Á þessu ári er listkennsludeild að fara í gegnum sitt annað sjálfsmat. Allir háskólar fara í gegnum sambærilegt stofnanamat og síðan er sjálfsmat hverrar deildar á fimm ára fresti.
 
Matsnefndina skipa þau: Guðbjörg. R. Jóhannesdóttir, Ingimar Ó. Waage, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Kristín Valsdóttir.
 
Á heimasíðu Rannís stendur eftirfarandi:
Gæðaráðið hefur sett fram rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework) og birt í sérstakri handbók. Kveður rammaáætlun á um að á fimm ára tímabili skuli fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi. Felst matið annars vegar í innra mati (sjálfsmati) háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólunum.
 
Í tengslum við innra mat deildarinnar bauð deildin einstaklingum úr eftirfarandi hópum: stundakennara, hagaðila (stakeholders), hollnema og einnig starfsmanna stoðsviða LHÍ að eiga við okkur samtal um þeirra reynslu og sýn á starfsemi deildarinnar. Það að fá utanaðkomandi auga skerpir sýn og varpar nýju og öðru sjónarhorni á starfsemi sem starfsmenn eru óaðskiljanlegur hluti af. Að auki fór fram viðamikil könnun á vegum hollnema og stuðst var við gögn frá vinnufundi núverandi nemenda sem kallað var til af nemendaformanni vegna sjálfsmatsins.
 
Utanaðkomandi matsaðili listkennsludeildar er Doret de Ruyter, prófessor í heimspeki menntunar við University of Humanistic Studies í Utrecht í Hollandi. Doret heimsótti listkennsludeild og fundaði með viðeigandi aðilum dagana 5. og 6. september 2019. Fundirnir fóru fram í LHÍ Laugarnesi.
 
20190909_124545.jpg
 

Ingimar Ólafsson Waage, Doret de Ruyter, Guðbjörg. R. Jóhannesdóttir, Kristín Valsdóttir og Hulda Stefánsdóttir (fulltrúi sviðs gæða, kennslu og rannsókna LHÍ). Á myndina vantar Jóhönnu Ásgeirsdóttur, fulltrúa nemenda í matsnefndinni.