Útdrættir allra erinda 

Abstracts from all presentations

 

Ágrip af helgisögum moldarinnar

Artaud á Norður-Ítalíu 1990-2010

Atli Ingólfsson, tónskáld, prófessor. 
 
Umfjöllun með dæmum um nokkur afsprengi artódísks leikhúss á Ítalíu og tengsl þess við tónleikhús. Hugmyndir og leikhús Societas Raffaello Sanzio hópsins verður fyrirferðarmest, en jafnframt nefnd til sögunnar önnur áhugaverð dæmi um líkamlegt leikhús. Ekki verður síst staldrað við sjónarhornið á röddina og birtingarmynd raddarinnar í þessum dæmum. Fyrirlesturinn byggir á skoðun stuttra myndskeiða frá sýningum ítölsku hópanna og hugleiðingum út frá þeim. Einnig verður sett á svið eitt stutt atriði úr óperu Atla, Njáls sögu, sem tengist umræðuefninu beint.
 
Atli Ingólfsson er prófessor í tónsmíðum við LHÍ. Hann bjó lengi á Ítalíu og kynntist þar starfi framsækinna leikhópa. Hann hefur samið þrjú tónleikhúsverk sem sviðsett hafa verið og hefur hann leikstýrt einu þeirra. Hann viðurkennir fúslega að sýningar Societas Raffaello Sanzio, auk þess að móta sýn hans á leikhúsið, höfðu talsverð áhrif á tónlist hans almennt. Ber þar helst að nefna þá tilfinningu fyrir svæðinu handan tungumálsins sem full meðvitund um líkamlega tilveru okkar felur í sér.
 

Bonito Accidente

The nature of bodies in the process of becoming

Erna Gunnarsdóttir, Mert Kocadayi, Felix Urbina Alejandre.
 
Bonito Accidente (work in progress) Is a dance performance and a music installation that reflects on the potential of the body to become and to transform. Specifically, it aims to reflect on the different physical appearances that we take as we undergo changes, and to explore the underlining identity and nature of the process of becoming.
 
In our everyday life we face different impulses and constraints that shape the ways in which we present ourselves to society. Our bodies are as well reflections of our life experiences, personality and history, and the way we are read is always subject to the context and the nature of the beholder. It is fair then to state that the self is a multilayered, ever changing entity, and the ways we are understood are always subject to the present moment; always arriving to shape and leaving shape, always becoming.
 
In Bonito Accidente we use dance, improvisation and music to find and magnify the underlying identity of the self as it embodies change. Mainly, we wish to explore musical and movement situations where form seems to arrive to meaning, but then unfolds into different states without landing in an identifiable ground. It is an exploration on the grey areas of being; the different bodies we are as we aim to become something else.
 
The dance performance uses set material, repetition and improvisation and presents different movement languages, styles and situations. The original music, composed by Mert Kocadayi, is a set of studies on the Fantasia form, and uses both electronic and contemporary arrangements: "a compressed catalog of memories tied to each other, represented with various ideas and irregularities".
 
Erna Gunnarsdóttir is a dancer and performer from Iceland. She studied Dance in the Iceland Academy of Arts, Amsterdam University of the Arts and JSB Art School of Dance. Erna has worked with various choreographers and artists including Erna Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Brogan Davison, Athanasia Kanellopoulou and Eleonore Lachky. She is currently a member of Íslenski dansflokkurinn for the season 2018/2019.
 
Mert Kocadayi was born in Izmir, Turkey. He started his music career in 2002 at Izmir Music & Fine Arts High School as a viola student, and later on began his composition studies. His education includes the Bilkent University’s Faculty of Music and Performing Arts, Theory and Composition Department in Ankara, Turkey, and Mozarteum University’s Department of Composition in Salzburg, Austria. Apart from his academic studies on new music, he has also composed electronic/electroacoustic music for art performances, short films, museum installations and award winning animations.
 
Felix Urbina Alejandre is a dancer and performer from Mexico. He graduated from SEAD (Salzburg Experimental Academy of Dance) from both undergraduate and postgraduate programs, working with different international choreographers and performing in different venues and festivals worldwide. As a freelancer he has collaborated for projects with Inside the Body, Needcompany, and different festivals in Salzburg. He is currently a member of Íslenski dansflokkurinn for the season 2018/2019.
 

Citizenship Pedagogy: 

Building collaboration and activism into architectural curricula

Massimo Santanicchia, Associate Professor and Program Director in Architecture.
 
Today’s society confronts us with complex systemic questions -wicked problems- whose solutions can only be found in a paradigm shift and collaborative practices. This lecture investigates the notion of citizenship as a fundamental pedagogical tool to face the wicked problems. It asks the question of how can citizenship be used in architectural education specifically in the design studios to foster the much needed paradign shift to face the wicked problems?  
 
Citizenship is about caring for the common good, it is about social institutions, it is about engagement and participation in political communities. Citizenship gives students strenght to ignite ideas and also to foster the courage to pursue them beyond the classroom.
Architecture’s desire to engage with the wicked problems is partly what makes it such a compelling field of thought and practice. But is architecture education using the right instruments to address and engage with the crisis? The design studio remains still today central to every school of architecture. It is therefore important to ask whether the studio can contribute to raise citizenship and preparing future architects to become agents of transformation. This question will be answered by looking into different schools of architecture across the Nordic Baltic region. 
 
Massimo Santanicchia is an architect, urbanist, planner, associate professor and program director in architecture at the Iceland University of the Arts IUA in Reykjavik.Massimo graduate in architetture from Istituto Universitario di Architettura di Venezia IUAV in 2000. In 2002 he received his MA from Architectural Association AA in Housing and Urbanism, and in 2011 a MSc in Regional and Urban Planning Studies from London School of Economics LSE.
 
Massimo has worked in architectural practices in Milan, London, Reykjavik and Jerusalem. His current research examines different architectural pedagogies across northern Europe and investigates how the notion of citizenship can renew and expand the agency of architecture.
 

Computers making music

Nökkvi Gíslason
 
Nökkvi Gíslason talks about how to make a computer compose music and why. He will also discuss the origin of some systems and how computers are used to compose music today.
 

Crying T-shirt

Patricia Carolina, 3rd year BA Fine Arts
 
The installation is an exploration of how some elements -not strictly coming from the body- remits to it.
 
In Crying T-shirt the clothes and the traces that the water leaves in it, suggest not only the deterioration of the body, but its absence. 
 
 

Design in Motion:

Spatial Design via Choreographic Strategies:

Dr. Arch. Shoshi Bar-Eli, School of Design and Innovation - College of Management, Academic Studies, Israel
 
A Choreographic perspective on spatial design as a trigger for innovative intervention strategies in spatial design.
 
The presentation will describe and discuss the workshop "Design in Motion" that brings together choreography and spatial design, and aims to open a wider perspective on design processes. It is a collaboration between Sharona Floresheim, a choreographer and Shoshi Bar- Eli, an architect that focuses on design education, design processes and  methodologies.
 
Throughout the workshop, movement is experimented with, and used as a tool by which space is experienced, manipulated and designed. By creating an active dialogue between the two fields, the participants existing perception, knowledge and practices are challenged and broadened.
 
The workshop is composed of six phases, forming continues link between the somatic experience in a specific site fol­lowed by a particular architectonic intervention. During the workshop design terms and concepts are experienced through movement, reveling a sensual, and three-dimensional dynamic designs setting.
 
Movement is used as a tool for re-experiencing familiar spaces in a non-conventional manner. The students are asked to physically explore a specific site and create a physical narrative to be performed in it. This site-specific choreography is followed by a series of documentations strategies that use movement notation, photography, collage and drawings. The various representations of the site-specific choreography form a strategy for spatial intervention.
 
The practice-based teaching and learning processes are supported by site specific choreography documentaries, live dance perfor­mances and lectures on movement notation, design strategies, representation technique and interpretation. The constant transition between the practice of interior design and that of choreography proves to be an inspiring instrument expand­ing the students understanding of space, design in space and the creative process all together. The processes and results can be used for further research on new multi-disciplinary methodologies for various causes in design and related fields in exploring the familiar in a non-conventional manner.   
 
Dr. Arch. Bar-Eli earned her Bachelor degree in architecture form Pratt Institute, New York. The M. Arch degree and a PhD she completed in the Faculty of Architecture, Technion - Institute of Technology, Israel. She spatializes in creative design problem solving. Her research focused on design behavior, and individual differences between designers. Currently her research interests are models of design, multidisciplinary groups, curriculum design new tools for problem findings. Dr. Bar-Eli was the head of the MA in Design Innovation and Entrepreneurship and the Interior Design Program at the School of Design and Innovation.
 

Eigum við sjens á berskjöldun í dag?

Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki.
 
Í þessu erindi verður kannað hvernig og hvort að líkamlegar og tilfinningalegar upplifanir fólks skilyrðist af því hve mikið rými berskjöldun hefur í samfélaginu. Tilfinningar á borð við sorg, skömm og reiði geta reynst svo yfirþyrmandi að manneskjunni líði eins og hún hafi „misst stjórn“; að þessar tilfinningar hafi jafnvel afhjúpað hana fyrir framan annað fólk. En hvað er það raunverulega að „missa stjórn“? Er það kannski svo að við reynum að fela tilfinningaleg viðbrögð okkar fyrir tilstilli hinna ráðandi norma eða venja í samfélagskerfinu?
 
