Upptaka af fyrirlestri Garðars Eyjólfssonar Barbara, a Tale of Transformation

Garðar Eyjólfsson er dósent og fagstjóri MA náms í hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Garðar útskrifaðist með bakkalárgráðu í vöruhönnun frá Central Saint Martins í London og með meistaragráðu í Samhengisfræðilegri hönnun (Contextual Design) frá Hönnunar Akademíunni í Eindhoven. Hann hélt fyrirlestur í mars um rannsóknir sínar og verkefni. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fyrirlestrinum. 
Þar sýndi, flutt og ræddi Garðar brot úr völdum rannsóknarverkefnum sem hann hefur verið að vinna í að undanförnu Í þessum verkefnum nýtir hann sér frásagnir sem leið til að kanna tengsl raunverulegra og mögulegra sambanda í okkar daglega lífi.
 
Myndefnið hér að ofan kemur úr stuttmyndinni „Barbara“. Stuttmyndin, sem gengur út á vangaveltur um þróun hönnunar í náinni framtíð, sýnir brot úr lífi Barböru frá því að hún er níu ára þar til hún verður tuttugu og sex ára. „Barbara“ er saga af umbreytingu, tilraun til að rannsaka mögulega raunveruleika framtíðarinnar. Íhuga og fagna þeim fögru möguleikum sem felast í samtvinningu mannsins, tækni, menningar og umhverfis. Brot og birtingarmyndir úr rannsókninni „Barbara“ munu skjóta upp kollinum hér og þar í (ó)fyrirsjáanlegri framtíð, þar sem ólík snið, ólíkir fletir og miðlar verða kannaðir. 
Í verkum sínum blandar Garðar samhengis, efnislegum og frásagnartengdum rannsóknum með það að sjónarmiði að rannsaka og skilja málefni tengd tíðarandanum (e. zeitgeist topics). Hann nýtir ólíka miðla til að koma rannsóknum sínum á framfæri, allt frá hlutum, rýmum, verkfærum, vangaveltum, myndböndum, gjörningum, tali og skrifum.
Garðar vinnur jöfnum höndum að akademískum störfum, og á vinnustofu að eigin verkefnum, sem geta verið allt frá því að þróa eigin verkefni, sýningarstjórn, veita ráðgjöf á opinberum vettvangi og í einkageiranum og að því að verkefnastýra verkefnum og halda vinnustofur. Garðar skrifar jafnframt í ýmis útgefin rit og tekur þátt í opinberum umræðum, oft í fyrirlestraformi eða í formi umræðna á ráðstefnum, málstofum og í útvarpi.