Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum og kennurum sem hafa hug á því að læra hagnýtar aðferðir í rytmaspuna og kroppaklappi. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Á námskeiðinu verður fjallað um tónlist í menningarlegu samhengi. Megináhersla verður lögð á slagverkshljóðfæri og rytmavinnu. Farið verður í mismunandi aðferðir við kroppaklapp (bodypercussion) og hvernig má nota það sem leið að rytmaspuna. Einnig verður skoðuð spilatækni og farið yfir heiti ýmissa slagverkshljóðfæra og nemendur leiddir áfram í samspili og rytmavinnu.
 
Námsmat: Vinnuframlag í tímum, útsetning fyrir slagverk og tónleikar.
 
Kennari: Kristín Valsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar og fimmtudagar  kl: 13.00-15.50.
 
Tímabil: 19. september- 3. október 2019.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249