Í fyrirlestrinum verða þessi atriði skoðuð í tenglsum við hugmyndir um berskjöldun sem hafa notið síaukinna vinsældra í ýmsum fræðilegum orðræðum síðustu ár. Sérstaklega verða teknar fyrir hugmyndir heimspekingsins Judith Butler sem skoðar berskjöldun með líkamann að leiðarljósi. Jafnframt verður sýnt fram á takmarkanir orðræðunnar og færð rök fyrir því að rými fyrir berskjöldun muni vart vaxa og dafna á meðan ráðandi mannskilningur samfélagsins einkennist af nýfrjálshyggju. Á meðan við verðum að koma fram sem „sterkir einstaklingar“ til dæmis í atvinnuviðtali til þess að sjá okkur farboða munum við eiga erfitt með að gera tilkall til þess að vera berskjaldaðir líkamar. Að lokum verða möguleikar á umbreytingu samfélagskerfisins í átt að berskjöldun skoðaðir með hliðsjón af femínískum byltingum síðustu ára.
 
Nanna Hlín Halldórsdóttir lauk doktorsprófi í heimspeki við Háskóla Íslands 2018. Hún er stundakennari við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands veturinn 2018-2019.
 

Embodying experiences

Brynja Sveinsdóttir, curator.
Claire Paugam, artist.
 
Embodying experiences is a talk on embodiment as manifested in contemporary art. The talk will expand on the exhibition Likamleiki / Embody displayed at Gerðarsafn - Kópavogur Art Museum 19/01 - 15/04 2018. The exhibition presented selected works by eighteen contemporary artists who reference the body and embodiment in various ways. The guiding principle of the exhibition is the human being as a physical body that experiences, responds to and interacts with other people, with nature and with the urban environment. The talk will expand on the topics of the exhibition and explore artworks reflecting on the fusion of humanity and nature in art.
 
Brynja Sveinsdóttir, curator of the exhibition, will present the theme of the exhibition Líkamleiki / Embody and showcase artworks from the show. The artworks are photographs, video works, sculptures and performances that refer to the body and embodiment in one way or another: corporal perception of the world; the body as movement and living sculpture; the corporeity of photography; corporal surroundings; fusion of humanity and nature.
 
Claire Paugam will present her ongoing series Attempting the Embrace (2012 - ) which was shown in the exhibition. Attempting the Embrace is a poetic formula that expresses the artist’s desire to make mineral and organic objects meet and merge into one another. It comes from a visual analogy between the texture of raw flesh and stones from close. The two objects belong to different realms (the mineral and the organic) that are opposite (one is dead the other is alive). Making these two meet each other reveals how close they are visually and questions the essence of their opposition as they become extremely similar: stones might not be deprived of life. Indeed, as their life span is so long, humans don’t have enough time to acknowledge that they are breathing.
 
Following the presentations, Brynja and Claire will start a dialogue about the theme of embodiment. The overarching themes of embodied environment and experiences and fusion of humanity and nature in art will be expanded on and opened up for a wider discussion with the audience.
 
The talk will flow between Icelandic and English. The talk will include a presentation of artworks from the exhibition among them three video works as well as images of Claire’s artistic research.
 
Participating artists in Líkamleiki / Embody: Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Haraldur Jónsson, Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvarsdóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Steina, Una Margrét Árnadóttir and Örn Alexander Ámundason.
 
Claire Paugam (b. 1991) is a multidisciplinary French artist based in Reykjavík. After graduating from the MFA program of the Iceland Academy of the Art in 2016, Claire exhibited at the 5th Biennale for Young Art, Moscow. She traveled to another volcanic island, Reunion Island (East coast of Africa) where she was a teacher assistant at the Art Academy. Claire exhibited her artworks in various art institutions in France and Iceland, including Gerðarsafn Kópavogur for the group exhibition Líkamleiki curated by Brynja Sveinsdóttir (2018).
 
Brynja Sveinsdóttir (b. 1987) is a curator and project manager based in Reykjavík. Brynja holds a B.A. in Art Theory with Philosophy as a Minor and a M.A. in Applied Studies in Culture and Communication from the University of Iceland. She holds a M.A. in Curating Art from Stockholm University. Brynja worked as a curatorial assistant at Moderna Museet in Stockholm, project manager of exhibition in The Reykjavík Museum of Photography and is currently project manager of exhibitions and collection at Gerðarsafn - Kópavogur Art Museum.
 

Ég sé mig sjáandi

Björg Eiríksdóttir
 
Framlagið er kynning á meistaraprófsrannsókn þar sem nýtt námsefni í teikningu var mótað í samvinnu við nemendur á listnámsbraut framhaldsskóla með aðferðum starfenda og listrannsókna. Margskonar gagna var aflað og þau greind frá sjónarmiði kennara, rannsakanda og myndlistarmanns. Niðurstöður voru settar fram með þrennum hætti; sem rannsóknarskýrsla, sem námsefnið Ég sé með teikningu og sem myndlistarsýningin Ég sé mig sjáandi.
 
Verk af sýningunni verða sett upp og sjónum beint að listrannsóknarhluta verkefnisins sem var raunhæf leið til aukinnar þekkingar og skilnings á rannsóknarefninu og mikilvægt sjónarhorn í kjarna þess fyrirbæris sem skoðað var líkt og teiking var nemendum. Eigið listrænt starf var notað til að nálgast og koma fram með nýja þekkingu og skilning á rannsóknarefninu þar sem hugsun var byggð á skynjun og reynslu og vinnu í miðil. Einnig verður innsýn gefin í sköpunarferli eða rannsókn sem er í gangi vegna sýningar sem verður í Listasafninu á Akureyri í október 2019 og er í vissum skilningi framhald af listrannsókninni. Þar er skoðað hvernig við sem líkamlegar verur eigum í samskiptum við umhverfi okkar. Í kynningartexta segir: „Þegar ég hrífst á djúpan hátt af náttúrunni umhverfis mig, í gegnum skynjun, tengist ég henni. Þessi merkingarbæra reynsla er sem marglaga skynjun sem vefst hver um aðra innra með mér og myndar nokkurskonar pólífóníu.“
 
Björg Eiríksdóttir lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017 (þar af tveimur námskeiðum í listrannsókn við LHÍ), diploma í myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistargreina í VMA, hefur haldið tíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.
 

Fagurfræði sem skynspeki

Um líkamlegar tilfinningar og vald.

Lorenzo Imola
 
Efni fyrirlestrarins er kynning á „nýrri fagurfræði“, sem samtímaheimspekingar á borð við Gernot Böhme og Tonino Griffero hafa lagt fram. Sú fagurfræði – sem mætti með réttu endurnefna „skynspeki“ – hafnar hefðbundnum skilgreiningum sínum sem fræði um fegurð eða heimspeki fagurlistanna, til að verða að almennri kenningu um skynnæmi og skynreynslu.
 
Líkamleg vera manna er miðlæg í slíkri nálgun en samkvæmt algengum greinarmun í fyrirbærafræðinni er hér ekki um líkamann í efnislegum og líffærafræðilegum skilningi (Körper) að ræða heldur þann líkama sem við skynjum og tilfinningar birtast okkur í gegnum (Leib). Skynspekin þróast á grunni hinnar svokölluðu „nýju fyrirbærafræði“ Hermann Schmitzs, þar sem meðal annars er vikið frá þætti ætlandinnar og einblínt á óviljandi reynslu, sem sagt þær margvíslegu upplifanir sem koma til óháð vilja og ætlun þess sem skynjar. Þetta gerir kleift að varpa skýrara ljósi á fyrirbæri eins og andrúmsloft (skilgreint sem sérstakt tilfinningalegt einkenni ákveðins rýmis eða aðstæðna) og áhrif þeirra fjölmörgu „skynspekilegu iðna“ (e. aesthetic work) sem er að finna í samfélaginu. Þetta eru störf sem spanna frá ýmsum formum hönnunar til mannlegra samskipta, en hinn síðkapitalíski veruleiki er sagður einkennast af gagngerri „skynvæðingu“ (e. aestheticisation). Hið skynræna sýnir nefnilega á sér tvær hliðar. Fyrir utan margar tilfallandi aðstæður með tilfinningatengda virkni sem fyrirfinnast í umheiminum (t.d. veðurfar) er hægt að ímynda og viljandi skapa andrúmsloft, sem hafa áhrif á manneskjur og heilu samfélögin í gegnum líkamlega veru og skynreynslu einstaklinganna. Skynspekin hefur þannig í för með sér dýrmæta þekkingu og meðvitund um þau líkamlegu og tilfinningatengdu áhrif sem við kunnum að verða fyrir og geta verið nýtt til að stýra okkur (t.d. af markaðsöflum), og um leið gefur okkur færi á að verja okkur frá því.
 
Aesthetics–aisthetics: on embodied feelings and authority.
 
The purpose of this lecture is to present the “new aesthetics” promoted by contemporary philosophers such as Gernot Böhme and Tonino Griffero. Said aesthetics – that we might even rename “aisthetics”, so to underline the original Greek term – refuses traditional definitions as a theory of beauty or a philosophy of fine arts; instead, it aims to be a more general theory of sense knowledge.
 
