Einkasýning Óskar Jóhannesdóttur opnar fimmtudaginn 18. október kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Paradís er Þung

Sumir hlutir eru notarlegir, jafnvel fallegir en ömurlegir/glataðir á sama tíma.
Sögnin að glata þýðir það að týna, tapa eða missa eitthvað frá sér.
Við notum samt orðið glatað í daglegu tali á allt annan hátt. Þegar eitthvað er glatað er það ömurlegt, eða gengur alls ekki.
Dæmi; shit hvað þessi sýning verður glötuð.
Í raun er hún þó glötuð. Alveg eins og allt annað. Óháð innihaldi og upplifunum mun hún alltaf vera glötuð fyrir það eitt að vera það sem hún í eðli sínu er.

Paradís er glötuð hugmynd.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 4. október - 29. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Huldulandi norðanmegin í húsinu á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist