Sjónlistakonan Svala Ólafsdóttir útskrifast frá listkennsludeild Listaháskóla Íslands í júní.
 
Ljósmyndasýningin Að hlusta á fjall  er hluti af útskriftarviðburði listkennsludeildar í Menningarhúsunum í Kópavogi 26. maí ´18. 
 
 

Að hlusta á fjall

 
„Verkin mín eiga sér oftast upphaf í formi sögu, setninga eða orða. Minningar eru rauði þráðurinn sem tengir frásagnirnar.
 
Þessar tvær seríur “Að hlusta á fjall I” og “Að hlusta á fjall II” eru hluti af verkefni sem ég vinn að tengdu Ingólfsfjalli og umhverfi þess, en fjallið og næsta náttúra þess er stöðugt að taka breytingum í kjölfar námugröfts sem  þar á sér stað.
 
Verkin eru málaðar og bróderaðar ljósmyndir.“