Líndal hverfist í kringum Grímsvatnaöskjuna í Vatnajökli sem hún notar sem tákn fyrir plánetuna Jörð. Anna veltir fyrir sér hugmyndinni um stað; hvernig víðátta breytist í stað og hver á rétt til að eigna sér stað. Í erindinu mun Anna Líndal velta fyrir sér vísindalegum mælingum á landi út frá sjónarhóli myndlistarmanns og rýna í eigin verk. Áherslan er á aðferðafræði myndlistamanna og möguleika fagsins til að búa til og segja sögur.
 
Verkefni Önnu Líndal hafa oftast samfélagslega skírskotun, beina tengingu við staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning. Hún skoðar fyrirbæri sem alla jafna eru okkur hulin og rannsakar afmarkaða atburði til að varpa ljósi á heild.
 
Anna hefur tekið þátt í fjölda innlendra og erlendra sýninga, haft fumkvæði að rannsóknar- og sýningarverkefnum, tekið þátt í ráðstefnum og haldið fjölmörg erindi um fagið.
 
Anna Líndal útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í rannóknartengdri list frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Anna var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000–2009 og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fagið.
 
Þrjúþúsund og níu ár
 
Bjarki Bragason mun fjalla um frásagnir í tengslum við verkefni sitt, Þrjúþúsund og níu ár. Í verkefninu
speglar Bjarki árekstra í jarðfræðilegum- og mennskum tímaskölum í húsagarði sem hann
hefur rannsakað undanfarin tíu ár ásamt birkitré sem hann tók þátt í að grafa upp við sporð
Breiðamerkurjökuls sumarið 2018.
 
Viðfangsefni Bjarka snúast um manneskjuna og náttúruna á tímum vitundarvakningar um
hamfarahlýnun og hraðar breytingar í umhverfinu. Hann vinnur á mismunandi máta með
ólíka þætti verkefnisins og setur þá fram sem tákn breytinga í náttúru, samfélagi, stéttarsögu og jarðsögu.
 
Bjarki Bragason er fæddur 1983 og lærði myndlist í Berlín og Listaháskóla Íslands þaðan sem
hann lauk BA-gráðu í myndlist árið 2006 og síðan MFA frá CalArts í Los Angeles 2010.
Hann hefur verið lektor og fagstjóri BA náms í myndlist við Listaháskóla Íslands síðan 2016.
 
Málstofustjóri / Moderator: Páll Haukur Björnsson
 

L211: Frásagnir í tónlist / Narratives in Music (90) (IS)

 
 
Frásagnarmáti Schuberts í Malarastúlkunni fögru (Die schöne Müllerin)
 
Í undirbúningi mínum að kennslubók í tónfræði á háskólastigi hef ég rannsakað sönglagaflokk Schuberts, Malarastúlkuna fögru, við ljóð Heinrichs Heine, með tilliti til forms einstakra sönglaga og uppbyggingu hendinga með hliðsjón af kenningum Williams
Caplins um klassísk hendingaform. Kenningar Caplins um setningar og lotur og blendinga í klassískri hljóðfæratónlist1 hafa náð að festa rætur almennt meðal tónfræðinga og virðast vera fastur viðmiðunarpóll þegar kemur að umfjöllun og greiningu á tónlist annarra tímabila tónlistarsögunnar.
 
Kveikjan að rannsókn minni er grein eftir Stephen Rogders, Sentences with Words: Theme- Type in Die Shcöne Müllerin2 þar sem hann bendir á að ráðandi hendingaform upphafshendinga í söngflokknum séu setningar í ýmsum gerðum og samsetningum. Ég ákvað að fara lengra og rannsaka allar hendingar allra laganna, 20 talsins, í flokknum og jafnframt að greina og skilgreina form hvers lags. Í ljós kemur að hvað varðar hendingaform hvers lags og ekki síður heildarform laganna tekst Schubert að búa til ótrúlega fjölbreyttan heim tónlistarforma, sem leiða verkið áfram frá upphafi til enda.
 
Í fyrirlestrinum mun ég fyrst og fremst sýna fram á hina tónlistartæknilegu fjölbreytni sem birtist í lagaflokknum en tengslin við ljóð Heine verða þó aldrei langt undan.
 
1Caplin, William E. Analyzing Classical Form, Conventional Theme Types (pp. 33-258). Oxford University Press. Kindle Edition.
2Rodgers, Stephen. Sentences with Words: Theme-Type in Die schöne Müllerin. Music Theory Spectrum, Vol. 36, No. 1 (Spring 2014), pp. 58-65. Published by: Oxford University Press on behalf of of the Society for Music Theory.
 
Hróðmar I. Sigurbjörnsson lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 þar sem tónsmíðakennarar hans voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Hróðmar stundaði síðan fjögurra ára framhaldsnám, m.a. hjá hollenska tónskáldinu Joep Straesser, við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi og útskrifaðist þaðan árið 1988. Frá haustinu 1988 hefur hann starfað sem tónskáld og við kennslu í tónsmíðum og tónfræðum m.a. í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hróðmar hefur starfað í Listaháskóla Íslands frá haustinu 2003. Hann er núna dósent og fagstjóri við tónlistardeild LHÍ. Hróðmar hefur samið fyrir einleikshljóðfæri, kammerhópa og kóra af ýmsum stærðum en einnig hljómsveitarverk, konserta og óperur auk tónlistar fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.
 
 
Tónlist sem frásögn
 
„Tónlist sem frásögn“ fjallar um grundvallarspurningar varðandi hvort tónlist geti falið í sér „frásögn“, hverskonar birtingarmyndir tónlistarleg frásögn gæti haft og hvernig slík frásögn gæti verið móttekin eða túlkuð af hlustanda. Á nítjándu öld varð hin svokallaða hermitónlist (program music) áberandi meðal mikilvægra tónskálda sem sum hver töldu að leiðin fram á við væri í gegnum samruna eða sambland tónlistar og bókmennta. Sinfónísk ljóð, sem fjölluðu um ljóð eða sögur í tónum, urðu mikilvægur hluti af nítjándu aldar tónbókmenntum.
 
Fagurfræðilegar deilur urðu áberandi í tengslum við hugmyndina um hermitónlist/frásagnartónlist en slíkar deilur leiddu af sér fagurfræðilega andstæðu í formi hugmyndar um „absolut“ tónlist („hreina“ tónlist sem vísar ekki í neitt fyrir utan sig sjálfa). Á síðari hluta tuttugustu aldar var áhugi á fagurfræði og merkingu tónlistar endurvakinn eftir að hafa sumpart legið í ládeyðu á tímum byltingarkenndra módernískra hugmynda sem settu óneitanlega svip sinn á framþróun tónlistar á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Með endurnýjuðum áhuga á fagurfræði og merkingu í tónlist hefur margt verið ritað og áhugaverðar hugmyndir komið fram í tengslum við möguleika tónlistar á að fela í sér merkingu. Merking er á margan hátt grundvallarþáttur í að geta talað um frásögn í tónlist og ef við gefum okkur að tónlist sé táknrænt form (symbolic form) sem ávallt felur í sér einhverskonar merkingu þá mætti hugsanlega halda því fram að tónlist sé ávallt einhverskonar form af frásögn. Slík frásögn þarf þó ekki að vera bundin rómantísku fyrirmyndinni um hermitónlist heldur byggir hún fyrst og fremst á þeirri hugmynd að hlustandi leiti eftir og meðtaki einhverskonar merkingu við hlustun á tónlist. Hugsanlega mætti telja slíkt streymi af tónlistarlegri merkingu sambærilegt við upplifun af frásögn.
 
