Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson og Julie Mölgaard Jensen, nemendur á 3. ári í fatahönnun stóðu uppi sem sigurvegarar í hönnunarsamkeppni 66°Norður og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands um útfærslu á klassísku húfukollu fyrirtækisins. Vinningstillagan verður sýnd ásamt öðrum verkum í verslun 66°Norður á Laugarvegi á Hönnunarmars.
 
Í 2. sæti var Freyja Maria Cabrera og 3. sæti hlaut Sigtýr Ægir Kárason en þau eru nemendur á 1. ári í grafískri hönnun.
 
Dómnefnd var skipuð þeim Garðari Eyjólfssyni fagstjóra meistaranáms í hönnun LHÍ, Sæunni Huld Þórðardóttur fatahönnuði 66°Norður og Guðrúnu Harðardóttur útstillingahönnuði 66°Norður.
 
Mikil ánægja var með innsend verk sem voru fjölbreytt og margar útfærslurnar virkilega skemmtilegar.
 
1. sæti hlýtur 200.000 kr. inneign í verslunum 66°Norður.
2. sæti hlýtur 150.000 kr. inneign í verslunum 66°Norður.
3. sæti hlýtur 100.000 kr. inneign í verslunum 66°Norður.
 
Við notum tækifærið og þökkum öllum þeim sem tóku þátt í keppninni kærlega fyrir og óskum sigurvegurunum til hamingju!