Kveikja vikunnar er að þessu sinni valin af Svövu Bernharðsdóttur, víóluleikara og stundakennara við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Tónlistin kemur víða að, tónbrot sem hún man eftir frá námsárum sínum í Basel, Hollandi og New York, kórverk sem hún kynntist á menntaskólaárum sínum við Menntaskólann í Hamrahlíð, tónlist frá Eþíópíu, Hreppunum, Noregi og Köln en Svava hefur verið búsett víðs vegar um heiminn. Persónulegur listi með uppáhaldslögum sem hefst með Mama Africa, frú Miriam Makeba og hinum frábæra klikksöng.

Njótið vel.