Vakin er athygli á hinum stórskemmtilegu og fræðandi tónlistarþáttum Ymur sem voru á dagskrá Rásar 1 í nóvember og desember 2018 en höfundur þeirra er Friðrik Margrétar- og Guðmundsson sem útskrifaðist af tónsmíðabraut LHÍ 2017. Þættina, sex talsins, er hægt að nálgast inni á spilara RÚV, sem og í hlaðvarpi þar sem hægt er að hlaða þeim niður

Í þáttunum er fjallað um tónlist út frá sambandi skynjunar og hljóðs. Í hverjum þætti er farið inn í eina vídd tónlistar og skoðað hvernig hún birtist í tónlist frá fornöld til dagsins í dag, þvert á stefnur og menningarheima. Þemun eru margvísleg svo sem hávaði, óhljóð, læti, rytmi og yfirtónar sem sett eru í frumlegt og áhugavert samhengi. Mæla má með þessum þáttum fyrir allt áhugafólk um tónlist.

  • 1. þáttur: Stutt og langt Í þessu fyrsta þætti er talað um mjög stutt lög, mjög löng lög og hvernig við heyrum. Viðmælandi er Kristbjörg Pálsdóttir heyrnarfræðingur.
  • 2. þáttur: Yfirtónar Í þessum öðrum þætti af sex er talað um yfirtóna. Viðmælandi er Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.
  • 3. þáttur: Falskt  Í þessum þriðja þætti af sex er talað um falska og velstillta tónlist. Viðmælendur er Ragnar Pétur Jóhannsson söngvari og Þormóður Eiríksson upptökustjóri.
  • 4. þáttur: Rytmi Í þessum fjórða þætti er fjallað um rytma. 
  • 5. þáttur: Hávaði, óhljóð og læti Í þessum fimmta og næstsíðasta þætti er fjallað um hávaða, óhljóð og læti. Viðmælandi er Kjartan Hólm.
  • 6. þáttur: Merking tónlistar. Í þessum síðasta þætti er fjallað um merkingu tónlistar.