Tilkynnt var um úthlutun úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna þann 7. mars síðastliðinn. Alls bárust sjóðnum 154 umsóknir en 59 verkefni hlutu styrk.

Af þeim 59 verkefnum sem hlutu styrk eru 5 frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Þessir styrkir munu gefa nemendum deildarinnar kost á að stunda rannsóknir á sviði hönnunar og lista næsta sumar. Rannsóknirnar snerta á ýmsum þáttum er varða hönnun og byggja mörg hver á þverfaglegum nálgunum.

 

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru eftirfarandi: 

  • Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum. Leiðbeinandi: Katrín María Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun
  • Ásýnd íslenskrar kvennabaráttu. Leiðbeinendur eru Anna Dröfn Ágústsdóttir fagstjóri fræða og Lóa Auðunsdóttir lektor í grafískri hönnun
  • Tækninýjungum á sviði sjónrænnar miðlunar og upplifunarhönnunar beitt við gerð náms – og lestrarefnis grunnskólabarna. Leiðbeinandi er Samuel Rees aðjúnkt í grafískri hönnun.
  • Möguleikar melgresis. Leiðbeinendur eru Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun og Rúna Thors fagstjóri í vöruhönnun og Magnús Hrafn Jóhannsson sviðsstjóra þróunarsviðs hjá Landgræðslu Ríkisins
  • Undir berum himni – möguleikar íslenskra berja. Leiðbeinendur eru Rúna Thors fagstjóri í vöruhönnun og Hrönn G. Guðmundsdóttu umhverfisfræðingur og starfandi forstöðumaður Rannsóknarstöðinnar Rif á Raufarhöfn.

 

Þetta má teljast mjög góður árangur nemenda og kennara frá Hönnunar- og arkitektúrdeild og spennandi verður að fylgjast með þessum fjölbreyttu rannsóknarverkefnum á sviði hönnunar.

Hönnunar – og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands óskar kennurum og nemendum innilega til hamingju með styrkveitinguna!