Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra kennslufræði tónlistar í fjarnámi. Námskeiðið er grunnnámskeið (BA) í kennslufræði.
 
Lýsing: Námskeiðið er kennt í fjarnámi auk tveggja staðlota.
 
Námskeiðið er hluti af námsframboði sem er í þróun hjá tónlistardeild og er markmiðið að auka aðgengi tónlistarkennara að starfsþróunarmöguleikum óháð búsetu auk þess sem þau námskeið sem í boði verða munu geta mætt menntunarþörf þeirra tónlistarkennara sem hafa reynslu og færni af vettvangi en skortir formlega kennslufræðilega menntun.
 
Á námskeiðinu er starf tónlistarskólakennarans sett í samhengi við helstu námskenningar, námsmatsfræði, námskrár og kennsluhætti. Fjallað er um markmiðssetningu í námi, gerð kennsluáætlana og hæfniviðmiða. Fjallað er um nemendamiðað nám og fagmennsku í skólastarfi. 
 
Nemendur vinna ýmis konar verkefni út frá lesefni námskeiðsins og tengja við eigin starfsvettvang og reynslu. 
 
Námsmat: Verkefnavinna: lestrardagbók, umræðuþráður, skrifleg verkefni, ritgerð. Viðvera og virkni í staðlotum: umræður, kynningar á verkefnum (skriflegum og / eða verklegum), vinnustofur.
 
Kennari: Elín Anna Ísaksdóttir.
 
Staður: Skipholt 31.
 
Stund
 
Staðlotur eru tvær:
 
Staðlota I
18.-19. janúar
Laugardagur 9:00-17:00
Sunnudagur 9:00-15:00
 
Staðlota II
28.-29. mars
Laugardagur 
9:00-17:00
Sunnudagur
9:00-15:00
 
Tímabil: 18. janúar - 27. apríl, 2020.  
 
Einingar: 10 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 122.500 kr. (án eininga) / 153.000 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Nánari upplýsingar síðar.
 
Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is