Laugardaginn 3. nóvember stendur Safnasafnið, Alþýðulistasafn Íslands fyrir málþingi í Þjóðminjasafninu frá klukkan 13 - 16. Bjarki Bragason, lektor við myndlistardeild Listaháskólans tekur þátt í pallborðsumræðum og er Unnar Örn J. Auðarson, stundakennari við myndlistardeild fundarstjóri. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni FRÁ JAÐRI TIL MIÐJU og fjallar um þróun íslenskrar alþýðulistar og stöðu hennar í dag.

Níels Hafstein myndlistarmaður og safnstjóri flytur erindi um íslenska alþýðulist, þróun hennar og stöðu á heimvísu. Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður segir frá Safnasafninu og því starfi sem þar er unnið og Margrét M. Norðdahl myndlistarmaður fjallar um hugtök og aðgengi í listheiminum og segir frá verkum bandarísku listakonunar Judith Scott og frá verkum GÍU, Gígju Thoroddsen og Guðrúnar Bergsdóttur.

Loji Höskuldsson segir frá eigin myndlist og tengingum og góðir gestir koma og ræða um Alþýðulist. Í pallborðsumræðum taka þátt þau Bjarki Bragason myndlistarmaður og lektor við Listaháskóla Íslands, Eiríkur Þorláksson, listfræðingur og sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og safnstjóri Listasafns Íslands, Inga Björk Bjarnadóttir, MA nemi í listfræði við Háskóla Íslands og fötlunaraktivisti og Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur.

Unnar Örn J. Auðarson myndlistarmaður er fundarstjóri.

Allir velkomnir!