Úlfar Ingi Haraldsson hóf tónlistarnám á Íslandi en stundaði síðar framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk árið 2000 doktorsprófi frá University of California, San Diego. Hann hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennari, kontrabassaleikari og stjórnandi  á Íslandi og í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hefur hann samið hljómsveitar-, kór-, kammer-, og einleiksverk sem flutt hafa verið víða um heim. Úlfar hefur tekið þátt í fjölda tónlistarviðburða hér heima og erlendis, bæði sem tónskáld og flytjandi og átt samstarf við tónlistarfólk og listamenn úr ýmsum geirum. Hann starfar nú sem tónskáld, bassaleikari ásamt því að sinna kennslu í tónsmíðum og tónfræðum við Listaháskóla Íslands og Menntaskólann í tónlist.
 
Málstofustjóri: Tryggvi M. Baldvinsson
 
 

L221: Hnattrænar frásagnir / Global Narratives (90) (EN)

 
 
Three Narratives from the Students of Architecture
 
This lecture presents findings from dialogues conducted with students of architecture from the Nordic Baltic Academy of Architecture (NBAA) during the winter of 2018-2019.  Students consider a meaningful architectural education one that helps them making ethical design choices. To do so respondents indicate that schools should help them find their inner compass, their uniqueness, develop their professional skills, and ethical attitudes to think independently but relationally and make a difference in their society and beyond. Three narratives emerge from these conversations and they describe the multiple roles of an architect in our society:
 
the narrative of the architect as a dissident intellectual,
the narrative of the architect as an ethical professional, and
the narrative of the architect as a storyteller.
 
On the basis of these findings and with the support of the work of Henry Giroux “Critical Theory and Rationality in Citizenship Education” and Martha Nussbaum “Patriotism and Cosmopolitanism”, a meta-narrative referred to as “Cosmopolitan Citizenship Architecture Education” is developed.
 
Massimo Santanicchia is an architect working across disciplines, associate Professor and Program Director in Architecture at the Department of Design and Architecture at the Iceland University of the Arts. Massimo emphasis, both in his work as a teacher and as architect, has been on the notion of cosmopolitan citizenship architecture and its education, how citizenship can create new meanings and expand designers’ sense of responsibility in a local and world context.
 
 
Rethinking the narrative of progress in art
 
Progress was the promise of the modern world to transform the rural into urban, leaving behind local and traditional knowledge. Urban life became the aspirational way of living as well as the center of knowledge production. The Western narrative of progress allowed the irrational economical, social and cultural exploitation of the commons. And today we are faced with the consequences, such as climate change, connected with the invisibility of non-western cosmovisions, due to ongoing dynamics and relationships of colonization, as well as the rebirth of neo- fascism. As artists Sáenz Burrola and Mikolai are concerned with today's art fields having been infected by the same idea of progress and dominating the global narratives, definitions and values on art.
 
In their lecture performance, coming from different artistic and geographic backgrounds, the two artists will look at their meeting points on this subject through history, mythology and artistic practice.
 
Michelle Saenz is a visual artist focusing on questions related to the body as a living archive immersed in a micro- macro scale to the social and political urgencies which affect the body in an everyday life basis. She finished her BFA studies in Fine and Visual Arts from Escuela Nacional de Pintura Escultura y Grabado La Esmeralda in Mexico City having an academic exchange in ERG in Brussels. Together with Santiago del Conde, she co-founded the project of Maleza which is a union for the exhibition and production of different cultural processes which practices are related to the analysis of the historical present. Maleza took place in the art venue of La Quiñonera in Mexico City. Currently she is pursuing an MFA in Performing Arts department from the Iceland University of the Arts.
 
Sara Mikolai is a dancer and choreographer. With a background in Bharatanatyam, she started to work in various contexts of performance since 2007. Today she creates situations, in which she sets a focus on the socio-political context and further possibilities of the moving body and the relationship to sound and space. After studying Area Studies of Asia/Africa at the Humboldt University Berlin, she graduated in Dance, Context & Choreography at HZT - University of the Arts Berlin. She also holds a diploma in Bharatanatyam from the Oriental Fine Arts Academy of London. In 2014, Sara co-founded the dance research collective The Dotted Dance Project together with Kiran Kumar (IN). Currently she is enrolled in the MFA Performing Arts program at Listaháskóli íslands.
 
 
Being Human as Praxis – Sylvia Wynter and the narrative order of knowledge
 
A talk on Sylvia Wynter´s conception of the narrative – a groundbreaking hypothesis for the theory of interrelation in-between aesthetics, politics and science – a theme which meets its own acoria since its constitutive moment when Plato banished artists from the Republic.
 
Sylvia Wynter is a key figure for emergence of Black Studies. It is – comparatively – a new field which intervenes into scientific, intellectual and aesthetic order of Western academia. Taking seriously the notion of situated knowledge, we can see the potential of the field. Not as a representation of voices of the excluded but as a structural condition of possibility for revolution of current episteme – the one which led to climate and social crisis on unprecedented scale in human history.
 
This is exactly how Sylvia Wynter conceives her task – by describing the problem of the double consciousness in writings of Franz Fanon and W.E.B. Du Bois she is claiming do discover the new Copernican Revolution in order of thought. The key for this epistemological leap is the narrative, which has to be no longer, seen as the absolute Other of sciences but as a cornerstone for making any science possible. In fact, the narrative constitutes the sheer possibility for existence of humanity.
 
Human is thus conceptualized as a hybrid being between bios and mythoi – the homo narrans. The species which by creating stories of its own origins is able to enact ´the second set of instructions complementary to the ´first set of instructions´ which is the DNA code. The talk will take a form of short lecture with presentation which will last 20 minutes followed by 15 minutes discussion, access to projector and speakers is the only technical requirement.
 
Hubert Gromny is a visual artist and theorist, he graduated from Jan Matejko’s Academy of Fine Arts and from philosophy department in Jagiellonian Univeristy in Cracow. Currently participating in Dutch Art Institute program. His works were presented among other places in Bunkier Sztuki Insitute of Contemporary Art in Cracow, Museum of Beginnings of Polish State in Gniezno and Academia Der Kunste Der Welt in Cologne. His texts were published in Polish academic journals like Kultura Współczesna, Journal of Cultural Studies and Sensus Historiae.
 
