Nú hefur hulunni verið svipt af Mottumarssokunum en eins og kynnt var í nóvember síðastliðnum þá eru sokkarnir hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.
 
Litríkir karakterar prýða sokkana í ár, bleikir og grænir.
 
Þessir glaðlegu Mottumarssokkar verða seldir 1.-15. mars til styrktar starfsemi Krabbameinsfélagsins.
 
Listaháskólinn þakkar Krabbameinsfélaginu ánægjulegt samstarf og óskum þeim velfarnaðar í fjáröflunar- og árveknisátak þeirra í þágu karla og krabbameina.