Our bodily being is central in this approach, which follows a common distinction within phenomenology between a material and anatomical understanding of the body (Körper) and, on the other hand, the felt body (Leib) through which we experience feelings, ourselves, the world. Such aesthetics develops on the backdrop of Hermann Schmitz’s “new phenomenology”, where intentionality is left aside and the focus is on involuntary experience, i.e. experience occurring independently from the will of the perceiver. This makes possible to better explore phenomena such as atmospheres, defined as a particular emotional quality of a space or situation; or, analogously, the effects of the many forms of “aesthetic work” practiced in our societies, a range of activities spanning from the different forms of design to human relations. The notion of “aesthetic work” applies particularly in the context of late capitalism, where reality has been thoroughly aestheticized. The aesthetic seems to have a twofold nature: apart from the diverse contingent situations able to exert a pathic influence, met in the external world (e.g. weather conditions), phenomena like atmospheres can also be imagined and intentionally produced: they affect individuals and whole societies through their embodied experience. As such, aisthetics can offer valuable insight into and critical awareness of the bodily and emotional influences that we are constantly subject to, and that can be employed to rule us.
 

Fimm ryþmar listrænnar upplifunar

Dulin hegðunarmynstur fólks afhjúpuð með vídeógerð

Hildur Inga Björnsdóttir, sjónmenningarfræðingur, cand.mag.
 
Í fyrirlestrinum mun ég kynna niðurstöður meistaraverkefnis míns í sjónrænni menningu sem ég lauk við Københavns Universitet árið 2013 og nefnist Moving Bodies through Mediated Exchanges: Emotions Digitalized through Video Creation. 
 
Í meistaraverkefni mínu rannsaka ég tilurð listrænnar upplifunar hjá áhorfanda í gegnum vídeógerð. Við gerð verkefnisins blanda ég saman tveimur aðferðum, listrænni sköpun og fræðilegri rannsóknarvinnu. Með verkefninu reyni ég að þróa nýja leið til að varpa ljósi á dulin hegðunarmynstur fólks sem ekki eru sýnileg í gegnum svipbrigði eða líkamstjáningu. Í stöðu skapandi og íhuguls áhorfanda nota ég vídeógerð til að kanna hvernig dans á gagnvirku sviði getur framkallað ólík tilfinningaáhrif í líkama mínum. Til að gera innri upplifun minni skil á sjónrænan hátt skapa ég gagnvirkt samband á milli mín og dansaranna með vídeógerð og umbreyti þannig upplifun minni af því að horfa á dansinn í nýtt verk. Með því að bera saman endurtekningarform dansins við vélrænt form vídeósins, rannsaka ég hvort hægt sé að nota þetta endurtekningarform fyrir listræna upplifun áhorfandans með þverfaglegri tengingu við fyrirbærafræði (phenomenology) og fræðikenningar í heimspeki, dansrannsóknum og sálfræði.
 
Á svipaðan hátt og dansarar læra að dansa með endurtekningu hreyfinga sinna, færi ég rök fyrir því að áhorfandinn upplifi dansinn í gegnum endurtekningu sinna eigin tilfinninga. Ég flokka upplifunina niður í fimm stig og greini skynjun líkamans á hverju stigi fyrir sig. Með því að spegla mannlegum eiginleikum á stafrænt form vídeósins varpar verkefnið ljósi á hvaða möguleikar og takmarkanir felast í því að nota stafræna tækni til að rannsaka mannlega hegðun. Þá getur fólk í skapandi greinum, s.s. listamenn, hönnuðir, kvikmyndagerðar- og fjölmiðlafólk, nýtt sér niðurstöður verkefnisins til að segja fyrir um gæði upplifunar af myndefni og atburðum.
 
 
Hildur Inga Björnsdóttir lauk MA-gráðu í sjónrænni menningu við Københavns Universitet árið 2013 og starfar sem sérfræðingur hjá Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur að baki MFA-gráðu í tískuhönnun frá Domus Academy í Mílanó, tveggja ára háskólanám í myndlist í Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó og lokapróf á BFA stigi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Hildur Inga hefur áður starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands, rekið eigi fatahönnunarfyrirtæki og starfað sem stílisti og grafískur hönnuður til fjölda ára. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.
 

Framtíðarmúsík

Rannsóknir og nýjar leiðir í tónlistarmenntun

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar.
 
Kynningar – umræður um rannsóknir í tónlistarmenntun tengt útkomu bókarinnar Framtíðarmúsík sem kom út hjá Háskólaútgáfunni í september 2018.
 
Síðastliðna tvo áratugi hefur mikil gerjun og endurnýjun átt sér stað á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér til rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu og tónlistarskólar leita eftir auknu samstarfi við skóla á ólíkum stigum. Í bókinni „Framtíðarmúsík“ eru tólf greinar sem byggðar eru á nýjum rannsóknum og þróunarverkefnum tengdum tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun.
 
Bakgrunnur höfunda er margvíslegur auk þess sem þeir starfa á ýmsum sviðum tónlistarmenntunar. Þeir eru tónmenntakennarar í grunnskóla, hljóðfærakennarar við tónlistarskóla og kennarar við Listaháskóla Íslands. Þannig eru greinahöfundar ekki einungis fulltrúar ólíkra skólaforma heldur einnig mismunandi skólastiga.
 
Bókin skiptist í fjóra kafla, þe., Þróunarverkefni í tónlistarfræðslu, Tónmenntakennsla, Tónlistarskólar og Tónlistarkennsla á háskólastigi.
 
Bókin er gefin út á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, sem starfar undir hatti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Fullyrða má að hún sé fyrsta bókin sem gefin er út á íslensku um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi og fengur fyrir alla sem áhuga hafa á tónlistarmenntun á Íslandi.
 
Ritstjóri er Kristín Valsdóttir. Meðritstjórar eru Ingimar Ó. Waage og Þorbjörg Daphne Hall.
 

Gildi líkamans og líkamlegt gildi

Einstaklingsbundin þekkingarsköpun út frá líkamanum á sviði fatahönnunar

Helga Lára Halldórsdóttir
 
Í þessum fyrirlestri verður til umfjöllunar lokaverkefni Helgu Láru Halldórsdóttur sem nýlega lauk meistaranámi í fatahönnun við The Swedish School of Textiles. Í náminu var samband líkamans og rýmisgreind vandræðaleika könnuð og metin útfrá vangaveltum hönnuðar.
 
Fatahönnun reiðir sig alfarið á tilvist mannslíkamans og verður þar af leiðandi fullkomnlega háð honum. Í þessu lokaverkefni hefur þessi tilvist verið greind sem og að rannsaka áhrif líkamans á sitt nánasta umhverfi og þar með ögra þessari tilvist.
 
Hvernig er hægt að ögra þessum mörkum líkamans með því að leggja frekar áherslu á rýmið og aðstæðurnar sem líkaminn tilheyrir frekar en mannslíkamann sjálfan í fatahönnun? Að rýmið verði hluti af fatnaðinum frekar enn líkaminn. Á þetta verður sýnt fram á með því að rýna í útvaldar tilraunir úr MA verkefninu á hráu stigi í hönnunarferlinu. Þessi fyrirlestur leggur áherslu á að sýna hönnunarferlið frekar en lokaútkomu verkefnisins. Þessar grunntilraunir eru mikilvæg niðurstaða í verkefninu og sýna fram á gildi verkefnisinsí hönnunarsamfélaginu.
 
Helga Lára Halldórsdóttir er nýútskrifaður fatahönnuður úr meistaranámi við The Swedish School of Textiles. Eftir að hafa lokið bakkalárgráðu í fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2015 hóf hún störf hjá Alex Mullins í London og starfaði þar í eitt ár sem hönnuður og við framleiðslu. Þaðan þá leiðin í meistaranámið og útskrifaðist hún vorið 2018.
 
Í gegnum starfs- og námsferil Helgu hefur ákveðið þema verið gegnumgangandi, að rannsaka tilfinningar og hvernig við tengum þær við líkamann og okkar nánasta umhverfi í gráum hversdagleikanum. Þá hefur heimur vandræðaleikans, hegðun hans og rýmið sem hann tilheyrir verið rannsakað útfrá sjónarhorni hönnuðar. Þetta hefur verið hennar helsta nálgun á viðfangsefnið í gegnum heim fatahönnunar og mun án efa hafa áhrif á frekari rannsóknir hennar í hönnun.
 

Investigating touch 

Pétur Jónasson, PhD Candidate, Centre for Performance Science, Royal College of Music, London.
 
Julian Stair, PhD, Royal College of Art, London. Member, V&A Research Institute.
 
Touch is an infinitely complex, intricate and meaningful entanglement of different senses in constant interaction.This study seeks to investigate the phenomenon, approaching it from several core positions focused on the practitioner’s perspective of direct experience and the resulting accumulation of embodied knowledge.
 
To provide the background for this project, in 2016, a joint initiative named "Encounters on the Shop Floor" was launched by the V&A Research Institute in London, Imperial College London and the Royal College of Music´s Centre for Performance Science. It is an extensive five-year project aiming at "connecting different worlds and experiences of knowledge-making around a common nucleus of embodied practice, combining academics operating within different fields of the arts, humanities and social sciences, clinicians, scientists, engineers, art/craft/design practitioners, performers, students, museum professionals, entrepreneurs and policy makers"
(VARI, 2016).
 
The team for this specific research project consists of two practitioners from the above mentioned group: Pétur Jónasson, a performing musician (classical and electric guitarist) and Julian Stair, a visual artist (potter).
 
In addition to looking at manual competence and mechanical knowledge⎯integral to the varied nature of these two areas of practice⎯the imaginative and expressive capacity of touch within the embodied doing of these practitioners is focussed on and explored. Parallels drawn, and differences highlighted.
 
A significant amount of published material on touch, haptical and related sensory experience already exists but it has mainly been written and compiled by academics from disciplines such as anthropology, sociology and philosophy, or by commentators drawing on research in areas such as neurology, perceptual psychology and sensory science.
 
The aim here is therefore to offer an alternative viewpoint, that is, the seemingly under-researched area of touch as it appears to practitioners of music and the visual arts.
 
 
VARI (2016). V&A Research Institute.
 
Retrieved on 25/5/2017 from https://www.vam.ac.uk/info/vari-projects.
 
Pétur Jónasson has given numerous solo guitar performances in all the Nordic countries, Great Britain, Continental Europe, North America, Australasia and the Far East. He is an active performer of contemporary music, both as a soloist and a member of the London based Riot Ensemble and the Icelandic CAPUT Ensemble. Pétur holds an MSc in Performance Science from the Royal College of Music (RCM) and is currently undertaking doctoral studies at the RCM´s Centre for Performance Science, a partnership between the RCM and Imperial College London.
 
Julian Stair is one of the UK’s leading potters. He has exhibited internationally and has work in 30 public collections, including the V&A Museum, British Museum, American Museum of Art & Design, New York, Mashiko Museum of Ceramic Art, Japan, Museum Boijmans van Beuningen, Rotterdam, Kolumba Museum, Cologne, Grassi Museum, Leipzig, Fitzwilliam Museum, Cambridge. Julian is a leading historian of English studio ceramics.
He completed a PhD at the Royal College of Art, researching the critical origins of English studio pottery and has written extensively.
 

Jazztónlist á Íslandi

Vernharður LinnetÓlafur Rastrick, Ásbjörg Jónsdóttir, Þorbjörg Daphne Hall, Sigurður Flosason.
 
Í þessari málstofu verða fjögur erindi sem öll fjalla um jazztónlist á Íslandi. Fyrst mun Vernharður Linnet fara yfir jazzsögu Íslands frá upphafi og fram á 21. öldina og draga fram lykliþætti í þróun hennar. Þá mun Ólafur Rastrick fjalla um viðtökur á jazzinum í íslensku samfélagi á þriðja áratugnum og sýna fram á þá ógn sem jazz var álitinn vera við menningarlega og siðferðislega velferð þjóðarinnar. Ásbjörg Jónsdóttir og Þorbjörg Daphne Hall munu fjalla um áhrif erlendra tónlistarmanna á jazzsenuna frá 1930-1960 en vera erlendra tónlistarmanna á Íslandi skipti sköpum fyrir öra þróun senunnar. Að lokum mun Sigurður Flosason fjalla um áhrif Tónlistarskóla FÍH á íslenskt tónlistarlíf sem stofnaður var 1989 og hefur því haft gríðarleg áhrif á íslenskt tónlistarlíf á síðustu þremur áratugum.
 
Saga djassins á Íslandi 1919-2000
Vernharður Linnet
 
Í þessu erindi verður fjallað um djasssögu Íslands frá 1919 til 2000 og nokkur tóndæmi leikin. Þar sem efnið er viðamikið verður hér um yfirlit að ræða og ekki farið í smáatriði. Fyrsta hljómsveitin sem lék djass og skipuð var Íslendingum starfaði í Kanada. Fyrstu djasshljómsveitirnar sem spiluðu á skemmtistöðum í Reykjavík voru auglýstar árið 1924 og trúlega hafa þær hljómsveitir verið skipaðar útlendingum. Árið 1933 kom fyrsti enski hljómsveitarstjórinn til vinnu á Hótel Borg og næstu níu ár voru hljómsveitastjórarnir á „Borginni“ enskir en með þeim virðist djassinn hafa komið til landsins.
Á stríðsárunum kynntust Íslendingar bandarískum djassi. Undir árslok 1945 var hljómsveit Björns R. Einarssonar stofnuð en hún var fyrsta hljómsveitin skipuð einungis Íslendingum. Ásamt KK-sextettinum var hljómsveit Björns í fararbroddi íslenskra djasshljómsveita allt framundir 1960. Helsti einleikari djassins á Íslandi var Gunnar Ormslev og var hann virkur flytjandi þar til hann lést 1981.
Bíboppið (e. bebop) kom seint til Íslands og segja má að það hafi ekki verið fyrr en með Jóni Páli Bjarnasyni, gítarleikara að það hafi verið iðkað af alvöru. Á rokktímanum vék djassinn sem vinsældartónlist og á „Bítlatímanum“ voru blástushljóðfærin nánast útilokuð. Á árunum 1966-68 var mikið líf í jazzklúbbi Reykjavíkur og fjöldi bandarískra einleikara kom og lék með Íslendingum. Um 1977 varð mikil vakning í íslenskum djassi, bar þrennt einkum til: Jazzvakning tók að halda tónleika í Reykjavík með mörgum fremstu djasshljómsveitum veraldar, píanistinn Guðmundur Ingólfsson sneri heim frá Noregi og tók að leika djass á nokkrum stöðum í Reykjavík vikulega og djassdeild Tónlistarskóla FÍH tók til starfa. Síðan hefur djassinn blómstrað á Íslandi og aldrei eins og nú.
 
Vernharður Linnet hefur skrifað um djass í ýmis tímarit og dagblöð, íslensk sem erlend frá 1964. Hann var djassgagnrýnandi Helgarpóstsins 1979-1988 og Morgunblaðsins frá 1997-2017. Hann skrifaði yfirlitsgrein um íslenskan djass í fyrstu bókinni um evrópskan djass: The History of Jazz in Europe (Equinox 2018). Vernharður hefur verið formaður Jazzvakningar frá 1980 og var framkvæmdastjóri RúRek djasshátíðarinnar 1991-1996. Hann hefur unnið að gerð djassþátta fyrir Ríkisútvarpið frá 1980. Auk þess hefur hann kennt djasssögu við Tónlistarskóla FÍH/MÍT frá 2014. Vernharður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir kynningu á íslenskri djasstónlist.
 
Jazz-ógn: Viðtaka, sjálfsmynd og umbótastjórnmál
Ólafur Rastrick
 
Á árunum eftir 1920 var víðsvegar um heim farið að leika tónlist og stíga dans sem lauslega var skilgreindur sem jazz. Vinsældunum var ekki tekið fagnandi af öllum. Víða sáu málsmetandi menn sig knúna til að snúast af hörku gegn innreið þessarar tónlistar og þeim hreyfingum sem hún gaf af sér. Jazz var gjarnan skilgreindur sem ógn við menningarlega og siðferðilega velferð sem og andlega og líkamlega heilsu bæði einstaklinga og samfélagsins almennt. Einn álitsgjafinn komst t.d. svo að orði um „negramúsíkina“ að hér væri ekki um að ræða tónlist, „heldur „klám í tónum““ og „alls ekki samboðna siðuðum mönnum“. Í erindinu verður staðnæmst við nokkra þætti þessarar neikvæðu viðtöku og staðbundið samhengi hennar kannað með dæmum frá tveimur löndum sem nýlega höfðu öðlast sjálfstæði: Ástralíu og Íslandi. Sérstaklega verður vikið að þætti neikvæðrar orðræðu um jazz í mótun hugmynda um félagslegar umbætur í þessum löndum og við að skilgreina þjóðerni og þjóðlega menningu. Dæmin frá íslenskri og ástralskri samfélagsumræðu millistríðsáranna eru notuð til að varpa ljósi á hvernig neikvætt viðhorf til jazz náði samfélagslegri fótfestu með því að skírskota til menningarótta sem rótgróinn var í samfélagi beggja landa, til samfélagspólitískra markmiða og sögulegs samhengis.
 
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Rannsóknir hans hafa meðal annars snúið að menningarsögu nítjándu og tuttugustu aldar, menningararfi og menningarpólitík. 
 
Erlendir tónlistarmenn á Íslandi: Áhrif á íslenskt tónlistarlíf 1930-1960
Ásbjörg Jónsdóttir og Þorbjörg Daphne Hall
 
Í þessu erindi verður fjallað um áhrif erlendra tónlistarmanna á upphaf og þróun jazztónlistarsenunnar á Íslandi á árunum 1930-1960. Fyrstu áratugir 20. aldarinnar voru litaðir af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og leiðtogar landsins voru uppteknir af því að nútímavæða menningu landsins og að vera þjóð meðal þjóða Evrópu. Þá var tónlistarlíf Íslendinga bágborið ef miðað var við Evrópu (sem litið var til sem fyrirmyndar) og erlendir tónlistarmenn tóku að streyma til landsins til að sinna hinum ýmsu hlutverkum þar sem fagþekkingu skorti meðal Íslendinga. Flestir þeirra komu frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Ungverjalandi en þeir áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun tónlistarlífs á Íslandi. Erlend áhrif rötuðu einnig til landsins með íslenskum tónlistarmönnum sem sneru til baka eftir að hafa stundað nám erlendis. Þegar jazzklúbbar tóku til starfa upp úr 1945 fóru þeir að standa fyrir innflutningi á erlendum jazztónlistarmönnum til tónleikahalds.
 
Hernám bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni hafði gríðarleg áhrif á þróun jazztónlistar á Íslandi. Hermennirnir báru með sér jazzplötur auk þess sem aukin þörf varð á skemmtunum þegar herliðið dvaldi hér. Eftir heimsstyrjöldina þegar setuliðið var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli spiluðu hljómsveitir gjarnan á offiseraklúbbum, í útvarpi og sjónvarpi herliðsins og komust þá í kynni við færa jazztónlistarmenn úr röðum hermannanna. Dæmi eru um að þeir hafi sinnt kennslu fyrir áhugasama auk þess sem þeir spiluðu stundum með þeim.
 
Vegna nýfengins sjálfstæðis og brothættrar sjálfsmyndar þjóðarinnar sáu yfirvöld erlend áhrif sem ógn við íslenska menningu og samfélag. Áhersla var lögð á hámenningu Evrópu og afrísk-amerísk áhrif jazztónlistarinnar voru litin hornauga þar sem þau þóttu ekki sæma siðmenntuðu þjóðfélagi.
 
Ásbjörg Jónsdóttir (1988- ) er tónskáld, píanóleikari og jazzsöngkona. Hún útskrifaðist með BA (2014) og MA (2018) gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Tónlist Ásbjargar hefur verið flutt af ýmsum tónlistarhópum, m.a. Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Dómkórnum í Reykjavík, Caput og Hljómeyki. Ásbjörg tekur jafnan þátt í margvíslegum verkefnum í tónlist auk þess sem hún stjórnar barnakór og kennir hljómfræði og píanóleik við Listaskóla Mosfellsbæjar. Síðan sumarið 2017 hefur Ásbjörg unnið að rannsókn á jazztónlist á Íslandi ásamt Þorbjörgu Daphne Hall en afrakstur verkefnisins munu vera kaflar í nokkrum bindum bókarinnar Oxford History of Jazz in Europe.
 
Þorbjörg Daphne Hall er fagstjóri fræða og lektor í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur starfað frá 2010. Hún stundar doktorsnám við Háskólann í Liverpool undir leiðsögn próf. Sara Cohen. Viðfangsefni hennar snýr að hugmyndum um íslenskan hljóðheim í dægurtónlist 21. aldar þar sem sjálfsmynd þjóðar, ímyndir, landslag og náttúra skipa lykilhlutverk. Hún vinnur jafnframt að rannsóknarverkefni um íslenska jazztónlist (1930-2010) með Ásbjörgu Jónsdóttur.
 
Tónlistarskóli FÍH: Tildrög, stofnun, þróun og áhrif
Sigurður Flosason
 
Sigurður Flosason, aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazz- og rokkdeildar til tæpra þriggja áratuga (1989-2017) fjallar um aðdraganda að stofnun Tónlistarskóla FÍH árið 1980; þróun námsframboðs og síðast en ekki síst gríðarleg áhrif skólans í íslensku tónlistarlífi, annarsvegar varðandi tónlistarflutning og hinsvegar varðandi kennsluhætti og námsframboð annarra skóla. Auk þess að hafa starfað lengi sem stjórnandi við skólann var Sigurður nemandi við skólann fyrstu starfsárinn og þekkir því söguna frá fyrstu hendi.
 
Sigurður Flosason (1964) lauk einleikarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Lauk Bachelors- og Mastersprófum (1986 og 88) frá Indiana University í Bandaríkunum í klassískum saxófónleik og jazzfræðum. Aðalkennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Framhaldsnám hjá hjá George Coleman í New York 1988-89. Sigurður er með afkastamestu tónlistarmönnum þjóðarinnar og starfar á ólíkum sviðum íslensks tónlistarlífs. Geisladiskar hans, hátt á þriðja tug, spanna vítt tónlistarlegt svið. Sigurður hefur leikið mikið erlendis, bæði í eigin verkefnum og fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Hann hefur átta sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hefur einnig hlotið tilnefningar til Dönsku tónlistarverðlaunanna og Tónlistarverðlauna DV. Sigurður hlaut 1. verðlaun í bandarísku Hoagy Carmichael tónsmíðasamkeppninni 1987 og kvartett hans komst í úrslit í Europe Jazzkontest 1991. Frá 1989 til 2017 var Sigurður aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. Hann hefur verið aðstoðarskólameistari og yfirmaður rytmískrar deildar MÍT (Menntaskóla í tónlist) frá 2017 og fagstjóri rytmísks kennaranáms við Listaháskóla Íslands frá 2018. Sigurður hefur haldið fjölmörg námskeið víða um land og erlendis, stýrt námskrárgerð og sinnt margvíslegum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Þá hefur hann verið formaður stjórnar Stórsveitar Reykjavíkur um langt árabil og stjórnandi margra verkefna hljómsveitarinnar. 
 

Landið verður ég

Þóranna Dögg Björnsdóttir, Dr. Þorvarður Árnason
 
Verkefnið felst í því að bera saman þær ytri og innri aðstæður sem bera uppi náttúruna á tveimur ólíkum stöðum þ.e á Íslandi og í Suður-Afríku. Það geri ég með umfangsmikilli vettvangskönnun á hljóðvist á friðlandinu Mmabolela í Limpopo í Suður Afríku og í ríki Vatnajökuls á Íslandi; einnig með því að fanga á súper 8 filmu og myndband, hlutbundna eiginleika lands og lögunar, litbrigði, fána og flóru.
 
Tilgangurinn er að vinna með andstæðurnar í tíma, takti eða flæði sem efniviðurinn ber með sér og skoða ljóðrænar tengingar og fagurfræðilega upplifun.
 
Verkefnið er í senn rannsókn og listaverk. Ýmsar tæknilegar útfærslur voru notaðar við það að fanga hljóðin en helst legg ég áherslu á skapandi leiðir við notkun á því efni sem ég hef safnað á þessum ólíku stöðum; hvaða lærdóm og reynslu ég get dregið af hlustun í slíku umhverfi.
 
Í erindinu mun ég draga saman upplifun mína af því að dvelja í villtri náttúru S-Afríku og inní og námunda við jökla hér á Ísland; fjalla um um tengsl manns og náttúru; ytri og innri skynjun á umhverfinu með sérstöku tilliti til hljóðvistar þessara ólíku staða. Einnig set ég upp margrása hljóðinnsetningu.
 
Landið verður ég
Ég skynja og undrast um tilveruna. Ég heyri fuglana syngja, vindinn gnauða, flugurnar suða, skordýrin sverma, niður, þrálátur, þytur, þéttur, taktfastur, borun. Ég svíf lóðrétt, sveiflast lárétt, djúpt og stórt. Skynjunin líkamnast utan takmarkana. Tilkomumikið umhverfi umhverfir mig, vitund mína, fangar brjóstvitið og eflir vonina. Landið ber merki um tilveru mína. Ég er forfeður og -mæður sem landið óðu. Tíminn stendur í stað. Jökull skríður undan eigin þunga, leysir úr læðingi fortíð sem seytlar og brestur, hér og nú. Í hljóðaheimi býr landið. Landið verður ég.
 
Þóranna Dögg Björnsdóttir (f.1976) lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH og hóf að því loknu nám við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi. Þar stundaði hún listnám sem tengdi saman hljóð- og myndlist og lauk þaðan BA prófi. Þóranna hefur lokið meistaranámi frá Listkennsludeild LHÍ; hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í tengslum við tónlist, hljóð- og myndlist og staðið að kennslu í þeim efnum. Verk Þórönnu eru sambland af mynd og hljóði og byggja m.a á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings, taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka.
 
Dr. Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði og jafnframt akademískur sérfræðingur við Háskóla Íslands. Þorvarður hefur verið virkur í kennslu á háskólastigi og leiðbeint yfir 20 rannsóknarnemum, þar á meðal fjórum doktorsnemum. Helstu rannsóknir Þorvarðar lúta að landslagi og víðernum, en hann hefur samhliða þeim unnið að fræðilegum og/eða hagnýtum verkefnum á öðrum sviðum, einkum þá stjórnun friðlýstra svæða, áhrifum loftslagsbreytinga, sjálfbærri ferðaþjónustu og sjálfbærri byggðaþróun. Þorvarður er enn fremur sjálfstætt starfandi ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður og hefur sem slíkur sérstaklega beint sjónum sínum að hornfirskum jöklum og áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga á þá. Hann hefur gefið út eina ljósmyndabók (2010) og haldið fjölda ljósmyndasýninga, m.a. fimm sem lúta sérstaklega að jöklum.
 
Þorvarður hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar árið 2018 vegna ljósmynda sinna frá Hornafirði. Á kvikmyndasviðinu hefur Þorvarður á síðustu árum einkum unnið að gerð skeiðmynda (e. timelapse) og hefur sent frá sér fjórar slíkar myndir, auk þess að leggja myndefni til í verkefni hjá öðrum. Þorvarður situr enn fremur í fjölþjóðlegum stýrihópi Bifrost verkefnisins sem leitast við að tvinna saman vísindi og listir við miðlun á upplýsingum um loftslagsmál. Á vefnum má finna viðtal við hann um hluta verkefna hans á Hornafirði. Árið 2017 hóf hann samstarf við Dr. Kieran Baxter um sjónrænar rannsóknir á hopi jökla og má sjá hluta af afurðum þeirra hér .
 

Lifandi náttúrufræði

Útlimir, skilningarvit og gangverk líkamans

Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og Waldorfkennari.
 
Í fyrirlestrinum er kynnt kennsluaðferð Waldorfkennara við kennslu í náttúrufræði í grunnskóla.
 
Samþætting er mikilvægur þáttur í kennslu og mun ég í fyrirlestrinum m.a. kynna nokkrar hugvekjur um hvernig hægt er að gera hugtök í náttúrufræði lifandi í gegnum upplifanir. Náttúrufræðiáfanginn sem ég hef hugsað mér að kynna er þrískiptur: maðurinn, spendýrin og náttúran.
 
Í byrjun eru tekin fyrir hin þrjú kerfi mannsins, útlimir, skilningarvit og gangverk líkamans, meltingin, blóðrásin ásamt öðru sem líkaminn framkvæmir án meðvitundar mannsins.
 
Nemendur læra í gegnum upplifanir:
Hvernig hendur og fætur okkar hjálpa okkur í starfi og leik.
Skilningarvitin, sjón, heyrn, lykt og tilfinningu (áferð) og hvernig þau hjálpa okkur við að
skilja og skynja umhverfi okkar.
Hið ómeðvitaða gangverk líkamans, meltingin, öndunin, blóðrásin.
 
Þegar nemendur hafa fengið innsýn í kerfin þrjú, læra þau um helstu spendýr norðurlanda og kynnast hvernig dýrin lifa í gegnum skilningarvit sín. Til að staðsetja dýrin í umhverfi sínu læra nemendur um algengustu vistkerfi norðurlandanna, fjall- og hálendi, haf og strönd, skóg og engi og heiðar. Nemendur læra hvernig dýrin afla sér matar og megineinkenni lifnaðarháttar þeirra.
 
Með þessu skynja nemendur sinn eigin líkama með dýpri vitund, getu mannsins til að nota hendur og fætur í leik ásamt því að einhverju leyti sett sig í spor dýra sem geta ekki tjáð sig í gegnum orðræðu eða með því að nota svipbrigði til að tjá hungur, reiði eða gleði. Fræðslan ýtir undir skilning á orsök og afleiðingu, hvernig allt helst í hendur og hinn mótandi kraftur náttúrunnar á allar lífverur jarðar.
 
Form fyrirlestursins er slæðusýning úr kennslustund með nemendum en einnig mun ég sýna hugvekjur, sem geta veitt öðrum kennurum farveg til að lífga við hugtök í náttúrufræði.
 
Hildur Margrétardóttir er myndlistarkona og starfar sem umsjónarkennari í Waldorfskólanum Sólstöfum í Reykjavík. Hún er með MFA-gráðu í málun frá the Slade School of Art, UCL., Diplóma í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands og Waldorfkennarapróf frá Waldorflärarhögskolan í Stokkhólmi. Undanfarin ár hefur hún stundað nám á Menntavísindasviði í Stjórnun menntastofnanna. Hildur hefur kennt einn áfanga hjá listkennsludeild LHÍ í samvinnu við Dawne McFarlane, sagnaþulu frá Kanada.
 
 

Mennska, menntun, líkamleiki og hugsun

Hringborðsumræður

Kristín Valsdóttir, Ingimar Ólafsson Waage, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Björn Þorsteinsson, Steinunn Hreinsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
 
Í hringborðinu kemur saman starfsfólk listkennsludeildar LHÍ og þátttakendur í rannsóknarverkefninu Líkamleg gagnrýnin hugsun á vegum Heimspekistofnunar HÍ. Markmið umræðnanna er að skoða hvaða áhrif skilningur okkar á mennskunni hefur á menntun. Hvaða aðferðum og nálgunum í menntun þurfum við á að halda ef mannskilningur okkar felst ekki lengur í þeirri hugmynd að manneskjan sé rökhugsandi, sjálfráður og óháður hugur heldur í því að hún sé líkamleg, skynjandi tengslavera? Færir þessi nýi mannskilningur okkur nýjan skilning á sambandi skapandi og gagnrýnnar hugsunar? Hvað segir hann okkur um tengslin á milli aðferða heimspekinnar og listanna?
 
Til að varpa ljósi á þessar spurningar munu þátttakendur hringborðsins ræða um þær nálganir og aðferðir sem liggja til grundvallar starfi listkennsludeildarinnar og verkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun, og leitast við að finna þá þræði sem tengja.
 

Myndlist sem mál

Halldór Sánchez
 
Smiðjan fjallar um hvernig myndlist getur orðið að máli í kennslu í grunnskólum. Hún mótast út frá Med-verkefninu mínu sem ég lauk vorið 2017. Í framhaldi af því fékk ég tækifæri á að „melta“ hugmyndir og reyna margar þeirra sem myndmenntakennari í eitt ár í Reykjavík.
 
Mikið hefur verið fjallað um skapandi vinnubrögð og að kennarar hafi áhuga á að tileinka sér þau. En þrátt fyrir það, hefur það ekki endilega endurspeglast í daglegu skólastarfi. Álag á kennara er mikið en finna þarf leið til að hvetja nemendur og vekja áhuga þeirra.
 
Rannsóknin sýnir mögulegar leiðir til að vinna þverfaglega með myndlist sem mál, þannig að nemendur fái tilfinningu fyrir tengingu ólíkra þátta í umhverfinu, bera þá saman og finna sameiginlega fleti sem geta leitt til nýrra lausna og sjónarmiða – allt til að opna hug þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að námskrár gefa kennurum mikið frelsi til þess að lesa úr þeim, túlka og vinna á skapandi hátt.
 
Tilgangur smiðjunnar er að hvetja kennara til þess að fara út fyrir rammann og leita nýrra og fjölbreyttra leiða til þess að vinna starf sitt út frá þeim aðstæðum sem skapast dags daglega.
 
Halldór Sánchez er meistaranemi í hönnun við háskólann í Luzern í Sviss. Hann lauk kennaranámi við Háskóla Íslands og kenndi myndmennt í eitt ár við Hagaskóla. Halldór leggur áherslu á hvernig myndlist getur þjónað tilgangi í öllu skólastarfinu. Ástæðan fyrir frekara námi er að kynnast enn frekar fjölbreyttum miðlum og tækni í listum sem þá nýtist í kennarastarfinu og sem persónuleg tjáning. Það telur Halldór þó myndlist og hönnun tali ekki nákvæmlega sama tungumálið, þær hafa margt sameiginlegt. Halldór lítur á starf sitt sem samsetningu myndlistar, kennslu og hönnunar; og hvernig þessir þrír þættir tvinnast saman.
 

Odd Bodies:

Emergent Forms

Marina Rees, Thomas Pausz, Sam Rees and Garðar Eyjólfsson.
 
A series of short talks and installations by Marina Rees, Thomas Pausz, Sam Rees and Garðar Eyjólfsson investigating a range of human/non-human relationships, including whale-human, plant-human, sheep-human and squirrel-robot-human investigations.
 
Altogether they will present examples from their own practice and beyond which reflect a common interest in exploring the connections and disconnections between humans and other beings, using bodies as mediums for experimentation and research.
 
Garðar Eyjólfsson holds a B.A (Honours) degree in Product Design from Central Saint Martins, London and an M.A (Cum Laude) from Design Academy Eindhoven. He mixes
contextual, material and narrative research in his work as a means to explore & translate zeitgeist topics. Utilizing a variety of mediums to manifest his voice, ranging from: objects, spatial, artefacts, speculation, video, performance, talking and writing.
 
Balancing academia with studio practices his work ranges from developing his own projects, curating exhibitions, advising in the public and private sector, project managing and workshops. Garðar also writes in various publications and gives public talks across platforms, often in the form of lectures and dialog in conferences, symposium and radio.
 
Thomas Pausz is a designer working and thinking across disciplines. After training in Philosophy in Paris, Thomas graduated from the Master’s in Design Products at the Royal College of Arts and worked in London, Berlin and Reykjavik. Thomas designs speculative production scenarios, narratives and artefacts based on a critical mapping of current systems. In parallel to this studio practice, Thomas curates design exhibitions and writes on the human and ecological aura of technology.
 
Marina Rees' artwork is concerned with our experience and understanding of natural history. Drawing material in fields such as natural sciences and social sciences, many of her projects involve working with museums or other
collections. Marina holds a BA in Interactive Arts from Manchester Metropolitan University (UK) and MA in Fine Art from Wimbledon College of Art (UK). She has been involved in various projects and residencies, has exhibited internationally, and has been leading workshops, most recently on making bioplastics and forming choirs of people singing like whales.
 
Sam Rees is a generalist with a passion for DIY culture, manifesting itself through printed matter, installation, workshops and project management. He studied interactive arts, has been teaching interactive media courses at the IUA since 2014, was a co-founder of the Fjúk residency and is one of the organisers of the Reykjavik Zine and Print Fair. In recent years, his focus has been on the development of interactive dioramas - sequential narrative installations, eclectic assemblage exploring technological waste and our perception of robotics. This year he participated in residencies at Signal Culture in upstate New York and a rural fab lab in Portugal.
 

Physical Dramaturgy

How to become old?

Hrefna Lind Lárusdóttir
Ragnar Ísleifur Bragason
 
This Performance lecture is based on Ragnar Ísleifur´s recent piece, Old, where there will be explored the technique of Body-mind-Centering as applied to character development, physical scoring and embodiment in performance process. Exploring how to access the skeletal, muscular, organ, gland, fluid and nervous system in order to create new material. Its a training for the artists to express directly from a base of somatic awareness. The ground for this exploration is the confidence that the body holds within its cells, both evolutionary and personal memory or patterns of being. The body is equal partner to the conceptual mind in its ability to respond creatively and there is an opportunity to bypass more easily our habitual patterns of response when we listen to that the body has to say.
 
In this Performance lecture people have the opportunity to become and old person through breath, touch, movement, visualisation and sound. In the end of the lecture participants should have an idea how to use physical dramaturgy as part of their creative process and will have the opportunity to sense the world from an old person perspective.
 
Based in Iceland, performance artist Hrefna Lind Lárusdóttir works across disciplines, including physical theatre, performance, dance, video installations, music, and written texts. Her performances tend to bring the audience to the borders of reality and fantasy, where she reconstructs everyday life to meet the audience in a space of the unknown. Hrefna involves physical dramaturgy and songwriting in her practice and is a member of The Post Performance Blues Band.
 
Ragnar Ísleifur Bragason is a performer and writer. He studied Theatre & Performance Making at the Iceland Academy of the Arts and is an active member of Kriðpleir Theatre Group. Ragnar has also been active as a member of the theatre collective 16 Lovers and is co-founder of the Artists’ Theatre, a collective of artists who focus on performance and cabaret.
 
 

Reflections on Hafgúa:

Perceiving and Performing the Sea in Myth and Modern Art

Jonas Koesling, safnvörður á Þjóðminjasafn Íslands / fornsagnafræðingur.
Jóhanna Ásgeirsdóttir, myndlistamaður / meistaranemi í listkennslu við LHÍ.
 
Our contribution to the Hugarflug seminar is a collaboration between an early career academic in Northern antiquities and a young artist and art educator, both dealing with perceptions and embodied experiences of the sea. We will focus on mythical sea-beings, as a point of departure in an investigation of intra-actions between human and non-human entities. Informed by a dive into “our own” Nordic cultural history, we will seek to find applications for ideas that ocean-dwelling human/animal-hybrids provide for contemporary thinking.
 
Preceding a look into historical and ethnological materials presented by Jonas Koesling will be a screening of a video-piece by Jóhanna Ásgeirsdóttir, a new sequence from her Hafgúa series. Jóa continues to build on an idea of mythological creature, a plastic-kraken-woman, constructing a concoction of personal and global narratives concerning the impact of over-consumption and climate change on oceans. In a talk following the screening the artist will speak to the underlying process and present connections to speculative fiction a la Donna Haraway and other eco-feminist influences.
 
While Jóa takes a contemporary view, Jonas will shed light on the history of Hafgúa and related mythical entities. We anticipate navigating with the help of questions such as: What conception of embodiment of humans and non-humans can we engage by studying our own ancient past? Amongst other things, we take on this consideration to question if or how bodies go beyond understandings of (wo)men, animals, or plants, how this understanding could be transferred into other contexts.
 
Jóhanna Ásgeirsdóttir or Jóa, is a visual artist (BFA hons NYU 2017) and educator (pursuing M.Art.Ed. LHÍ 2019) concerned with the border between manmade nature and natural nature. She seeks to study her environment with sincerity to find ways of making these boundaries visible. She lives and works in Reykjavík.
 
Jonas Koesling is an early career researcher in the field of Northern antiquities (MA Old Norse philology UiB 2017). He is living in Reykjavík, where he works at Þjóðminjasafn Íslands (National Museum of Iceland), while pursuing a second MA in Ethnology / Old Nordic beliefs at HÍ (to be finished 2019).
 

Rödd hljóðanna 

Um nærveru raddarinnar í tónlist

Þráinn Hjálmarsson, tónskáld, stundakennari við LHÍ og MÍT.
 
Fyrirlesturinn rekur upp þráð tungumálsins og raddarinnar í tónlistarsögunni, þar sem stiklað er á stóru í ummyndunarsögu raddarinnar innan hinnar rituðu vestrænu tónlistarsögu. En röddin, verandi okkar líkamlegasta tenging við tónlistina sjálfa, hefur markað djúp spor í þróun tónlistarlegrar hugsunar, meðvitað og ómeðvitað. Kemur þetta heim og saman við hugmyndir Maurice Mearlau-Ponty um nærveru líkamans í skynjun mannsins á sínu eigin umhverfi, þar sem skynjunin tekur ávalt mið af líkamanum sem er tengill okkar við umheiminn. Hér er ætlunin að bregða ljósi á hve veigamikill þáttur og afgerandi litur röddin hefur haft á tónlistarlega hugsun í gegnum tíðina.
 
Hefst fyrirlesturinn aftur á miðöldum, þar sem röddin og tungumálið voru helsti útgangspunktur tónlistarinnar og færum okkur hægt og rólega nær samtíma okkar. Á vegi okkar bregða ólíkar birtingarmyndir tungumálsins og raddarinnar fyrir, líkt og „rödd höfundarins“, „rödd nótnaskriftarinnar“, „rödd lesandans“, „tónlist tungumálsins“ og „litur tungumálsins“.
 
Þráinn Hjálmarsson er tónskáld og stundakennari við MÍT og LHÍ. Verk Þráins hafa verið flutt víða um heim af hinum ýmsu flytjendum og hljóðfærahópum við ólík tilefni. Samræða og samstarf er stór þáttur listræns starfs Þráins og starfar hann meðal annars sem listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Hljóðön, sem haldin er af Hafnarborg - lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar og sem meðlimur tónskáldafélagsins S.L.Á.T.U.R. Frá árinu 2007 hefur Þráinn starfað að þróun hljóðfæratækni og útfærslu hljóðfærisins Þránófóns og frá árinu 2009 í samræðu við tónskáldið og flytjandann Inga Garðar Erlendsson.
 

Samið saman

Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld og forseti tónlistardeildar.
Einar Sv. Tryggvason, tónskáld og stundakennari við tónlistardeild.
 
Í hugum flestra eru tónsmíðar ferli sem á sér stað í einrúmi og án afskipta annara uns afraksturinn birtist fullunninn á tónleikum, eða á hljóðupptöku. Þó dæmin um samstarf á sviði tónsmíða séu þó nokkur heyra þau enn til undantekninga.
 
Samið saman er kynning og ígrundun á ferlinu þegar tónskáldin og feðgarnir Tryggvi M. Baldvinsson og Einar Sv. Tryggvason sömdu saman tónlistina við sjónvarpsþáttaseríuna Flateyjargátuna sem sýnd var á RÚV í nóvember og desember s.l. Farið er yfir vinnulag, verkaskipti og reynsluna af því að hafa takmarkað frelsi yfir listsköpun sinni.
 
Tryggvi M. Baldvinsson stundaði nám í tónsmíðum og tónfræðum við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og við Konservatoríum Vínarborgar. Verk Tryggva hafa verið flutt víða um heim og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Tryggvi hefur samið tónlist við nokkrar heimildarmyndir, en Flateyjargátan er í fyrsta leikna sjónvarpsefnið sem Tryggvi semur tónlist fyrir.
 
Einar Sv. Tryggvason lauk BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og MAgráðu í kvikmyndatónsmíðum við Conservatorium van Amsterdam. Einar hefur samið tónlist fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd, fimm sjónvarpsþáttaraðir og fjölda verðlaunaðra stuttmynda.
 

See the Forest for the Trees 

Contextualising Iceland’s Arboreality

Katrina Jane Perry, MA II Fine Arts
 
To see an Icelandic forest for the trees is an exercise in identity and identifying; a man-made construction representing a diversity of arboreal species. The forest is an ecological and cultural embodiment: mythicised, economised, recreated, and cultivated. How is the forest indicative of the relationship between Nature and the human condition? The forest becomes a metonymical exercise; to see the forest for the trees is to observe an environmental architecture – a body vessels of information embedded with rich ecological, cultural, and historical subtexts.
 
Curiosity of this land is what brought me here; the land is what keeps me here. Iceland represents a complex system of geophysical phenomenon. Included in this diverse ecology are trees, quotidian in comparison to the glaciers and active volcanoes, yet equally phenomenal. Arboreal life maintains a balance alongside volcanism and geothermal activity, an example of the trees resilience and endurance in a hostile environment. There are roughly twenty-five identified forest areas registered by the Icelandic Forestry Service (IFS). The forests serve integral environmental functions rooted in an understory of social and economic politics whilst also providing a place of recreation, i.e. leisure activities such as camping and hiking.
 
A mature Icelandic forest is emblematic of Nature tamed in a land exoticized for its profundity of natural wonders uncontrollable by man. The native and non-native arboreal species planted in an Icelandic forest represents a diversity of identities: Icelandic birch, Norwegian spruce, Alaskan cottonwood, Russian larch among others. To see the trees within the context of their origins, identifying their roots in relationship to where they take root, the forest becomes an archetypal metaphor embodying the ideologies of a diverse community – an environmental study resembling a complex system of traverse, placement, purpose and belonging.
 
Katrina Jane Perry ( b. 1983 / Texas, USA) is a visual artist interested in geophysical and linguistic topographies. Dualities in Nature and the human condition encourage investigations related to themes of accessibility, isolation, vulnerability, and communication.
 

Stríðið í spegli Dionysosar

Hugleiðingar um leiksýningu Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar í Þjóðleikhúsinu
 
Ólafur Gíslason, stundakennari í LHÍ, Ragnar Kjartansson og fleiri.
 
 
Að vera samtímabær felur í sér að staðsetja sig í núinu með því að skynja umfram allt forneskju þess.
Einungis sá sem skynjar ummerki og spor hins forna í hinu nútímalegasta og nýjasta getur kallast samtímabær.
Fornfálegt (arcaico) merkir það sem stendur nálægt arkhé, það er að segja upprunanum.
En upprunann er ekki að finna á tímalínu fortíðarinnar.
Hann er samtímis hinni sögulegu verðandi og hættir ekki að virka innan hennar,
ekki frekar en fóstrið hættir virkni sinni í hinni þroskuðu lífveru eða barnið í sálarlífi hins fullorðna.
Bæði þessi fjarlægð og þessi nálægð sem einkenna hið samtímabæra byggja á þessari nálægð við upprunann sem hvergi er eins öflugur í virkni sinni og í núinu.
Giorgio Agamben: Che cosa é il contemporaneo?
 