 
The languages of senses. Creative dialogues between art forms
 
Presentation of a series of events I organised as part of Nuuk Nordic Culture Festival 2019; a project supported by Grænlandssjóður, Nuuk Art Museum, and KIMIK, the Association of Artists in Greenland.
 
The short events had the purpose of approaching forms of perception, experience, and communication enabled by the different senses. Our senses cooperate in producing a whole and composite experience of the reality surrounding us. But to which extent are they able to mediate the same content, each in its own (non-verbal, perceptual) language? How can the expressive and narrative means of different art forms overlap, complement and support each other? Is it possible to “reformulate” certain experiences, or elements of an artwork, into the language of other senses? How proficient, in general, are we in such sense languages?
 
With these questions in mind, an attempt was made to let different art forms meet by inviting artists to improvise based on spatial features or on artworks produced in different media than their own. Three interventions, with the character of happenings, took place in Nuuk Art Museum and in an artist studio, and involved music, sound, and dance.
 
The performances additionally referred to a side-narrative about hidden creative processes and spaces of artistic creation. The creative act of artists, as well as the studio space where all such processes are thought to belong, have traditionally been veiled with mystery for “outsiders”. By performing improvisation based on material given, an act of creation was here staged right among the audience.
 
Lorenzo Imola completed a BA in Art Theory and Philosophy at the University of Iceland and is currently attending a postgraduate diploma in Museum Studies. He worked as intern at Nuuk Art Museum in the first half of 2019.
 
 
Málstofustjóri / Moderator: Alexander Roberts
 
 

L191: Frásagnir til endurskoðunar / Narratives Reconsidered (90) (IS)

 
Mýturnar um hagkvæmt húsnæði og arðbæra uppbyggingu
 
Í málstofunni verður lagt út frá erindum um húsnæði og markaðsstoðkerfi og dæmi um alltumlykjandi orðræðu og birtingarmyndir í byggingariðnaði, skipulagi, húsnæðis- og fjármálakerfum. Meðal annars verður fjallað um hvernig kerfin hamla hugmyndaauðgi í ljósi þess hvernig þau breyta okkur, hvernig hið almenna íbúðakerfi getur reynst smækkandi og hvernig breytileg viðhorf og væntingar til byggingarefna hafa áhrif á húsnæðisuppbygginu: Hvernig er hægt að breyta ósjálfbærum kerfum sem birtast sem frásagnir, myndir, tölur og teikningar til að fæða af sér sjálfbærari innviði, samfélög og íbúðarhús?
 
 
Hvernig má tryggja rými fyrir skapandi hugsun í markaðsvæddum kerfum samfélagsins?
 
Í erindinu er því velt upp hvort núverandi uppbygging og rekstrarform fasteigna hérlendis leiði til þess að skapandi vinna og hugmyndaauðgi verði undir og hlutverk þróunaraðila sem snýr að nýrri uppbyggingu og nýsköpun í framkvæmdum fái ekki það rými sem þarf til farsællar hönnunar bæja og borga. Dregin eru fram söguleg gögn til þess að greina frá þróun hérlendis þar sem uppbygging innviða kerfanna, jafnt mjúkra sem harðra, er skoðuð útfrá fjárhagslegum tölum sem segja eina sögu en samhliða eru skoðaðar fleiri tölur sem segja aðra sögu. Færð eru rök fyrir því að uppbygging húsnæðis innan þeirra kerfa sem ráðið hafa för og rekstrarlegar forsendur feli í sér hættu á að of lítið sé gert til að stuðla að nýsköpun og að umbætur geti vaxið og dafnað innan bæja og borga. Dregin eru fram dæmi um hvernig skapa má aðstæður fyrir framþróun ólíkra kerfa, samspili innan og milli þeirra með auknum þverfagleika og fjölbreytni í stað einsleitrar samkeppni.
 
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason er gestafræðimaður við GRI þverfaglega rannsóknarstofnun Gautaborgarháskóla. Ásgeir Brynjar Torfason var lektor í reikningsskilum og fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árin 2014-2019. Hann lauk doktorsprófi í reikningsskilum frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerð hans um flæði peninga í fjármálakerfinukerfinu. Ásgeir hefur einnig lokið alþjóðlegu MBA námi í rekstrarhagfræði frá Norwegian Business School - BI í Ósló og er með BA gráðu í hagfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands 1999 auk prófs í kennslufræði háskólakennara frá árinu 2016. Hann situr í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera.
 
 
Almennar íbúðir í Reykjavík. Langt frá Evrópu og Mies.
 
Núverandi uppbygging almennra íbúða á Íslandi, á grundvelli reglugerðar um stofnframlög, er skoðuð og borin saman við innlendan fyrirrennara almenna íbúðageirans, verkamannabústaðina og bestu viðmið Evrópu. Alþjóðleg húsnæðisekla og vaxandi misskipting hefur beint sjónum að þróun almenna íbúðageirans í mörgum borgum Evrópu. Þannig hafa hin virtu Mies van der Rohe verðlaun Evrópusambandsins í arkitektúr í tvígang verið veitt fyrir endurgerð í almenna íbúðakerfinu, árin 2017 og 2019. Er fjárfesting í “hagkvæmu húsnæði” eins og það er skilgreint í íslenskum lögum og reglugerðum hagkvæm til lengri tíma?
 
Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ. Hildur er starfandi arkitekt hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík á umhverfis og skipulagssviði. Hún útskrifaðist í arkitektúr frá KADK í Kaupmannahöfn árið 2002 og hefur breiða starfsreynslu frá teiknistofum og opinberum geira. Hildur lauk meistaranámi í KADK í júní 2018 í strategisk byplanlægning þar sem hún skoðaði þróun almennra íbúða (e. social housing).
 
 
Að borða hús. Hýbýlafrásagnir byggingarefna
 
Ef byggja átti ný hýbýli fyrr á tíð var efni úr eldri húsum endurnýtt og heilu húsin jafnvel tekin niður og nýtt aftur. Á fyrri hluta 20. aldar urðu skörp skil alþjóðlega þegar ný tækni varð meðal annars þess valdandi að endurnýting, flokkun og aðlögun efna að nýju hlutverki varð kostnaðarsamari en að rífa, fleygja og byggja nýtt. Forsendur arðsemisútreikninga sem hafa reynst drifkraftur í niðurrifi og mannvirkjagerð helgast meðal annars að því að horft er á verðmætasköpun út frá þröngu samhengi og litið framhjá umhverfiskostnaði. Í takt við nýja tækni og nýjar áskoranir samtímans eru viðmið og væntingar til húsnæðis út frá sjónarhóli byggingarefna, uppruna efnisins, hegðunar, sveigjanleika, áferðar og umhverfis- og fagurfræðilegs gildis að breytast. Í erindinu er uppbygging húsnæðis í samtímanum spegluð í þessu ljósi og í því samhengi er vísað í löggjöf, áætlanir, rannsóknir, útgáfur og listræn verk. Hvers konar framtíð teikna samtímafrásagnir húsnæðisuppbyggingar á Íslandi?
 
