Fjölmargir listamenn úr hópi kennara og hollnema tónlistardeildar LHÍ koma að hinni spennandi tónlistarhátíð Myrkir músíkdagar sem haldin verður dagana 26. janúar til 2. febrúar næstkomandi.

Myrkir músíkdagar hafa verið haldnir frá árinu 1980 en á hátíðinni hefur frá upphafi verið lögð sérstök rækt við frumflutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Myrkir músíkdagar hafa því verið afar mikilvægir fyrir gróskuna í íslenskri tónlistarsenu og eru það enn en á seinni árum hefur þáttur erlendrar samtímatónlistar einnig verið aukinn til mikilla muna. 

Á hátíðinni í ár hljómar glæný tónlist af ýmsum toga fyrir hljómsveitir og kammersveitir, kaktusa og rafhljóðfæri, ljósaskúlptúra og myrkur svo fátt eitt sé nefnt. Auk tónleika verður boðið upp á málstofurtónskáldaspjall og fleira en hátíðin verður haldin í fjölmörgum tónleikarýmum á höfuðborgarsvæðinu svo sem Hörpu, Húrra og Hafnarborg.

Á meðal flytjenda eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Kúbus, Nordic Affect og Maja S. K. Ratkje, Björk Níelsdóttir, SiGRÚN, Atli Bollason, Schola Cantorum, Zoë Martlew og The Riot Ensemble.

Tónskáld úr kennarahópi LHÍ

Tónskáld úr kennarahópi tónlistardeildar sem eiga tónlist á Myrkum músíkdögum í ár eru Sóley Stefánsdóttir með verk fyrir víólu, rödd og rafhljóðfæri (2019Þuríður Jónsdóttir með flautukonsert sinn Flutter (2008)Ríkharður H. Friðriksson með Hringflæði (2019), Tryggvi M. Baldvinsson með fiðlueinleiksverkið „Og þögnin“ (2018)Hildigunnur Rúnarsdóttir með „Fimm skissur fyrir gítartríó“Jesper Pedersen með spunatónlistarsýningu (2019), Berglind María Tómasdóttir með nýtt verk fyrir píanó og myndefni (2019)Páll Ragnar Pálsson með flautu- og fagottkonsert (2016) og Lucidity (2017), Haukur Tómasson með kammerverkið UnravelledKolbeinn Bjarnason með Ótímabæra tónlist II fyrir kammersveit og Helgi Rafn Ingvarsson með kammersveitarverkið Loom.

Auk fyrrnefndra tónskálda kemur stór hópur fyrrum tónsmíða- og tónlistarnema við tónlistardeild LHÍ að Myrkum músíkdögum í ár. Má þar nefna Bergrúnu Snæbjörnsdóttur með einleiksverk fyrir slagverksleikarann Jennifer Torrence, Ásbjörgu Jónsdóttur með verk fyrir einsöng og rafhljóðHauk Þór Harðarson með hljómsveitarverkIngibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur með nýtt hljómsveitarverk og kammerverk og Lilju Maríu Ásmundsdóttur með tónlist fyrir bassaflautu, raftónlist, hljóðskúlptúr og kasettutæki.

Þær Ingibjörg og Lilja verða einmitt gestir í málstofu tónsmíðanema föstudaginn 25. janúar frá 12:45 - 14:30 þar sem þær fjalla um og flytja tónlist sína sem hljómar á Myrkum músíkdögum.