 

Temper Genetics

Designing the next generation

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og stundakennari við LHÍ.
 
Genabreytingar munu að öllum líkindum spila stórt hlutverk í framtíðinni og munum við þá mögulega breyta okkur sjálfum og þeim vistkerfum sem við tilheyrum. Í fyrirlestrinum fjallar Búi um verk í vinnslu sem ber vinnutitilinn Temper Genetics (Skapgerðar Gen). Fyrirlesturinn verður í formi gjörnings þar sem Búi mun koma fram sem starfsmaður Temper Genetics og benda á helstu tækifæri sem felast í genabreytingu mannsins. 
Að öllum líkindum verður ekki jafn einfalt og við höldum að banna eða takmarka framfarir á sviði líftækni. Helsta markmið verkefnisins er að opna umræðu um genabreytingar og fá fleiri til að leggja sitt lóð á vogarskál framtíðarinnar.
Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.
 
Búi Bjarmar Aðalsteinssoni lauk BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann stundaði meistaranám í hönnun við Kunsthøgskolen i Oslo. Auk þess hefur Búi farið tvívegis í námskeið í skyndihjálp og er með meirapróf til aksturs bifreiða yfir 3,5 tonni. Búi er meðstofnandi fyrirtækisins BSF productions sem vann að nýtingu skordýra til manneldis og síðar stofnandi hönnunarstúdíósins Grallaragerðin ehf. sem sérhæfir sig í nýtingu afgangsafurða úr framleiðslu. Búi hefur verið stundarkennari í vöruhönnun við LHÍ síðan 2015.
 

Tækifæri til sköpunar

Fjölmenning kennd með samþættingu listgreina

Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjúnkt við mennntavísindasvið HÍ.
Hanna Ólafsdóttir, lektor við menntavísindasvið HÍ.
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ.
 
Síðastliðin þrjú ár hefur verið boðið upp á valnámskeið á öðru misseri fyrir grunnskólakennaranema á menntavísindasviði HÍ. Námskeiðið ber heitið: „Að leika og skapa: leiklist, myndlist og tónlist“ Á námskeiðinu kynnast nemendur þýðingu lista í námi barna og unglinga. Unnið er með eitt þema í gegnum listgreinarnar með áherslu á fjölmenningu þar sem viðfangsefnin eru þróuð í gegnum fjölbreyttar smiðjur sem byggjast á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.
 
Í lok námskeiðsins semja nemendur atriði þar sem unnið er með allar listgreinarnar og þeir sýna áhorfendum. Að námskeiði loknu var gerð rafræn könnun meðal nemenda til að kanna áhrif námskeiðsins á nemendur. Meðal annars voru nemendur spurðir hvort þeir sæju möguleika á að nota listgreinar í skólastarfi. Jafnframt voru tekin viðtöl við nemendurna í hópum. Niðurstöður bentu til þess að nemendum litist vel á að nota listgreinar sem aðferð í kennslu. Einnig bentu nemendur á möguleika á samþættingu 120 listgreina, þeir töluðu um að þeim fyndist gott að kynnast skapandi greinum og að námskeiðið hvetti þá til að fara út fyrir þægindarammann. Auk þess kom fram í svörum nemenda að gott væri að geta nýtt listræna verkefnaúrvinnslu í bóklegum greinum.
 
Könnunin gefur tilefni til að rannsaka enn frekar áhrif skapandi námskeiða í kennaranámi á viðhorf og færni kennaraefna til að samþætta námsgreinar grunnskólans í gegnum listir.
 

...Without breaking any eggs:

A visual research journey on the eggs of Langvía

Kimi Tayler
 
During summer 2018 I undertook a three month research project funded by the Rannís student innovation fund. I would really appreciate the opportunity to present this research at Hugarflug 2019.
 
Using the eggs of the common guillemot/ langvía as a means for exploring object based belonging, I considered bird behavior, migration, my own movement, as well as researching the socio-historical and cultural impact of this specific species on Icelandic life. The eggs acted as anchors for investigation into three forms of "mapping". I use the term to describe not only transcriptions of journeys of migration and movement, but also in the context of describing surface in relation to objects.
 
My research journey began in the summer of 2017. I was living on Hrísey as part of an art residency and I was gifted with some broken egg shells. They became not just ornamental to me, but transportive relics that had the ability to anchor me to a particular place and time, holding specific memory. However, having lived with the eggs for some time, I begun to consider the other memories they could hold, and birds they belonged to. Where was this specific bird from? Where did it travel to? What made this bird special amongst all other birds?
 
I proposed three main aims within my research proposal:
  • Disseminating data and visualisations on migration patterns and movement of langvía.
  • Considering the movement of the eggs and the properties of the objects themselves; object mapping of pattern and surface.
  • Mapping of my own movement, migration and experience through the project.
In presenting my research at Hugarflug, I will outline a catalogue of discovery, absence, missteps and movements over 92 days. I will consider how effectively I investigated and achieved my original aims, what new and innovative knowledge was gained through this research, reflect on my final outcome (installation Field work 1 / 184 days) and contemplate the further questions raised, and potential developments for this research.
 
I am currently in the final stages of my MA Fine Art at LHÍ. My practice often engages with ecological concerns, as well as Cultural Geogrpahy, OOO, embodiment and Social Surrealism, whilst materially taking the form of participatory multimedia installations often with performative elements.
 
In form, practice and research I am often smashing together an assortment of outwardly unconnected ideas, questions, and theoretical and material concepts in an attempt to visually and performatively interrogate the absurd space between them, which is revealed and exposed in the process.
 

„Það er svo gaman að læra svona“

Kennsluaðferðir leiklistar notaðar til að kenna um líkamann

Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ.
 
Náttúrufræði og líffræði gefa ótal möguleika á að nota leikrænar aðferðir við að kenna viðfangsefnið. Í vinnusmiðjunni verður unnið með  námsefni miðstigs grunnskólanema, þ.m. hringrás blóðsins, hlutverk blóðkorna og líffæra í tengslum við blóðrásina. Notaðar verða kennsluaðferðir leiklistar, skemmtun og gleði verður  í fyrrirúmi.  Unnið verður með blöðrur, tannstöngla, notaða kassa, spjöld, og fjölbreytt verðlaust efni Sköpun verður við völd, ímyndunarafli gefinn laus taumur, allt er leyfilegt!
 

0dB Seismo Chair:

A Construct for Tactile Perception / Songs for Mechanoreceptors

Kurt Uenala
 
The piece is a chair created for music to be experienced and enjoyed by non-hearing people. It contains 4 transducers for 4 channel vibration/“sound”. The vibrations are produced by 4 haptic transducers (in place of traditional speakers) and output enough energy to create a seismic sensation and therefore be can be felt by the human body without the need for any functioning hearing organ. The piece contains 2 compositions that are purely for the purpose of being felt, and not heard.
 
Kurt Uenala is a swiss electronic musician now based in Reykjavik via New York City. He has composed and worked on numerous acclaimed music recordings during his time abroad. 
Currently, his research interests are creating music for the non-hearing population. 
 

4 Degrees

Christopher Dake-Outhet, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Taissa Fromme, Kirill Lorech, Margrét Helga Sesseljudóttir.
 
4degress magazine was a concept that was formulated within the context of the course Art Nature and Non-human Agents at Icelandic University of the Arts between four Masters students from the Arts Education and Fine Arts department. The goal was to create a space for work to be presented that dealt with the unknown in relation to the environment, technology, and contemporary life.
 
The name 4degrees (stylized as ) was chosen for several reasons, the first of which being four degrees is the global temperature change that results in apocalyptic conditions. Recently, some global climate change accords have revised their targets to staying under this since two degrees is seeming more like a foregone conclusion (very bad things but not catastrophic).
 
It also references the idea of being beyond influence in the context of the “Three degrees of Influence” theory within the realm of social networks, whereas “influence dissipates after three degrees (to and from friends’ friends’ friends)”. Using this, 4degrees is playfully positioning itself as past the perception of influence.
 
The title of this issue is forbidden to go to hell which references not giving up despite the constant threat of looming disaster.
 
The working internal theme relates memory, time, and perception using the concept of the “Holiday Paradox” theory which supposes that time moves faster or slower depending on the amount of meaningful, intense and powerful memories you create.
 
Along with the publishing of this magazine, our contribution to Hugarflug will include a presentation of the constructed content. At a kind of release party, we will outline overarching themes of the issue and the goal of the magazine as a whole. Interested participants will receive appropriately long blocks of time for a discussion, presentation, mini-workshop or performance related to their submission to the magazine.
 
Why? We are:
Apathetic and disconnected
informed, disinformed
Yet
In deep need
to earnestly explore
with our, neW siNceRity, we try to try
Anyway
 
Christopher Dake-Outhet, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Taissa Fromme, Kirill Lorech, Margrét Helga Sesseljudóttir are artists from different places and backgrounds. They are all interested in and intrigued by local and non-local environments on a macro and micro scale. Equipped with observations and theories of perception they will present nuggets of novelty, nuance and non-sense in visual/textual media, centered around the theme of memory and time in relation to technology and nature.

Lykilfyrirlesarar / Keynotes

 

Flýtileiðir

Kort af Laugarnesi / Map of Laugarnes

Nánari upplýsingar / contact info: 

Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
olofhugrun [at] lhi.is