Einkasýning Alexanders Hugo Gunnarssonar opnar fimmtudaginn 24. október kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Skynkvika

Auditory roughness (skynkvika) er skilgreint sem einn eiginleiki tónblæs og segir til um styrk hljóðbylgna. Þessi eiginleiki kemur aðeins fram þegar að hljóðbylgju er veitt viðnám og hún kemst úr jafnvægi. Ástæðan fyrir því að þessi tilteknu hljóð eru kölluð hrjúf er dregin frá þeirri líffræðilegu ástæðu hvernig eyrað túlkar hljóðið.

Þegar að heilanum berst boð frá eyrum um þessar hljóðbylgjur kviknar á þeirri stöð heilans sem lætur líkaman þinn vita að hræðslu stafar af einhverju í umhverfinu. Þennan hrjúfleika er hægt að finna í mannsöskrum og sérstökum mótor drifnum sírenum. Bæði fyrrnefndu fyrirbærin mynda hljóð út frá því að blása lofti og hafa áhrif á hreyfingu þess.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist