What do you want to find?
Sigrún Guðmundsdóttir
Vetrarlist á norðurslóðum
Snjóskúlptúr og kennslufræðileg nálgun
Mér er mjög annt um listir og hvernig við uppgötvum heiminn í gegnum listir. Ég valdi að vinna meistaraverkefni þar sem ég skoða þá möguleika sem listir bjóða upp á í útinámi fyrir elstu grunnskólanemendur. Það er mjög spennandi verkefni að finna leiðir til að kenna listir og vera í leiðinni að innleiða sjálfbærnismenntun í kennsluna.
Meistaraverkefni mitt framkvæmdi ég í Lapplandsháskólanum Ulapland í Rovaniemi Finnlandi. Ég lærði fræðimennskuna og hina ýmsu kennsluaðferðir í liskennsludeild listaháskólanum hjá yndislegum kennurum. Síðan fór ég í skiptinám til Rovaniemi. Þetta var mjög góð ákvörðun og fékk ég mikið úr báðum skólunum.
Verkefnið snérist um vetrarlistir á Norðurslóðum þar sem ég skrifaði um reynslu mína í snjóskúlptúrgerð á námskeið hjá umhverfislistamanninum Antti Stöckell.
Við fórum til Kuusamo í Finnlandi nálægt Rússnesku landamærunum í byrjun árs og unnum samvinnuverkefni með Kuusamo ljósmyndaskólanum. Nemendur í Lapplandsháskóla höfðu fengið verkefni að hanna snókúlptúr og framkvæma verkið á einni viku. Það tókst mjög vel að vinna úr leirmódelinu og með tæknilegri leiðsögn kennara um hvernig við nýtum snjó sem efnivið í listsköpun. Það tókst mjög vel að gera snjóskúlptúr sem varð rúmlega sjö metra langur í spíral formi og alls konar formum.
Markmiðið með slíku kennsluverkefni er að nemendur séu færari í að skynja og horfa á snjó sem leir eða efni til að vinna með list og þar með opna augun fyrir öðrum náttúrulegum efnum sem hægt væri að skapa listaverk úr. Verkefnið mitt fólst í því að taka þátt og gera leiðbeiningar fyrir slíkt verkefni sem hægt væri að framkvæma á Íslandi. Þessi kennsluaðferð snertir á nokkra flöti eins og samvinnu, sjálfbærnismenntun og uppgötvunarnám Bruners.


Sigrún Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi: Dr. Ásthildur Björg Jónsdóttir
2019