Serbneski píanóleikarinn Dragana Teparić heldur masterklass í flyglasal tónlistardeildar LHÍ þann 7.janúar kl. 14:00.

Dragana lauk mastersprófi frá The Faculty of Music í Belgrade undir leiðsögn Nevena Popović og Vladimir Milošević. Hún hefur sérstaka tengingu við hljóðfæri sitt og flutningur hennar einkennist af mikilli ástríðu og einstökum karakter.

Tónlistarfræðingurinn Srđan Teparić mun ferðast með Dragana til landsins en hann heldur fyrirlestur í Tónskóla Sigursveins.
Dragana mun einnig halda fleiri erindi hér á landi og er dagskrá þeirra eftirfarandi:

4. janúar, kl. 13.00 - 14.30

Fyrirlestur Srđan Teparić í Tónskóla Sigursveins:

“Spatial-temporal Relations as Factors of Constructing the Narrative Structure

of the Textual Whole in the Example of the Song Die Darstellung Mariä im Tempel by

Paul Hindemith”.

4. janúar, kl. 16.00

Stuttir píanótónleikar Dragana Teparić í Tónskóla Sigursveins, fyrir yngri nemendur.

7. janúar kl. 14.00 - 16.00

Píanómasterklass Dragana Teparić í Flyglasal LHÍ

7. janúar kl. 19.00 - 21.00.

Píanómasterklass Dragana Teparić fyrir nemendur Tónskóla Sigursveins.

8. janúar kl. 20.00

Píanótónleikar Dragana Teparić í Hannesarholti