Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið fyrir þau sem hafa áhuga áð kynna sér sögu jazztónlistar.
 
Lýsing: Fjallað um þá heimssögulegu atburði sem tengdu saman evrópska og afríska menningarstauma á ókunnri strönd nýja heimsins um og fyrir aldamótin 1900. Síðan farið í gegnum jazzsöguna frá upphafi og til nútímans.
 
Megináhersla á helstu stílbrigði og áhrifamestu einstaklinga, einkum í gegnum hlustun. Tenging við þjóðfélagslega atburði eftir því sem við á á hverjum tíma. Áhersla á hlustun og tengingu spunatæknilegrar þekkingar nemenda við söguna og framvindu hennar.
 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að: 
 
· hafa yfirsýn yfir sögu jazztónlistar 
· hafa þekkingu á ólíkum tímabilum, stíbrigðum og lykileinstaklingum sögunnar 
· geta þekkt ólík tímabil, stíbrigði og lykileinstaklinga eftir heyrn 
· geta sett tónlistina í samhengi við þjóðfélagslega atburði og almenna mannkynssögu 
· geta tjáð sig af þekkingu og innsýn um jazztónlist 
· geta rökstutt eigin skoðanir á tónlistinni
 
Námsmat: Próf og ástundun.
 
Kennari: Sigurður Hjörtur Flosason.
 
Staður: Skipholt 31.
 
Stund
 
18.02.2020 15:00 - 16:40
25.02.2020 15:00 - 16:40
10.03.2020 15:00 - 16:40
17.03.2020 15:00 - 16:40
24.03.2020 15:00 - 16:40
31.03.2020 15:00 - 16:40
21.04.2020 15:00 - 16:40
28.04.2020 15:00 - 16:40
05.05.2020 15:00 - 16:40
12.05.2020 15:00 - 16:40
 
Tímabil: 18.febrúar - 12. maí 2020
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Bakkalárgráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is