Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með sviðslistamenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í BA sviðslistum. 
 
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu íslenskrar leiklistar frá 19. öld til samtímans en einnig litið til leikrænnar menningar á Íslandi fyrr á öldum. Að auki verður varpað fram spurningum um rannsóknaraðferðir í leiklistarsögu, hvar heimildir er að finna, úrvinnslu þeirra og helstu vandamál sem við er að etja í leiklistarsögulegum rannsóknum.  
 
Námsmat: Ritgerð, verkefni og próf.
 
Kennari: Magnús Þór Þorbergsson.
 
Staður og stund: Laugarnesi á mánudögum kl. 8:30 - 10:10.
 
Tímabil: 21. janúar - 6. maí, 2019. 
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, verkefnastjóri sviðslistadeildar: vigdismas [at] lhi.is