Píanóleikarinn Vladimir Stoupel hefur vakið athygli fyrir sína blæbrigða- og tilfinningaríku túlkun.
Hann hefur m.a. komið fram með Berlínarfílharmóníunni, hljómsveitinni í Konzerthaus Berlín, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig, Bæversku útvarpshljóm-sveitinni og Útvarpshljómsveit Berlínar.

Tímaritið Washington Post hefur lofað hann fyrir tjáningaríka túlkun og Der Tagesspiegel Berlin hefur lýst flutningi hans sem „heillandi og stemningsríkum”.  
Tímaritið Frankfurter Allgemeine Zeitung lýsti einleikstónleikum hans sem „ógleymanlegum”. 

 

Efnisskrá: 

Franz Schubert (1797-1828) 
Wanderer-fantasía op. 15 

Erwin Schulhoff (1894-1942) 
Svíta nr. 3 fyrir vinstri handar píanó (1926) 
Preludio - Air - Zingara - Improvisazione - Finale 

- Hlé -  

Dmítríj Shostakovítsj (1906-1975) 
Sónata nr. 2 í h-moll op. 61 (1943) 
Allegretto - Largo - Moderato con moto

———————————————————

Vladimir mun halda opinn masterclass  
í Flyglasal LHÍ, Skipholti 31 á laugardaginn  
12. október kl.15.