Nýverið birtist frétt á vefsíðu LHÍ þar sem fjallað var um tónlistarkonuna Gyðu Valtýsdóttur en hún hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í október.  

Fyrir fáeinum vikum hlaut síðan Hildur Guðnadóttir tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónsmíðar sínar í kvikmyndinni Joker. Myndin var frumsýnd síðastliðinn október og er tvímælalaust ein af stórmyndum ársins. Hildur hlaut einnig nýverið Emmy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl sem streymisveitan HBO gaf út fyrr á þessu ári og naut gríðarlegra vinsælda um allan heim.  
Anna S Þorvaldsdóttir hefur einnig notið gríðarlegrar velgengni, en hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir tónverkið Dreymi. 

Nú nýverið var plata Önnur S. Þorvaldsdóttur, Aequa, verið tilnefnd í flokki upptöku og hljóðblöndunnar en Daniel Shores stjórnaði upptökum og hljóðvinnslu.  

Bára Gísladóttir hlaut svo á síðasta ári verðlaun sem Léonie Sonning sjóðurinn veitir upprennandi tónskáldi, en Bára hlaut einnig nýverð verðlaun úr sjóði Carls Nielsen tónskálds og Anne Marie Carl-Nielsen myndlistakonu.   
Allar þessar afrekskonur tilheyra hópi íslenskra kventónskálda en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað nám við tónlistardeild LHÍ.  
 
Tónsmíðar hafa í gegnum aldirnar verið mjög karllægt fag þó hlutur kvenna og sýnileiki hafi aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum. Mun fleiri karlmenn hafa sótt nám tónsmíðabrautar tónlistardeildar LHÍ en konur. Hlutfall kvenna hefur þó yfirleitt verið umtalsvert þó enn sé nokkuð langt í land hvað jafnræði kynjanna varðar. Frá stofnun tónlistadeildar LHÍ árið 2001 hafa verið gefnar út samtals um 140 gráður í tónsmíðum ef bæði grunnnám og framhaldsnám er tekið saman.  Af þeim hafa alls 42 gráður verið veittar 40 konum. Þær eru því rúm 28% þeirra tónskálda sem deildin hefur útskrifað.  Þrátt fyrir að hafa verið í minnihluta hafa kventónskáldin samt átt síst minni  hlutdeild í hinni miklu útrás íslenskrar tónlistar undanfarin ár.  
 

Margar þeirra hafa sinnt fjölbreyttum störfum og verkefnum á sviði tónlistar bæði hérlendis og erlendis, stýrt samtökum sem styðja við íslenskt tónlistarfólk og helst af öllu haldið heiðri íslenskrar tónlistar gangandi með verkum sínum. Þær hafa fundið sér farveg í ýmsum stefnum og straumum tónlistar, allt frá klassík yfir í raf-, popp-, Jazz- og blústónlist. Sumar þeirra hófu nám á miðjum tónlistarferli sínum en þær Ragnhildur Gísladóttir og Margrét Kristin Blöndal, betur þekktar sem Ragga Gísla og Magga Stína, höfðu báðar verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í fjölda ára áður en þær hófu nám við tónlistardeild. Þá hafa nokkrar þeirra fundið sér farveg í raftónlist og sem dæmi má nefna Ingibjörgu Friðriksdóttur sem nú hefur nýlokið framhaldsnámi í raf- og tölvutónlist við Mills háskólann í Kaliforníu, en hún hefur nú þegar skapað sér nafn í heimi raftónlistar hérlendis og erlendis. Af þessum 40 konum eru margar þeirra sjálfstætt starfandi tónlistarkonur sem koma fram jafnt sem flytjendur og tónskáld. Þær Ólöf Helga Arnalds, Sóley Stefánsdóttir og Soffía Björg Óðinsdóttir eru meðal þeirra kvenna sem starfa undir eigin nafni sem höfundar og flytjendur. Enn aðrar hafa verið framarlega í félagsstörfum fyrir ýmis samtök á innan tónlistarinnar þar og ber fyrst og fremst að nefna Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem nú er formaður Tónskáldafélags Íslands 
fyrst kvenna, ásamt því að sinna tónsmíðum. 

Listaháskóli Íslands er ákaflega stoltur af öllum þessum sterku konum sem 
eru frábærar fyrirmyndir og ættu að vera öðrum konum hvatning til að sækja 
um nám á tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ. 

 

Hér að neðan eru nöfn kventónskáldanna 40 sem hafa lokið tónsmíðanámi LHÍ, ásamt tveimur öðrum sem hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir tónsköpun sína, þrátt fyrir að hafa útskrifast sem flytjendur: 

 

2004 

Anna Þorvaldsdóttir  

Gyða Valtýsdóttir (BMus I sellóleik) 

 
2005 

Hildur Guðnadóttir  

 
2006 

Ólöf Helga Arnalds  

2007 

Hafdís Bjarnadóttir  

María Huld Sigfúsdóttir Markan  

2008 

Mamíkó Dís Ragnarsdóttir  

Lydía Grétarsdóttir  

Ragnhildur Gísladóttir (2013 MMus) 

2009 

Helga Ragnarsdóttir  

Kristín Þóra Haraldsdóttir (BMus í víóluleik) 

2010 

Kristín Bergsdóttir  

Sóley Stefánsdóttir  
 
2011 

Arndís Hreiðarsdóttir  

Brynhildur Ingibjörg Oddsdóttir  

Erla Axelsdóttir  

Ingibjörg Erlingsdóttir  

Vala Gestsdóttir  

Þórunn Gréta Sigurðardóttir  
 
2013 

Ane Marie Madsen  

Bára Gísladóttir 

Guðný Valborg Guðmundsdóttir  

Herdís Stefánsdóttir  

Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir  

Lilja Björk Runólfsdóttir  

Margrét Kristín Blöndal  
 
2014 

Ásbjörg Jónsdóttir (2018 MA) 

Bergrún Snæbjörnsdóttir  

Soffía Björg Óðinsdóttir  

Þóra Björk Þórðardóttir  
 
2015 

Sigrún Jónsdóttir  

Sunna Rán Stefánsdóttir  

Vala S.G. Yates  

2016 

Hekla Magnúsdóttir  

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir  

Ragnheiður Erla Björnsdóttir  

Þórunn Maggý Kristjánsdóttir  

2017 

Arna Margrét Jónsdóttir  

Sigríður Eyþórsdóttir  

2018 

Birgit Djupedal  

Sohjung Park  

Veronique Jacques  
 
2019 

Hilma Kristín Sveinsdóttir  

Sofie Hornelund Meyer