„Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú standir frammi fyrir uppáhaldslistaverkinu þínu. Finndu hvernig það er að upplifa þetta verk, hvaða áhrif það skapar innra með þér. Það er líklega óljós skynjun, tilfinning, sem erfitt er að lýsa, en á sama tíma er hún mjög sterk og ákveðin (skynjunin væri allt öðruvísi ef þú værir að ímynda þér eitthvað annað verk).“
Svona hefst pistill sem Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við listkennsludeild með meiru, flutti í Víðsjá á RÚV á dögunum en Guðbjörg hefur verið ötull pistlahöfundur á þeim vettvangi. 

Hér er yfirlit yfir þá pistla sem Guðbjörg hefur flutt í Víðsjá undanfarið.

LÍKAMINN OG ÞEKKING:

Heimspeki mikilvæg sem aldrei fyrr

Að hlusta á líkamann er galdur

 

LANDSLAG OG FEGURÐ:

Hættum að líta á fegurð sem lúxus

Landslag er ekki bara efni

Úr legi móður í leg landslags

Landslag og lýðræði