Laugardaginn 11. maí 2019 stendur listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir útskriftarviðburði í Menningarhúsunum í Kópavogi.

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð LHÍ og þar kynna verðandi listgreinakennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Dagskráin er spennandi en í boði verða margskonar erindi, tónlistarflutningur og fjölbreyttar smiðjur fyrir alla fjölskylduna!
 
Dagskrá stendur frá 10.30-16.30 í Gerðarsafni og er öllu fólki opin, börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin. 
 
 
Útskriftarnemendur:
 
Andrea Magdalena Jónsdóttir
Ásgeir Jón Ásgeirsson
Ásta Vilhjálmsdóttir
Elín Helena Evertsdóttir
Emelía Antonsdóttir Crivello
Fríða María Harðardóttir
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir