Framtíðarmúsík 

Fyrsta íslenska bókin um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi

 
Síðastliðna tvo áratugi hefur mikil gerjun og endurnýjun átt sér stað á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér til rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu og tónlistarskólar leita eftir auknu samstarfi við skóla á ólíkum stigum.
 
Í bókinni „Framtíðarmúsík“ eru tólf greinar sem byggðar eru á nýjum rannsóknum og þróunarverkefnum tengdum tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun. Bakgrunnur höfunda er margvíslegur auk þess sem þeir starfa á ýmsum sviðum tónlistarmenntunar. Þeir eru tónmenntakennarar í grunnskóla, hljóðfærakennarar við tónlistarskóla og kennarar við Listaháskóla Íslands. Þannig eru greinahöfundar ekki einungis fulltrúar ólíkra skólaforma heldur einnig mismunandi skólastiga.
 
Bókin er gefin út á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, sem starfar undir hatti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Fullyrða má að hún sé fyrsta bókin sem gefin er út á íslensku um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi og fengur fyrir alla sem áhuga hafa á tónlistarmenntun á Íslandi.
 
Ritstjóri er Kristín Valsdóttir og meðritstjórar eru Ingimar Ó. Waage og Þorbjörg Daphne Hall.
 
Útgáfuhóf fór fram miðvikudaginn 19. september ´18 í Hannesarholti.
 
Bókina er hægt að nálgast í listkennsludeildar í Laugarnesi á skrifstofutíma og einnig meðal annars hjá Bóksölu stúdentaForlaginu eða Pennanum.
 
Tveir höfundar bókarinnar, þær Þóra Einarsdóttir og Laufey Kristinsdóttir, buðu upp á tónlistaratriði tengd sínum köflum. Þær Sandra Lind Þorsteinsdóttir og Una María Bergmann eru báðar söngnemendur Þóru í tónlistardeild og komu fram undir píanóleik Matthildar Önnu Gísladóttur.
 
Einnig komu tveir nemendur Laufeyjar úr Tónskóla Sigursveins og fluttu eigin tónsmíð. 
 
Lára Rún Eggertsdóttir Undir vatninu. 

 

Tómas Bogi Bjarnason - Tannkremsverksmiðja Jóa. 

 

Framtíðarmúsík- Efnisyfirlit

 
Þróunarverkefni í tónlistarfræðslu
1. Eigum við að spila fyrir alla þessa krakka? Skólatónleikar í Kópavogi: Þórunn Björnsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri.
2. Upptakturinn: Upptakturinn: Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna. Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari og verkefnastjóri og Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld og deildarforseti tónlistardeildar LHÍ.
3. Samvinna Tónskóla Sigursveins og leiksskóla: Sigursveinn Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Sigursveins.
 
Tónmenntakennsla
4. Skapandi og lýðræðisleg vinnubrögð í tónmenntastofunni: Benedikt Hermann Hermannsson, tónmenntakennari og tónlistamaður.
5. Biophilia - „að hugsa út fyrir boxið og fara á flug“: upplifun af kennslu Biophilia-menntaverkefnisins á miðstigi grunnskólans og áhrif þess á skólaþróun: Ragna Anna Skinner, tónlistarkennari.
6. Notkun spjaldtölva í tónmenntakennslu: Ólafur Schram, tónmenntakennari.
 
Tónlistarskólar
7. Námsmenning og tónlistarnám: Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og doktorsnemi við HÍ.
8. Starfendarannókn á tónsmíðum með börnum: Laufey Kristinsdóttir, píanókennari.
9. Samræmt prófakerfi í tónlistarnámi: Elín Anna Ísaksdóttir, píanókennari og verkefnastjóri í tónlistardeild LHÍ.
10. Leiðsagnarmat og beiting þess í gítarkennslu: Steingrímur Birgisson, gítarkennari.
 
Tónlistarkennsla á háskólastigi
11. Teymisvinna í söngkennslu á háskólastigi: Þóra Einarsdóttir, söngkona og aðjúnt við tónlistardeild LHÍ
12. Öld óskilgreinanleikans: Ný nálgun í tónlistarnámi á háskólastigi: Sigurður Halldórsson, sellóleikari og prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands