Uppskeru úr hljóðkúrsinum Sounds of Nature sem kenndur var við tónlistardeild LHÍ vorið 2019 má nú nálgast á SoundCloud.

Kennarar í námskeiðinu voru tónskáldin Mikael Lind og Hafdís Bjarnadóttir en námskeiðið fór fram að hluta til í Reykjavík og að hluta utan höfuðborgarsvæðisins, við aðstæður þar sem nemendur höfðu greiðan aðgang að óspilltri náttúru og gátu upplifað og safnað hljóðum eða tónefni. Úr tónefninu unnu nemendur sem komu af ýmsum brautum tónlistardeildar spennandi hljóðverk af ólíkum toga.

Höfundar hljóðverkanna eru Arnold Ludvig, Eðvarð EgilssonKári SigurðssonKurt Uenala, Páll Cecil Sævarsson, Rósa Björg Ásgeirsdóttir og Steinunn Björg Ólafsdóttir. Njótið vel.