Ræktun
Ragnar Freyr, Sneiðmynd 2019

Ragnar Freyr dósent við námsbraut í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og grafískur hönnuður hélt hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd miðvikudaginn 18. september síðastliðinn klukkan 12:15. Fyrirlesturinn fer fram í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar, Þverholti 11.
Ragnar er menntaður í hönnun og kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Samhliða því að kenna við Listaháskólann vinnur Ragnar sem sjálfstætt starfandi hönnuður.
Ragnar hefur sérhæft sig í hönnun fyrir stafræna miðla með íslenskum og erlendum fyrirtækjum í tæknigeiranum en finnur persónulegri verkefnum oft farveg í gegnum prentmiðlana. Í fyrirlestri sínum mun Ragnar fjalla um upphaf ferilsins, ýmis verk, erfiðleika, köllunina, hugann og framtíðarsýn.
 
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fyrirlestrinum: