Rúna Thors, fagtjóri námsbrautar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýnir á sumarsýningu Svavarssafns.

 
Sjómannadaginn 2. júní síðastliðinn opnaði sumarsýning Svavarssafns sem ber titilinn „Orkuhreyfingin.“ Svavarssafn eða Listasafn Svavars Guðnasonar opnaði sumarið 2011 og er staðsett í Ráðhúsi Hornafjarðar.
Á sýningunni „Orkuhreyfingin“ verða sýnd verk eftir Rúnu Thors, fagstjóra námsbrautar í vöruhönnun við Listaháskólann, Hildi Steinþórsdóttur og Svavar Guðnason. Sýningarstjóri er Hanna Dís Whitehead.
 
Á Facebook viðburði sýningarinnar segir:
Tengsl manna við náttúruna eru margs konar og mismikil. Náttúran býr yfir mikilli orku og er kvik. Hún stöðvast aldrei, vötn streyma, fuglar svífa, jöklar hörfa, aldan rís og hnígur, vindarnir færa allt til og undir því sem augað sér eru aflmiklar hræringar.

Sýningin er opin til 2. október 2019.

Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir frá sýningunni, titilmynd fréttarinnar sýnir verk Rúnu.