Tveir lykilfyrirlesarar verða á Hugarflugi í ár. Þetta eru þær Sigríður Þorgeirsdóttir og Rebecca Hilton. 
 

Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, er annar lykilfyrirlesara Hugarflugs 2019.

 
Flytur hún erindi sitt Að verða byrjendur aftur í heimspeki: Líkamleg, gagnrýnin hugsun  föstudaginn 15. febrúar kl. 9.15-10.15 í húsnæði LHÍ, Laugarnesvegi 91, í fyrirlestrarsal. 
 
Sigríður Þorgeirsdóttir hefur kennt við HÍ, Helsinki háskóla, háskólann í Rostock í Þýskalandi, og er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. 
 
Hún lærði heimspeki í Boston og í Berlín þaðan sem hún lauk doktorsprófi um heimspeki Nietzsches. Hún hefur gefið út bækur um heimspeki Nietzsches, Beauvoir, Arendt, auk þess að gefa m.a. út greinarsöfn um femíníska heimspeki og kvenheimspekinga. Sigríður hefur enn fremur fjallað um heimspeki listarinnar og hefur sóst eftir samtali við listamenn – enda er hún þeirrar skoðunar að skapandi heimspekileg hugsun sé forsenda allra fræðigreina. 
 
Meðal síðustu bóka Sigríðar eru Nietzsche als Kritiker und Denker der Transformation (de Grutyer 2016) sem hún ritstýrði ásamt Helmut Heit, Calendar of Women Philosophers (Philosophy Documentation Center 2018) sem hún ritstýrði, og nú er væntanleg Women in the History of Philosophy: Methodological Reflections, (Springer 2019) sem hún ritstýrir ásamt Ruth Hagengruber. Um þessar mundir er Sigríður að skrifa bók um heimspeki Luce Irgaray um að verða aftur byrjendur í heimspeki. 
 
hi_portrett_2016_1.jpeg
 

 

Rebecca Hilton, Professor of Choreography in the profile area Site, Event, Encounter at the Stockholm University of the Arts, is one of the keynote speakers at Hugarflug 2019.

 
Rebecca's lecture, I REMEMBER WHEN I WAS YOU - Situating an Embodied Practice, takes place on Saturday 16th at 10-11am in IUA Laugarnesvegur 91, in the Lecture room. 
 
Rebecca Hilton Biography 
 
“I’m an Australian born dance person living in Stockholm. My research practices incorporate dancing, performing, choreographing, conversing and writing. At the Stockholm University of the Arts, as Professor in Choreography for the research area Site Event Encounter, I am working on GROUPNESS, series of experiments researching relationships between embodied practices, oral traditions and choreographic systems. I work in environments including universities, hospitals, community based organisations, friendship circles and family groups. Currently I am an artistic researcher in residence at Malarbacken, (Sweden's largest elder care centre) as part of DoBra (Good Death), a scientific research project orchestrated by the Karolinska Institute. DoBra is a decade-long, nation-wide research program exploring relationships to death and dying in Sweden.”