Hin árlega keppni ungra einleikara fór fram í Kaldalóni dagana 25. og 26. október. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hljóðfæraleikarar flytja verk fyrir einleikara og hljómsveit í fullri lengd og söngvarar flytja einsöngsverk með hljómsveit, aríur eða ljóð að hámarki 25 mínútur. Dómnefnd velur síðan allt að fjóra þátttakendur sem koma fram á Eldborgarsviði í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í janúar.

Alls voru 20 keppendur í ár sem fluttu fjölbreytt verk frá ýmsum tímabilum. Í dómnefnd sátu fjórir þaulreyndir tónlistarmenn en það voru þau Sigrún Eðvaldsóttir fiðluleikari og formaður dómnefndar, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Signý Sæmundsdóttir söngkona og píanóleikarinn Richard Simm

Þátttakendur voru afar efnilegir að vanda og dómnefndin hefur nú valið eftirfarandi einleikara til þess að koma fram með hljómsveitinni í Eldborg í janúar.

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla
Flemming Viðar Valmundsson, harmonikka
Gunnar Kristinn Óskarsson, trompet
Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflauta

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir þátttökunu ásamt dómnefndinni fyrir vel unnin störf.

 

Sigurvegarar í keppninni Ungir einleikarar

2019
Guðbjartur Hákonarson, fiðla
Harpa Ósk Björnsdóttir, söngur
Hjörtur Páll Eggertsson, selló
Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngur

2018
Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla
Bryndís Guðjónsdóttir, söngur
Guðmundur Andri Ólafsson, horn
Romain Þór Denuit, píanó

2017
Auður Edda Erlendsdóttir, klarinett,
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló
Jóna G. Kolbrúnardóttir, söngur

2016 
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngur
Ragnar Jónsson, selló
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta
Jónas Ásgeirsson, harmóníkka 

2015 
Baldvin Oddsson, trompet
Erna Arnardóttir, píanó
Lilja Ásmundsdóttir, píanó
Steiney Sigurðardóttir, selló

2014 
Sölvi Kolbeinsson, saxófónn
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínetta
Björg Brjánsdóttir, flauta
Rannveig Marta Sarc, fiðla

2013 
Einar Bjartur Egilsson, píanó
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Unnsteinn Árnason, söngur
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

2012
Crissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðla
Elín Arnardóttir, píanó
Hrafnhildur Árnadóttir, söngur
Ísak Ríkharðsson, fiðla

2011 
Andri Björn Róbertsson, söngur 
Birgir Þórisson, píanó
Jane Ade Sutarjo, píanó

2010 
Helga Svala Sigurðardóttir, flauta
Matthías Sigurðsson, klarínetta
Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld
Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld

2009 
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðla
Hulda Jónsdóttir, fiðla
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, söngur

2008 
Theresa Bokany, fiðla
Joakim Páll Palomares, fiðla
Arngunnur Árnadóttir, klarínetta
Hákon Bjarnason, píanó

2007
Egill Árni Pálsson, söngur
Grímur Helgason, klarinett
Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla

2006 
Jóhann Nardeau, trompet
Júlía Mogensen, selló
Guðný Jónasdóttir, selló
Gunnhildur Daðadóttir, fiðla

2005 
Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
Sólveig Samúelsdóttir, sópran

2004 
Melkorka Ólafsdóttir, flauta
Gyða Valtýsdóttir, selló
Helga Björgvinsdóttir, fiðla
Ingrid Karlsdóttir, fiðla