Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að fræðast um helstu tónlistarstefnur og stíla í suður-amerískri þjóðlagatónlist. Námskeiðið er valnámskeið á bakkalár-stigi tónlistardeildar.
 
Í námskeiðinu er farið yfir þær landfræðilegu, sögulegu og menningarlegu forsendur sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur og stíla í þjóðlagatónlist suður amerískra landa, sem og helstu einkenni þeirra. Námskeiðið skiptist í fjóra fyrirlestra og fjórar vinnustofur. Í fyrirlestrunum verður leitast við að bregða ljósi á þær aðstæður sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur í suður ameriskri þjóðlagatónlist. Í vinnustofunum er ætlast til að nemendur æfi upp samleiksverk sem tilheyra mismunandi löndum og stílum.
 
Námsmat: Verkefni, próf, flutningur
 
Kennari: Andres Camilo Ramon Rubiano 
 
Staður og stund: Skipholt 31, kl 09:30-12:10, mánudag til föstudags
 
Tímabil: 28. september- 2. október, 2020
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA-gráða eða sambærilegt nám.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti orðið breyting á skipulagi námskeiðis og kennsluháttum. 

Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is.