Dans- og myndlistarverkið Atómstjarna verður frumsýnt föstudaginn 8.júní kl. 18:00 á Listahátíð í Reykjavík. Atómstjarna er marglaga upplifunarverk og verða sýningar á lifandi verkum fimm talsins þar sem hver sýning er tvær klukkustundir að lengd, auk þess sem áhorfendum er boðið að leggja upp í sitt eigið ferðalag um Ásmundarsal, rannsaka og upplifa heima og geima.

 

Einnig verður Atómstjarna opin gestum og gangandi á opnunartímum Ásmundarsals milli kl:10:00 og 17:00 alla daga út júní. Myndbandsverk, myndlist, tónlist, skúlptúrar og mögulega óvæntir glaðningar “Pop Up” glæða húsið lífi á tímabilinu. Pop Up atburðir auglýstir sérstaklega.

 

Höfundar verksins eru Jóní Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, gestarannsakandi við sviðslistadeild LHÍ,  og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, fagstjóri alþjóðlegrar samtímadansbrautar við LHÍ. 
 
Eva Signý Berger sér um útlit sýningarinnar ásamt höfundum.
Hjóðheimur, Áskell Harðarson.
Kvikmyndataka, Freyr Árnason, Baldvin Vernharðsson og Pétur Már Pétursson.
Aðstoð við búninga, Alexía Rós Gylfadóttir.
Tæknistjórn, Kjartan Darri Kristjánsson og Guðmundur Felixson.
Framkvæmdarstjórn, Erla Rut Mathiesen.

 

Listamenn/flytjendur
Anna Kolfinna Kuran, Díana Rut Kristinsdóttir, Erla Rut Mathiesen, Ingvar E. Sigurðsson, Saga Sigurðardóttir, Sigrún Guðmundóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Védís Kjartansdóttir.

 

Sýningar:
Föstudagur 8.júní kl. 18:00, frumsýning
Laugardaginn 9.júní kl. 16:00 og kl. 20:00
Fimmtudaginn 14. júní kl. 20:00
Föstudaginn 15. júní kl. 21:00

 

Miðasala fer fram á tix.is
 
Styrkt af Reykjarvíkurborg, Leiklistarráði og launasjóði listamanna.
Í samstarfi við Ásmundarsal og Listahátíð í Reykjavík