Einstaklingsverkefni Sólbjartar Sigurðardóttur af samtímadansbraut, í samstarfi við Hatara, verður flutt í Gamla Bíó þann 23. maí.

 
Sólbjört hannar kóreógrafíu dansara á tónleikasviði með Hatara ásamt dönsurunum Ástrós Guðjónsdóttur og Andrean Sigurgeirssyni.
Rannsóknarefni Sólbjartar er kvendansarar í Hatara og hlutverk þeirra á tónleikum.
 
Hatari fagnar hruni siðmenningarinnar eftir eldskírn á altari evrópskra sjónvarpsstöðva. Hatari selur sál sína enn á ný með söluvænum heimkomutónleikum í Gamla bíó.
Hatari býður þjóðinni að umfaðma endalokin dansandi, enda lífið tilgangslaust. Dansið eða deyið.
 
Í námskeiðinu Einstaklingsverkefni velur nemandinn sér sjálfur viðfangsefni og aðferð. Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.  Nemendur vinna að loka rannsakandi greinargerð samhliða verkinu sem sýnir hæfni þeirra í akademískum vinnubrögðum, heimildaleit og úrvinnslu sem nýtist til greiningar á vinnuferli þeirra og sköpun.  Námskeiðið endar á opinni sýningu á verkinu með áhorfendum og skilum á greinargerð.