Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum, uppskeruhátíð tónsmíðanema, gjörningar með splunkunýjum tilraunatónlistarhópi, trúartónlist í Hallgrímskirkju og fyrirlestrar um margvísleg viðfangsefni tónlistar er á meðal þess sem viðburðadagatal tónlistardeildar LHÍ hefur að geyma haustið 2018. Hér gefur að sjá yfirlit yfir viðburði framundan með fyrirvara um viðbætur.

Hádegisfyrirlestrar tónlistardeildar haustið 2018 í Skipholti 31, Fræðastofu 1, stofu 633

  • Föstudaginn 21. september kl. 12:45 - 13:45: Málstofa helguð Atla Heimi Sveinssyni á áttræðisafmæli tónskáldsins. Þráinn Hjálmarsson tónskáld, Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar við tónlistardeild LHÍ og nemendur tónlistardeildar LHÍ. 

  • Föstudaginn 23. nóvember kl. 12:45 - 13:45: Nýsjálenski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady fjallar um samhengi og samband íslenskrar tónlistar og þjóðernisvitundar.

  • Föstudaginn 7. desember kl. 12:45 - 13:45: Daníel Bjarnason, tónskáld, fjallar um tónlist sína með áherslu á óperu sína Brothers sem var frumsýnd í Musikhuset í Árrósum 2017 og sett upp af Íslensku óperunni á Listahátíð í Reykjavík 2018. 

Tónleikar og gjörningar með Skerplu, nýjum tilraunatónlistarhópi LHÍ

  • Föstudaginn 21. september kl. 21: Verpa eggjum. Tónleikar í Mengi. Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Daniel Corral
     
  • Laugardaginn 27. október: Gjörningur í Mengi á Cycle-hátíðinni. Frumsamdar hljóð - og rýmisesseyjur sem hverfast um þemað „Inclusive Nation“ sem er stef Cycle-hátíðarinnar í ár.
     
  • Laugardaginn 1. desember: Fluxusinnblásin verk eftir meðlimi Skerplu sýnd og flutt. Tónleikastaður og tímasetning kynnt síðar. 
  • Miðvikudaginn 12. desember kl. 21: Verpa eggjum. Tónleikar í Mengi. Tónlist eftir Peter Ablinger.

Málstofur tónsmíðanema í Skipholti 31, Fræðastofu 1, stofu 633

  • Föstudaginn 14. september kl. 12:45 - 14:30: Tónskáldið og kontrabassaleikarinn Bára Gísladóttir ræðir um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir.

  • Föstudaginn 5. október kl. 12:45 - 14:30: Kvikmyndatónskáldið Miriam Cutler verður gestur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF og fjallar um tónlist sína við heimildamyndir. 

  • Föstudaginn 12. október kl. 12:45 - 14:30: Tónskáldið, raftónlistarmaðurinn og blásarinn Tómas Manoury fjallar um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir. 

  • Föstudaginn 9. nóvember kl. 12:45 - 14:30: Jesper Pedersen, tónskáld og aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við tónlistardeild LHÍ, fjallar um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir. 

  • Föstudaginn 30. nóvember kl. 12:45 - 14:30: Kínverska tónskáldið DeQuing Wen fjallar um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir.

Gleym-mér-ei. Hádegistónleikar söngbrautar LHÍ á Kjarvalsstöðum 

Flytjendur: Alexandria Scout Parks / Bergþóra Linda Ægisdóttir / Eirik Waldeland / Eliska Helikarová / Fredrik Schjerve / Harpa Ósk Björnsdóttir / Hjalti Þór Davíðsson / Íris Björk Gunnarsdóttir / Karl Friðrik Hjaltason / María Sól Ingólfsdóttir / Sandra Lind Þorsteinsdóttir / Sigríður Salvarsdóttir / Snæfríður María Björnsdóttir / Solveig Óskarsdóttir / Steinunn Þorvaldsdóttir / Una María Bergmann / Vera Hjördís Matsdóttir. Meðleikarar: Helga Bryndís Magnúsdóttir / Matthildur Anna Gísladóttir / Aladár Rácz. 

Ungir einleikarar. Einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands

  • Föstudaginn 26. október og laugardaginn 27. október í Kaldalóni, Hörpu. Nánari upplýsingar hér.

Viðburðir á vegum RíT, Rannsóknarstofu í tónlist

  • Föstudaginn 26. október klukkan 12:45 - 14:45: Ráðstefna um Hringflautu hönnunartvíeykisins Brynjars Sigurðssonar og Veroniku Sedlmair. í samstarfi við Cycle Music and Art Festival. Fram koma Brynjar Sigurðsson, Björg Brjánsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þráinn Hjálmarsson. Málstofustjóri Berglind María Tómasdóttir. Ráðstefnan verður haldin í Þverholti 11, A-sal, kjallara.

Trúartónlist í Hallgrímskirkju í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju

  • Laugardaginn 17. nóvember kl. 14. Erla Rut Káradóttir og Matthías Harðarson, nemendur á kirkjutónlistarbraut ásamt Kór LHÍ undir stjórn Sigurðar Halldórssonar. Á efnisskrá er Requiem eftir Gabriel Fauré.

Desembertónleikar hljóðfærabrautar 

  • Mánudaginn 3. desember, þriðjudaginn 4. desember og miðvikudaginn 5. desember í Kirkju Óháða safnaðarins.  

Flytjendur: Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla / Alexander Smári K Edelstein, píanó / Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó /  Ásthildur Ákadóttir, píanó / Guðmundur Andri Ólafsson, horn / Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó / Hjalti Þór Davíðsson, píanó / Lilja Cardew, píanó / Mattias Jose Martinez Carranza, píanó / Romain Þór Denuit, píanó / Róbert A. Jack, píanó / Sigurlaug Björnsdóttir, flauta / Símon Karl Sigurðarson, klarinett / Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla. Kammer- og einleikstónlist. Nánari efnisskrá auglýst síðar.

Brautartónleikar skapandi tónlistarmiðlunar

  • Miðvikudaginn 5. desember. Staður auglýstur síðar.

Höfundar og flytjendur: Árni Freyr Jónsson / Davíð Sighvatsson / Edda Björk Jónsdóttir / Elín Auðbjörg Pétursdóttir / Helena Guðjónsdóttir / Katrín Arndísardóttir / Saidhbhe Emily Canning / Sara Blandon / Tryggvi Þór Skarphéðinsson / Ylfa Marín Haraldsdóttir.

Ómkvörnin. Uppskeruhátíð tónsmíðanema LHÍ 

  • Föstudagur 14. desember og laugardagur 15. desember. Staður og tímasetning auglýst síðar. ​

Verk eftir nemendur af 1. 2. og 3. ári tónsmíðanema LHÍ í flutningi nemenda tónlistardeildar.