Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja tileinka sér aðferðir spuna í skapandi tónlistarkennslu. Valnámskeið í meistaranámi. 
 
Lýsing: Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gert ráð fyrir að tónlistarnemendur spreyti sig á spuna og læri að útsetja og semja tónlist. Á námskeiðinu verða mismunandi aðferðir sem hægt er að beita við skapandi tónlistarnám skoðaðar. Spunaaðferðir sem nýta má í kennslu verða kynntar sem og leiðir til að útsetja og semja tónlist með nemendum á grunnstigi. 
 
Námskeiðið er í formi vinnustofu þar sem nemendur fá þjálfun í aðferðum tengdum skapandi tónlistarnámi. Vinnan fer fram í tveimur helgarlotum og nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum á milli vinnustofanna.  
 
Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 
  • hafa skilning og þekkingu á ólíkum leiðum að skapandi tónlistarnámi,
  • kunna skil á einföldum útsetningum og tónsmíðaaðferðum og geta beitt þeim við kennslu,
  • geta beitt spuna í kennslu.
Námsmat: Ástundun, virkni, verkefni 
Kennarar: Guðni Kjartan Franzson Marta Hrafnsdóttir, Elín Anna Ísaksdóttir
Staður og stund: Skipholt 31, kennt á mánudögum kl. 9:00-16:00
Tímasetningar: 13. febrúar til 6. mars 2023
Einingar: 2 ECTS
Forkröfur: Bakkalárgráða eða sambærilegt nám. Bakgrunnur í tónlist
Verð: 30.500 kr (án eininga) / 49.800 kr. (með einingum)
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri: karolinas [at] lhi.is
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Námskeiðið er kynnt með fyrirvara um óvæntar breytingar