Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir
Connection Lust
 
Heimur óháður tíma og rúmi.
Vera án fastrar búsetu,
búslóðin meðferðis.
Spjarar í gegnum sjálfdýrkun.
 
Villiblóm
Vera. Sérstök, frumleg og einstök. Litrík. Hvatvís. Verunni eru allir vegir færir vegna þess að hún er engu háð.
 
Garðablóm
Vera. Falleg, fylgin sér og örugg. Veran velur sér örugg svæði. Hún er ófrumleg. Hún bergmálar kunnugleika og endurtekningar.
 
Illgresi
Vera. Ógnandi, ótengd og skýtur upp kollinum hvar sem er. Veran tekur yfir vel skipulögð og örugg svæði og verður öðrum að bana.