Hér má finna upptöku af fyrirlestri Atla Þórs Árnasonar og Harðar Lárussonar um endurmörkun Lögreglunnar. 
Fyrirlesturinn var haldinn fimmtudaginn 4.október 2018 í hönnunar- og arkitektúrdeild Listháskóla Íslands.

Atli Þór og Hörður eru grafískir hönnuðir sem fjölluðu um endurmörkun Lögreglunnar á Íslandi. Verkefnið hefur staðið yfir í rúm 7 ár og er enn í gangi. Með fyrirlestrinum fara Atli Þór og Hörður yfir verkefnið sem hefur verið unnið í einum skóla, einni auglýsingastofu og á tveimur hönnunarstofum. Þeir segja frá fæðingu þess, vandamálum, lausnum og viðbrögðum. Hörður og Atli eru stundakennarar á námsbraut í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild. 

Lögreglan endurhönnuð: Hörður Lárusson og Atli Þór Árnason, by Iceland University of the Arts