Anna María Bogadóttir er menningarfræðingur, arkitekt FAÍ og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi og eigandi ÚRBANISTAN sem starfar breitt á sviði arkitektúr, skipulags og varðveislu gegnum hönnun, rannsóknir, sýningagerð og útgáfu. Í verkum sínum leggur Anna María áherslu á menningar- og samfélagslegar hliðar hins byggða umhverfis. Hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia Háskóla í New York árið 2010 en hafði áður starfað í tæpan áratug við menningar- og sýningastjórn á Íslandi og Danmörku.
 
 
Málstofustjóri / Moderator: Marteinn Sindri Jónsson
 
 

L193: Frásagnir í samtímamyndlist /
Narratives in Contemporary Art (90) (EN)

 
Polar Bears out of Place: Stories of humans and other animals
 
 
In recent years increasingly, cross-disciplinary emphasis has been afforded in studying the complex relationships between humans and non-human animals, the material world and the environment. This emphasis is connected to theoretical discussions regarding the Anthropocene, post-humanism and post-colonialism. The presentations in this session address stories concerning the arrivals of bears to Iceland and focus, amongst other things, on anthropocentric and animalistic transformation, agency and the ascendance of nature and material in a variety of past and present contexts. In the session, stories and tales will be addressed in relation to bears and other animals, in folklore, in material and visual cultures, and include the association of animals to certain areas and human cultures. 
 
The research from which the presentations derive are connected to the cross-disciplinary research project Visitations: polar bears out of place, which is hosted by Iceland University of the Arts and directed by Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson. The project sets out to raise awareness and extend the scope of knowledge concerning the interface of animals, humans and the environment and to consider the implications thereof. 
 
The arrival of polar bears to Iceland forms the basis for the research but as a counterpoint, accommodates also the relations between people and polar bears on the Alaskan North Slope. The project draws on both material culture and visual material, in the form of photographs, films and drawings, together with historical documentation, ancient tales and folklore.   
 
In connection with the session there will be an installation at the Department of Fine Art in Laugarnes.
The artwork, a videowork by Bryndís Snæbjörnsdóttur and Mark Wilson is part of their ongoing practice-based research withinVisitationspolar bears out of place 
 
 
 
Introduction to the research project VisitationsPolar bears out of place. 
 
The aim of the project is to contribute to a growing body of knowledge concerning human/non-human relations and habitat in a time of global warming and rising sea levels. To this end we draw particular focus on historic and contemporary polar bear arrivals to the North & North-West coast of Iceland. Approaching the subject from a visual arts perspective, the project tests the contact zones between humans and polar bears and thereby, related networked effects of climate change, population displacement and environmental disruption. The research will gather and combine images, texts, audio, biological and other material relating to specific recorded polar bear arrivals. Methodologies will involve a close study of the relationship between source material and its cultural and environmental contexts as well as to the transmission, interpretation and presentation of subtexts, embedded within all visual and textual matter. By foregrounding the animal as ‘foreign’ and through the study of its multiple guises – such as a being, a cohabitant, visitor, environmental register, remnant and artefact – the project aims to make a significant contribution to current discourse on the objectification of both human and animal ‘Others’ in borderless environments and as such offer an alternative understanding of environmental ownership and response. The project has a satellite partner in another institution located in the USA allowing for further comparative study within a wider cultural context 
 
Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson are a collaborative art partnership. Their 20-year interdisciplinary art practice is research-based, exploring issues of history, culture and environment in relation to both humans and non-human species. Working very often in close consultation in the field, with experts including professionals and amateurs, they use their work to test cultural constructs and tropes, and human behaviour in respect of ecologies, extinction, conservation and the environment. With a particular focus in the north, their projects and artworks have nevertheless been commissioned, generated and exhibited internationally and as frequent speakers at conferences worldwide, their works have been widely discussed in texts across many disciplinary fields. Their artwork is installation based using variety of media including photography, video, text, drawing, objects and sound.  
 
Bryndís Snæbjörnsdóttir is Professor of Fine Art at the Iceland University of the Arts and Mark Wilson is Professor in Fine Art at the Institute of the Arts, University of Cumbria, UK 
 
 
 
Stories of Polar Bear Arrivals from 1800 to the present
 
In this presentation, the focus will be on selected stories from the arrival of polar bears to Iceland during the past 200 years. In her research into these stories María Dalberg has applied both the research methods of history and art. 
 
María Dalberg is an artist and a research assistant in the project Visitations: Polar bears out of place. She studied fine art at the Iceland University of the Arts and history at the University of Iceland. She has produced artworks in a variety of media, but is best known for multi-channel video installations combining also sound and text work. 
 
María’s conceptual enquiry varies from different societies and/or the relations between man and nature. In her artistic practice she uses stories and residues: manuscripts, letters and documents. She writes biographical and fictional texts. Selected exhibitions include: a solo exhibition in Reykjavík Art Museum (2018) and collaborative exhibitions: Cycle Art Festival, Kópavogur Art Museum (2018), The Moscow Biennial for young artists, Russia (2016) and an International collaborative exhibition in Tallin Art Hall, Estonia (2020). 
 
 
Bearfolk, Humanimals and Other Odd Birds: Narratives and counternarratives of the north
 
Nú á tímum mannaldar er hvítabjörnin tákn manngerðrar loftslagsváar, þeirrar sömu ógnar sem að honum steðjar. Á öldum áður hefur alþýðlegt frásagnarefni á Íslandi endurspeglað tengsl fólks og bjarndýra þótt kynni þeirra væru lítil. Þar birtist hvítabjörnin í þjóðsagnaefni á ólíkum stigum manngervingar og dýrslegrar umbreytingar. Frá bjarndýrinu má fá mat og hlýju en með bjarndýrafrásögnum má ekki síður magna upp töfra og táknrænan styrk, skapa sér sérstöðu og sjálfsmynd, umvefja sig framandleika og hetjuskap, framkalla ótta og vara við aðsteðjandi hættu. Hvítabirnir eru jafnframt settir fram sem vágestir og enn upplifa Íslendingar komur þeirra sem hættulega innrás og jafnvel, eins og nýleg dæmi sýna, sýkingarhættu. Frásagnarmenning norðurslóðaferðamennskunnar innlimar þó hvítabjörninn inn í dýraríki landsins og staðsetur þannig Ísland kirfilega innan norðurslóða og þeirrar ímyndasköpunar sem einkennir þær. Í þessu erindi er fjallað um sögur og gagnsögur af bjarndýrum og öðrum dýrum í þjóðsagnaarfi, efnismenningu og sjónrænni menningu. Þá eru skoðuð tengsl bjarndýra, lunda og geirfugla við ákveðin svæði og menningarhópa í þjóðfræðilegu og menningarsögulegu samhengi.  Með hliðsjón af pósthúmanískum áherslum og ný-efnisleika eru birtingarmyndir þeirra greindar í orðræðum um þverþjóðleg tengsl, umhverfisvá, líffræðilegan fjölbreytileika og útrýmingu tegunda.
 
Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Eitt helsta rannsóknarsvið hans er þjóðsagnafræði en hann skoðar meðal annars notkun frásagna og efnismenningar í mótun sjálfsmyndar og menningarpólitík. Hann er meðstjórnandi í þverfaglega rann­sókn­ar­verk­efn­inu Ísbirn­ir á villigöt­um þar sem hann rannsakar meðal annars tengsl fólks og dýra í samhengi hreyfanleika á norðurslóðum og loftslagsbreytinga. Um nýjustu rannsóknir hans má lesa í bókinni The Bear: Culture, Nature (Boydell 2019) og sjá á sýningunni Norræna safnsins í Stokkhólmi: The Arctic - While the Ice is Melting.
 
Katla Kjartansdóttir er doktorsnemandi í safnafræði og stundakennari við Háskóla Íslands. Hennar rannsóknaráherslur snúa að hreyfanleika fólks, hugmynda og gripa, þvert á landamæri. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum þverfaglegum
rannsóknarverkefnum og sýningum á borð við The Arctic - While the Ice is Melting í Nordiska Museet í Stokkhólmi og "Hlutir í huga" í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og Norræna húsinu í Reykjavík.  Hún hefur nýlega birt grein um geirfuglinn sem safngrip í Nordisk Museology (2019).  Hún er annar tveggja ritstjóra þemaheftis Ritsins (1/2020) um samband mannfólks og dýra og hefur umsjón með nýju námskeiði um sama efni, í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
 
 
From Mythology to the Food Chain: Connections between humans and bears in folk narrative across the North
 
 
In the narrative traditions of many cultures, examples are to be found in which bears are endowed with humanlike properties and characteristics. In Icelandic folk narrative sources collected during the 19th and 20th centuries, this personification can be seen in legends about bears who give birth to human children, who understand human speech, and who give clemency to pregnant women as well as men who bear the names Björn, Bessi or Bjarni. In addition to the aforementioned motifs, the idea that bears border on the human can be found in a number of narrative techniques which are employed by storytellers in descriptions of the bodily conduct, emotions and thought processes of bears. As is often the case with the subjects of folk narrative, both supernatural and otherwise, bears in Icelandic oral tradition can assume the roles of givers and receivers. Phenomena such as bjarnarylur (the bear‘s warmth) and bjarnarafl (the bear‘s strength) demonstrate that natural properties associated with bears were considered in some sources to have been transferable to humans through contact with a bear pelt during childbirth, or through the consumption of bear‘s milk. In such examples, it can be argued that bears are humanised just as humans are animalised 
 
In this presentation, narrative motifs and ideas concerning the humanlike properties of bears (and bear-like properties of humans) will be discussed in their narrative, historical and cultural contexts. The multifaceted connections between humans and bears in Icelandic folk narrative will be analysed and compared to ideas, attitudes and folk belief found in Russian sources which have been studied by folklorists over the past 100 years. Our analysis of both Russian and Icelandic narratives will take into account cross-disciplinary perspectives related to post-humanism and critical approaches concerning the Anthropocene. In conclusion, we will pose the question of what the ideas and motifs discussed can tell us about the self-image and world-image of diverse cultural groups, with particular regard to the concept of humanity. 
 
Alice Bower is a PhD student in the department of folklore and ethnology at the University of Iceland. She has a BA and MA degree in folklore from the University of Iceland and is a participant in the project “Visitations: Polar Bears Out of Place“. 
 
Vitalina Ostimchuk is a MA student in folklore at the University of Iceland. She holds a BA in folklore and Icelandic as a second language from the University of Iceland, as well as an MA in international economics from the Finance University under the Government of the Russian Federation. 
 
Málstofustjóri / Moderator: Mark Wilson
 
 

L223: Frásagnir í sviðslistum / Narratives in Performing Arts (90) (IS)

 
FÖT - Frá Öðrum Tíma
Sviðslistatilraun um tengsl fólks við föt og frásagnir fólks af fötum
 
Ég garfaði í geymslu foreldra minna og áttaði mig á að pabbi hafði geymt slatta af fatnaði sem ég gekk í á ýmsum skeiðum lífs míns. Ég velti fyrir mér hversu margar flíkur eigi sér tilkomumeiri sögur en skáldsagnapersónur og hversu sorglegt það er að flíkur liggi í kössum árum saman án þess að nokkur snerti þau eða sjái. Pabbi geymdi þessi litlu föt en vegna loftlagskvíða geng ég í fermingarbuxunum af kærastanum mínum og nærbuxum sem ég fermdist í. Hvað geri ég við gömul lítil föt af mér sem ég virðist ekki geta sleppt takinu af? Eru þessi föt sem pabbi geymdi að bíða þess að klæða mín afsprengi? Og ef svo er... hvað ef ég framlengi ekki líf á þessari jörðu inn í þá vá sem steðjar að mannkyninu - þá hamfarahlýnun sem vofir yfir af mannavöldum? Hvað er pabbi að halda í? Hvað er ég að halda í?
 
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir er sjálfstætt starfandi sviðshöfundur og þjóðfræðingur. Hún hefur komið að fjölda uppsetninga í sviðslistasenunni sem leikstjóri, dramatúrg og aðstoðarleikstjóri. Ber þá helst að nefna sýningarnar Velkomin heim, 9 Líf, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Krakkaveldi og Hún Pabbi.
 
Frekari upplýsingar má sjá á: www.andreavilhjalms.com.
 
 
Kartöflur
 
Hópurinn mun fjalla um frásagnaraðferðir sínar í nýlegu verki sem hópurinn CGFC frumsýndi í Borgarleikhúsinu, Kartöflur. Verkið notaðist við ýmsar aðferðir til þess að koma til skila rannsóknum sínum á kartöflunni í samfélagi Íslands í því skyni að gera heimildarverk skemmtilegt og óvænt. Þá munum við fjalla um tækifærin sem felast í því að binda sig ekki við eina frásagnaraðferð í leikverkum og listræna kosti fjölbreyttra þátttakenda þegar smíða á verk í samsköpun.
 
Birnir Jón Sigurðsson er sviðshöfundur sem útskrifaðist frá LHÍ vorið 2019. Hann gaf út smásagnasafnið Strá í apríl sama ár og hafa nýleg sviðsverk hans, Kartöflur og útskriftarverkið Inni, haft frásagnaraðferðir sem þungamiðju í framsetningu.
 
Hallveig Kristín Eiríksdóttir útskrifaðist sem leikmyndahönnuður frá TAI 2014 og sviðshöfundur frá LHÍ 2018. Hallveig hefur hannað leikmyndir fyrir hina ýmsu hópa á Íslandi, í Finnlandi og á Spáni og aðstoðarleikstýrt í Þjóðleikhúsinu og Stockholms Stadsteater. Áhugasvið hennar liggja meðal annars í að skoða sýnileika hins óvinsæla í kappgjörnum heimi, og náttúruvernd og femínisma í gegnum húmor og hið myndræna.
 
