Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Í námskeiðinu verður farið yfir sögulegt ágrip sýningagerðar og sýningastjórnunar og fjallað um mismunandi vettvanga myndlistarsýninga í samtímanum. Litið verður á flesta þá þætti er lúta að sýningastjórn með sérstökum áherslum á greiningu samstarfs sýningastjóra og myndlistarmanna. Rannsóknarvinna og framkvæmdaþættir við sýningargerð verða í fyrirrúmi og munu nemendur vinna að gerð opinberra sýninga, m.a. með upplýsingaleit, hugmyndavinnu, vali á verkum, skrifum, gerð sýningarskrár, uppsetningu og kynningu á viðburði, o.fl.
 
Námsmat: Verkefni, samræður og sýningagerð
 
Kennari: Becky Forsythe
 
Staður og stund: Föstudögum kl. 10:30 - 12:10, Laugarnesvegi 91
 
Tímabil: 17. janúar - 3. apríl 2020
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is