Anna Sif Gunnarsdóttir 
Ungfrúrnar  
  
„Ef allar konur á framboðslista Kvennaframboðsins væru jafn fallegar og þær sem taka þátt í keppninni um fegurðardrottningu Íslands gætu önnur framboð pakkað saman.“ 
(Davíð Oddsson, 1985). 
  
Ungfrúrnar eru búnar að fá nóg. Þær klæða sig upp í ójafnvægið, valdið sem þær vilja og hugmyndir samfélagsins um þær. Reyrðar niður, þvingaðar af hugmyndum um kynjahlutverk ná þær athygli. Konur frá hlutverk en karlmenn störf. Þær eru fastar í valdaheimi karlmanna sem óæðra kynið. Til að eiga möguleika á að taka þátt þurfa þær að klæða sig í valdið með því að setja upp karllæga grímu. Án þess þó að ögra því þær eru dömur. Ungfrúr.