Ýr Jóhannsdóttir er textíllistakona sem útskrifaðist frá Glasgow school of art árið 2017 sem hefur vakið mikla athygli fyrir peysur sínar, prjónaskúlptúra, nálganir og aðferðir undir nafninu Ýrúrarí. Hún stundar nú mastersnám við Listkennslu í Listaháskóla Íslands.
 
Allir þátttakendur eru meðlimir fjöllistahópsins CGFC og sýndu, sem höfundar og flytjendur, verkið Kartöflur í Borgarleikhúsinu í október 2019.
 
 
EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance
The expected resides within existing structures of our art form, dance. Within its methods, habits, and routines - its narratives. We are haunted by the legacy of our predecessors; pioneers in dance who created the very foundation contemporary dance rests upon. Who created our expectations about the art form and shaped our habitual bodies.
 
EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance is an ongoing research project exploring the affect of expectations in contemporary dance through an entangled mode of theoretical and choreographic methods. It engages critically with questions about the movement of our bodies. When, where, why and for whom do we move? Whose choreographies and narratives are we performing? EXPRESSIONS asks what kind of power dynamics and hierarchies sustaining while navigating the institutional and political landscape of our art form? What kind of expressions? This questioning is a political practice that may be classified by what André Lepecki (2013) calls choreopolitics; a constant, repetitive, experimentation of free movement—private, performative, and political.
 
EXPRESSIONS officially began in March 2017 and is led by Icelandic dance artist Steinunn Ketilsdóttir in close conversation and collaboration with a body of international artists and scholars. Throughout its duration, research findings kaleidoscopically manifest themselves through performances, presentations and publications. EXPRESSIONS is dedicated to opening up spaces of exploration and analysis where critical engagement with the inner and outer structural expectations of contemporary dance can take place. A space where we can create our own narratives and envision the dance of tomorrow.
 
Steinunn Ketilsdóttir is a dance artist and works both independently and in collaboration with other artists. She is devoted to creating spaces through her practice to explore how expectations affect the way we choose to move through our artistic and personal lives. A space where we can envision and practice the dance of tomorrow. Steinunn holds a BA in Dance from Hunter College NY and an MA in Performance Studies from NYU.
 
 
Hversu lítið er nóg? - Listrannsókn um sjálfbærni og gildi
 
Erindið fjallar um Síðustu kvöldmáltíðina, Wabi sabi, kintsugi, nægjusemi og grænt leikhús sem samanlagt er upphafsreitur doktorsverkefnis Steinunnar Knúts-Önnudóttur „Hversu lítið er nóg?“ við leiklistarakademíuna í Malmö. Doktorsverkefnið er listrannsókn sem hefur að markmiði að þróa sjálfbærar aðferðir við að mana fram umbreytandi frásagnir og upplifanir þátttakenda.
 
Fjallað verður um kveikju listrannsóknarinnar, samhengi, hugmyndafræði og aðferðafræðinni sem liggur til grundvallar verkefninu, áhrifum úr Japanskri hugmyndafræði en sérstaklega aðferðum sem þróaðar voru í gegnum listrænt ferli Síðustu kvöldmáltíðarinnar. Síðasta kvöldmáltíðin er upplifunarverk sem Steinunn gerði í samstarfi við listamenn og leikmenn, í Eistlandi, á fjórum landshornum Íslands og í útvarpsleikhúsinu á árunum 2016-2018. Verkið ávarpa lífsgildi og er rammi utan um frásagnir brothættra byggðarlaga en laðar um leið fram frásagnir og gildismat áhorfandans/gestsins. Í sköpunarferlinu varð til hugmyndafræðilegur grunnur sem doktorsverkefnið byggir á. Þá verður gerð grein fyrir þverfaglegu samhengi doktorsverkefnisins, rannsóknarskóla Lundarháskóla undir formerkjum Agenda 2030 sem er stofnað og er ætlað að ávarpa heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Í verkefninu starfa 17 doktorsnemar úr öllum deildum Lundarháskóla og þar af eru tvær listrannsóknir.
 
Steinunn Knúts-Önnudóttir, sviðslistakona, er með BA í Guðfræði frá HÍ, stundaði leiklistarnám í Árósum í Danmörkum og lauk síðar meistaranámi í sviðslistum frá De Montfort háskólanum í Leicester, Englandi. Steinunn hefur unnið með ýmsum leikhópum og sviðslistahópum á Íslandi, í Danmörku og Englandi sem leikari, dramatúrg, höfundur og leikstjóri. Steinunn er höfundur tveggja bóka um starf Áhugaleikhúss atvinnumanna sem hún er í listrænu forsvari fyrir en hún er einnig listrænn stjórnandi Netleikhússins Herbergi 408. Steinunn er forseti sviðslistadeildar Listaháskólans.
 
Málstofustjóri / Moderator: Ásgerður G. Gunnarsdóttir
 
 

L221: Jafnréttisfrásagnir / Narrating Equality (90) (IS)

 
Málstofa um jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu í LHÍ
 
Í stefnu Listaháskóla Íslands 2019–2022 er fjallað um að skólinn sé samfélag þar sem jafnræði liggur til grundvallar öllu starfi. Lögð er áhersla á velferð nemenda og starfsfólks og vill skólinn tryggja örugg starfsskilyrði. Í nýrri jafnréttisstefnu skólans kemur fram að engan mun má gera á fólki á grundvelli þátta sem greinir það að s.s. kyns, kynþáttar, kynhneigðar, hörundslitar, aldurs, barneigna, þjóðernis, félagslegs uppruna, fötlunar, tungumáls, trúar, stjórnmálaskoðana eða annars konar skoðana, eigna, uppruna, efnahags, ætternis, fjölskylduaðstæðna eða skertrar starfsgetu.
 
Meðal þess sem skólinn vill leggja áherslu á er að
 
•           stuðlað verði að fjölbreyttum nemendahópi
•           stutt verði við ólíkar þarfir nemenda
•           námsefni og kennsluhættir séu fjölbreytt
•           húsnæði verði aðgengilegt öllum
•           kynjajafnrétti endurspeglist í textum, skjölum og kerfum skólans
•           samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið
•           aðgengi að starfsemi LHÍ verði aukið fyrir ólíka hópa samfélagsins
•           auka þekkingu á jafnréttismálum innan Listaháskólans
 
Í málstofunni verða þessi markmið rædd sem og önnur mál sem tengjast jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu. Þátttakendur segja frá eigin reynslu, nálgunum og aðferðum sem þeir hafa sem snúa að þessum þáttum en áhersla er á samræður þátttakenda. Fjallað verður annars vegar um þætti sem snúa að námi og kennslu, s.s. uppbyggingu náms, kennsluaðferðir, námsefni, námsmat, samskipti og menningu. Hins vegar um námskrár, markmið, stefnur, kerfi, innra skipulag og dæmi um leiðir til þess að auka jafnrétti fjölbreytileika og inngildingu.
 
Hvert innlegg verður 5 mínútur og svo verða stuttar umræður í lokin.
 
Þátttakendur:
 
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir nam m.a. heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris 1 Panthéon-Sorbonne. Frá árinu 2010 hefur hún starfað við myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem lektor og fagstjóri listfræða. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsviðum listfræða og myndlistar, þar á meðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og ýmsum nefndarstörfum á Norðurlöndum og í Frakklandi.
 
Alexander Roberts hefur starfað sem listrænn stjórnandi, dramatúrg og sviðshöfundur. Hann hefur komið að stofnun og listrænni stjórnun sviðslistahátíðanna A! og Reykjavík Dance Festival auk þess sem hann hefur komið að uppsetningu fjölda sviðsverka og skrifað mikið um sviðslistir og rannsóknir á því sviði. Frá árinu 2015 hefur Alexander verið fagstjóri fræða hjá sviðslistadeild Listaháskólans. Alexander hefur lokið tvöfaldri meistaragráðu í alþjóðlegum sviðslistarannsóknum frá Warwick University og Universiteit van Amsterdam.
 
Fríða Bjarney Jónsdóttir er deildarstýra Nýsköpunarmiðju á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Bakgrunnur hennar er í menntunarfræðum með áherslu á fjölmenningu en hún hefur sinnt ráðgjöf og kennslu á því sviði um árabil. Núverandi hlutverk hennar felst í að styðja við og halda utan um innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“.
 
Gunnar Benediktsson, dósent og fagstjóri skapandi tónlistarmiðlunar er Mývetningur óbóeigandi kaffiunnandi kórstjóri faðir raulari Sporðdreki þungarokkari
 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir er lektor við listkennsludeild og fagstjóri sjónlista við deildina. Listrannsóknir, listrænt ferli, samtal, samvinna og samskipti eru meðal þess sem hún vinnur með bæði í myndlist og í listkennslu.
 
Harpa Björnsdóttir útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og stundar nú mastersnám við Listkennsludeild skólans. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki með þroskahömlun í fjölbreyttum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að vekja athygli á að ekki er gert ráð fyrir öllu fólki í samfélaginu. Hún hefur einnig starfað sem stundakennari í Starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun síðustu ár og starfar nú sem leiðbeinandi í sjálfstæðri búsetu fyrir fólk með þroskahömlun þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf.
 
Ingimar Ólafsson Waage er myndlistarmaður og lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Rannsóknaráhugi hans tengist lýðræði í skólastarfi, heimspekilegri samræðu, gagnrýnni hugsun og siðferðilegu gildi listgreinakennslu. Hann vinnur nú að doktorsrannsókn um siðferðilegt gildi sjónlistakennslu frá sjónarhorni Aristótelískrar mannkostamenntunar og dygðasiðfræði.
 
Katrín Helga Ólafsdóttir hefur komið fram undir listamannanafninu K.óla í rúmlega 2 ár. Hún hefur verið virkur aðili í post-dreifingu, að spila á og undirbúa viðburði, gefið út plötuna ‘Allt verður alltílæ’ og mun útskrifast með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla íslands í maí næstkomandi.
 
Kristín Valsdóttir er deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Rannsóknir og verk Kristínar beinast að tónlistarkennslu, listkennaramenntun, námsumhverfi (learning culture) og símenntun listamanna og kennara. Hún er með B.Ed. sem tónmenntakennari frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma á meistarastigi í tónlistar- og dans kennslufræði frá Orff Institut, Mozarteum og meistargráðu í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Kristín lauk doktorsnámi frá Háskóla Íslands árið 2019.
 
Marta Sigríður Pétursdóttir verkefnisstjóri Spretts sem er nýtt verkefni á vegum HÍ þar sem nemendum með innflytjendabakgrunn er veittur stuðningur allt frá fyrsta ári í framhaldsskóla þar til fyrsta ári í háskóla er lokið.
 
Sigríður Geirsdóttir er verkefnastjóri á sviði Gæða, kennslu og rannsókna (GKR). Kennsluþróun á háskólastigi og gæðamál kennslu eru meðal helstu verkefna hennar en hún starfar sem sérfræðingur í kennslunefnd, sér um framkvæmd og úrvinnslu innri kannana skólans og sinnir stuðningi við endurskoðun námsbrauta og sjálfsmat deilda.
 
Steinunn Hildigunnur Knúts- Önnudóttir er deildarforseti sviðslistadeildar. Hún lauk BA gráðu í Guðfræði frá HÍ 1991. Hún stundaði leiklistarnám í Árósum í Danmörkum og lauk síðar meistaranámi í leiklistarfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester, Englandi og diplómanámi í leikstjórn undir Jurij Alschits hjá SCUT. Steinunn hefur unnið með ýmsum leikhópum og sviðslistahópum í Danmörku og Englandi bæði sem leikari og leikstjóri. Steinunn hefur aðallega numið land í framsæknum leikhúsum oft nátengt dansi. Hún var listrænn ráðgjafi Borgarleikhússins um þriggja ára skeið og hefur verið stundakennari við leiklistar og dansdeild LHÍ frá 2001.
 
Sigrún Birgisdóttir nam arkitektúr á Ítalíu og í Bretlandi. Hún kenndi og starfaði sem arkitekt í London í rúman áratug áður en hún flutti til Íslands til að hefja störf við Listaháskólann árið 2007. Hún hefur lengi lagt metnað sinn í kennslu á vettvangi hönnunar og arkitektúrs og hennar helsta hugðarefni er að skoða og auka hlutverk hönnunar í samfélaginu. Í störfum sínum leggur Sigrún áherslu á strategíska hönnun og framtíðarsýn með áherslu á hönnunarmenntun og kennslu, ásamt samfélagsrýni og rannsóknum á manngerðu umhverfi.
 
Þorbjörg Daphne Hall er fagstjóri fræða og dósent í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur starfað frá 2010. Hún lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Liverpool árið 2019 þar sem hún fjallaði um fjallaði um togstreitu milli hinna ólíku frásagna um „hið íslenska“ í dægurtónlist á Íslandi nútímans. Hún vinnur nú að rannsóknarverkefnum um samfélagsáhrif tónlistar og viðtökusögu jazz á Íslandi.
 
Þóra Einarsdóttir stundaði söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng hjá Lauru Sarti við óperudeild Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur einnig lokið mastersnámi í listkennslu frá LHÍ. Þóra hefur leitt söngnámið við Listaháskóla Íslands frá árinu 2014 og hefur í starfi sínu unnið markvisst að því að þróa námsumhverfið. Hennar helstu rannsóknaráherslur eru gæði í námi tónlistarflytjenda á háskólastigi, teymisvinna kennara, einkakennsla og handleiðsla.
 
Örlygur Steinar Arnalds er nemandi á fyrsta ári í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Hann hefur tekið virkann þátt í grasrótar senu Reykjavíkur síðustu ár og er meðlimur hljómsveitanna Korter í flog og sideproject. Hann er einnig meðlimur í listasamlaginu Post-dreifingu og hefur komið að skipulagi við útgáfur, tónleikahald og tónlistarhátíðir. Einnig er hann meðlimur og þáttakandi í hópnum No Borders og hefur hjálpað við skipulag á viðburðum og mótmælum.
 
Málstofustjórar / Moderators: Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorbjörg Daphne Hall
 
 

L191: Frásagnir í hönnun / Narratives in Design (90) (IS)

 
Jókerinn í spilastokknum: Frásagnir sem hreyfa við regluverki
 
 
Þekkt er að frásagnir fylgja ákveðnu regluverki en með því að bera kennsl á regluverkið getum við jafnframt borið kennsl á hverskonar frásögn um ræðir: ljósmynd, skáldsögu, uppskrift, hlut eða leik svo dæmi séu nefnd. Innan regluverks frásagna má oft á tíðum finna „villt spil“ sem hafa burði til að breyta reglunum og þar að leiðandi leiknum, söguframvindunni, brandaranum eða skynjun okkar á ljósmynd eða listaverk, þ.e.a.s. sjálfri frásögninni sem er miðlað. Vegna þessa má gjarnan finna einskonar frásögn innan frásagnarinnar, viðsnúning, óvænta stefnu eða sögu sem liggur „á milli línanna“.
 
Í málstofunni verður rýnt í hönnun, ljósmyndir og fræðikenningar sem takast á við þessar „frásagnir í frásögninni“ og skoðað hvernig þær nýtast til að benda í óvæntar átti, hreyfa við fastmótuðu regluverki, stofna til umræðna eða búa til eitthvað nýtt.
 
Garðar Eyjólfsson er fagstjóri meistaranáms í hönnun. Hann stundaði nám í vöruhönnum í Central Saints Martins í London og kláraði MA-gráðu einni í hönnun frá Design Academu Eindhoven. Hann blandar saman samhengis, efnis- og frásagnarrannsóknum í verkum sínum sem leið til að kanna og þýða tíðaranda. Garðar vinnur jöfnum hönum að akademískum störfum og á vinnustofu að eigin verkefnum.
 
Marteinn Sindri Jónsson er aðjúnkt á fræðasviði við deild hönnunar- og arkitektúrs. Hann kláraði MA-gráðu í heimspeki árið 2017. Hann hefur starfað sem þýðandi, ritstjóri, heimspekingur, þáttagerðarmaður og tónlistarmaður.
 
 
 
Orkuhreyfingin
 
Umfjöllunarefnið er sýning okkar á Svavarssafni á Höfn í Hornafirði sem bar titilinn Orkuhreyfingin. Þar fengum við tækifæri til að rýna í verk Svavars Guðnasonar listmálara og setja fram í nýju samhengi út frá eigin verkum. Það að skoða okkar verk í samhengi við verk Svavars breytti sýn okkar á eigin verk. Lærdómur okkar frá Svavari um orkuhreyfingu í list varð að verkfæri til að skynja og skilja verk okkar á nýjan hátt en þar teljum við okkur hafa fundið samnefnara í verkum Svavars og okkar. Þessi sýning var í raun tilraun til að setja þennan skilning fram, þessa nýju frásögn. Það var von okkar að uppsetningin gæfi fólki nýja sýn á verk Svavars. Að gestir sýningarinnar skynjuðu verk hans á nýjan hátt út frá þeim áherslum sem við reyndum að draga fram, orkunni í verkum hans og hinni títt nefndu orkuhreyfingu.
 
Sýningin fór fram á Svavarssafni frá 2. júní – 24. október 2019. Sýningarstjóri var Hann Dís Whitehead
 
Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og stundakennari við LHÍ, og Rúna Thors, fagstjóri námsbrautar í vöruhönnun við LHÍ, sem saman mynda hönnunarteymið TOS, hafa unnið saman frá árinu 2011. Hildur er menntuð í myndlist og arkitektúr og Rúna í vöruhönnun og menningarmiðlun. Verk þeirra fela í sér rýmishönnun og innsetningar, vöruþróun og sýningarstjórn. Þær nálgast verkefni sín á tilraunakenndan hátt í gegnum samtal þar sem efnið og ferlið leiða þær áfram að nýrri þekkingu og formfræði.
 
 
 
„Félagslegt rafmagn” Hvernig listir mótast af félagslegum veruleika
 
Einstaklingar halda alla jafnan að þér séu bæði einstakir og frjálsir. Félagsfræði, sem fræðigrein, dregur aftur á móti upp aðra mynd af einstaklingum í samfélaginu. Þá mynd að einstaklingurinn er ekki eins frjáls og óháður eins og hann telur sér trú um, heldur stýrist hann og mótast af félagslegum formgerðum; sögu, menningu, hefðum, tækifærum og þeim kringumstæðum sem umlykja hann hverju sinni. Einstaklingar gera sér þó ekki endilega grein fyrir þessum félagslegu áhrifum þar sem þau eru oftast ósýnileg og því erfitt að festa fingur á þau. En það má líkja þessum ósýnilegu áhrifum samfélagsins við „félagslegt rafmagn” sem myndar einhvers konar neista (neistaflug) sem leiðir út í hina ýmsu kima samfélagsins og hefur þannig áhrif á einstaklinga og hópa, beint og óbeint í gegnum menningu, félagsnet og félagslega smitun. Í þessu 30 mínútna erindi mínu hyggst ég fjalla um hvernig listir – listsköpun, miðlun og viðtökur – byggja alltaf á einhvers konar félagslegum forsendum, sem endurspeglast í félagslegum tengslum, stemningu, siðvenjum og ákveðnum tíðaranda sem listamaðurinn er staðsettur í hverju sinni. Ég mun til að mynda fjalla um kenningar félagsfræðinga á borð við Howard Becker, Pierre Bourdieu, Nicholas Christakis, og Michael Farrell um hvernig listin verður aldrei til, eða flutt, í einhverju félagslegu tómarúmi, heldur hvernig hún mótast og birtist í gegnum félagsleg samskipti. Ég mun til dæmis taka fyrir dæmi af kvikmyndum, ljósmyndum, myndlist og tísku.
 
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, hefur í störfum sínum sem félagsfræðingur sérstaklega haft áhuga á hópum og myndun stemningar. Hann hefur sérstaklega skoðað íþróttalið í þessu samhengi en hefur í vaxandi mæli verið að færa sig yfir í að skoða og greina listir útfrá slíkri félagsfræðilegri nálgun. Viðar nálgast viðfangsefnin útfrá breiðari sviðum félagsfræði þekkingar, félagsfræði menningar og sjónrænni félagsfræði sem hann nýtir sér í rannsóknum sem og í kennslu við Háskóla Íslands.

 

Lykilfyrirlesarar / Keynote Speakers

Sérstakur gestur / Special Guest

Flýtileiðir

Nánari upplýsingar / contact info: 

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
olofhugrun [at] lhi.is