Nemandi myndlistardeildar, Klemens Hannigan, er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Hatari ásamt þeim Matthíasi Tryggva Haraldssyni, fyrrum nemanda sviðslistadeildar og Einari Stefánssyni.

Hljómsveitin Hatari keppir um þessar mundir í forkeppni Eurovision, sönglagakeppni evrópska sjónvarpsstöðva. Keppnin mun fara fram í Tel Aviv í Ísrael í maí en mikið hefur verið deilt um þátttöku Íslands í keppninni þetta árið. Nemendur og starfsfólk myndlistardeildar munu fylgjast spennt með úrslitakvöldi forkeppninnar á RÚV sem fer fram laugardaginn 2. mars.

Hér er þeirra framlag til keppninnar: Hatrið mun sigra

Mynd: Magnús Andersen