Einn af hápunktum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík er Upptakturinn þar sem ungu fólki er gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.  Tónlistardeild LHÍ hefur undanfarin ár verið samstarfsaðili Upptaktsins og hafa nokkrir nemendur tónsmíðabrautar og skapandi tónlistarmiðlunar tekið virkan þátt í undirbúningi Upptaktsins að þessu sinni. Tónsmíðanemendur deildarinnar gegna þar hlutverki tónsmíðakennara hinna ungu þátttakenda og aðstoða þá við að ganga frá verkum sínum til frumflutnings.  Nemendur skapandi tónlistarmiðlunar sáu svo um að hrista saman nemendahópinn með skemmtilegum og fjölbreyttum tónsmiðjum.  

Tónleikar fara fram í Silfurbergi, Hörpu, þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:30

Umsjón með verkefninu var í höndum þeirra Tryggva M. Baldvinssonar, forseta tónlistardeildar og Gunnars Ben, dósent og fagstjóra í skapandi tónlistarmiðlun.

Efnisskrá:

Jú víst!
Lára Rún Eggertsdóttir 10 ára
Laugarnesskóli

Tannkremsverkmiðja Jóa
Tómas Bogi Bjarnason 12 ára
Háaleitisskóli

Konfekt
Jökull Jónsson 12 ára
Melaskóli

Rússneskur sjómannadans
Hörður Kristinsson 10 ára
Mýrarhúsaskóli

I’m Taking It Back
Birna Berg Bjarnadóttir 15 ára og Birgir Bragi Gunnþórsson 14 ára
Garðaskóli

alone at home
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir 15 ára
Foldaskóli

Hugljúfur tregi
Ólöf Kristín Árnadóttir 12 ára
Hólabrekkuskóli

Hinsta óskin
Guðný Salvör Hannesdóttir 15 ára
Laugalandsskóli í Holtum

Ég rata um heiminn
Patryk Edel 15 ára
Grunnskóli Reyðarfjarðar

Þrællinn
Matthías Atlason 10 ára
Háteigsskóli

Njóttu
Róbert Nökkvi Jörgensson 12 ára
Vopnafjarðarskóli

Minning
Snæbjartur Sölvi Kjartansson 12 ára
Melaskóli

In a Trance
Birgir Bragi Gunnþórsson 14 ára
Garðaskóli

Tónskáld og leiðbeinendur í vinnusmiðjum
Andrés Þór Þorvarðarson
Árni Freyr Jónsson
Gunnhildur Birgisdóttir
Íris Ragnhildardóttir
Katrín Helga Ólafsdóttir
Oddur Örn Ólafsson
Magni Freyr Þórisson
Helena Guðjónsdóttir
Saidhbhe Emily Canning
Ylfa Marín Haraldsdóttir
Sigurlaug Björnsdóttir
Tryggvi Þór Skarphéðinsson

Verkefnastjóri: Elfa Lilja Gísladóttir

Hljóðfæraleikarar 
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðla
Herdís Anna Jónsdóttir, víóla
Bryndís Björgvinsdóttir, selló
Gunnlaugur Torfi Stefánsson, bassi
Grímur Helgason, klarinett
Helga Björg Arnardóttir, klarinett
Kristján Hrannar Pálsson, píanó
Sigurður Ingi Einarsson, slagverk
Árni Freyr Jónsson, gítar
Sigurlaug Björnsdóttir, flauta

Auk þess munu þjóðþekktir söngvarar koma fram.