Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir starfandi kennara í grunn- og leikskólum og starfsmenn frístundaheimila.
 
Námskeiðið Listrænt ákall til náttúrunnar- LÁN veitir kennurum tækifæri til að þróa eigin starfskenningu með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þeir öðlast reynslu í að rýna í eigin kennslu sem þeir vinna við að aðlaga að áherslum sjálfbærnimenntunar. Markmið námskeiðisins er að styðja við kennara sem vilja prófa þverfagleg, fyrirbærafræðileg verkefni sem fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi hátt með aðferðum list og verkgreina. List- og verkgreinakennarar öðlist nýja sýn inn í málefni náttúrufræði. Náttúrufræðikennarar kynnist vinnuaðferðum lista og hönnunar. Lögð er áhersla á að kennarar byggi á fyrri reynslu og leiti leiða til að auka áhuga ungs fólks á náttúrufræðum og málefnum sjálfbærni.
 
Fjallað verður um hvernig hægt er að tengja list- og verkgreinar við náttúrufræði til að veita verkefnum meiri dýpt. Áhersla verður lögð á að hagnýta nálgun þar sem rýnt er samhliða í fræði og framkvæmd.  Verkefni námskeiðsins felast í framkvæmd á verkefnum út í skólum og félagsmiðstöðvum, kynningu á þeim auk þátttöku í jafningjamati.
 
Að loknu námskeiði geta þátttakendur:
- unnið verkefni sem tvinnar saman náttúrufræði og listir,
- tengt eigið starf við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,
- kynnt eigið verkefni sem unnið er á vettvangi,
- veitt jafningjarýni og tekið þátt í samtali um kennslu sem hefur það að markmiði að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
 
Kennslufyrirkomulag: Námskeiðið er skipulagt út frá fyrirlestrum á netinu, einstaklings eða hópverkefnum (teymi).
 
 
Námsmat: Virkni og verkefnaskil.
 
Kennari: Dr. Ásthildur B. Jónsdóttir.
 
Staður og stund: Fjarnámskeið
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Einingar: 5 ECTS.
 
Verð: 55.000 kr. með ECTS einingum.
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249