5. – 13 maí – opnun kl. 14 laugardaginn 5. maí

Útskriftarsýning bakkalárnema í arkitektúr, hönnun og myndlist
Kjarvalsstöðum
 
 

Sýningarstjórar:

Birta Fróðadóttir
Dorothée Maria Kirch
 

Hugleiðingar sýningarstjóra.

Það er vor í lofti. Útskriftarnemendur sveipa hulunni af afrakstri þriggja ára náms. Það er tími til kominn að halda ÚT Á TÚN. Eftir djúpt og persónulegt vinnuferli eru þau berskjölduð, í sýningarsal á opinberu safni.

Ótvírætt er að nemendur vinna úr umhverfi sínu, áhugasviði, reynslu og ímyndunarafli. Þau auðga heiminn með hugmyndum sínum, túlkunum og skoðunum.

Tækni, efni og manneskja eru ekki ný viðfangsefni, þvert á móti. Tími okkar mótar þau, gerir þau sérstök og nýstárleg hér og nú.

Mörg verkefni spegla samtímann. Hér er líka byggt á gömlum grunni. Við erum lokkuð til að fara dýpra og virkja öll skynfærin. Vel kunnug efni, í nýju samhengi, frá nýju sjónarhorni.

Uppskerunni fylgir óviðjafnanleg frelsistilfinning en víðáttan er í senn óræð og spennandi. Hvert á ég að fara næst? Hvað geri ég nú?  

Úrskriftarverkefnin eru veganesti nemenda inn í næsta áfanga. Varðan sem mun leiða þau að næstu vörðu. Möguleikarnir eru óteljandi, allt eftir því hvernig við horfum á sjóndeildarhringinn.

Útskriftarnemendur leggja margs vísari út í óvissuna þar sem leitin heldur áfram: ÚT Á TÚN.

---

Spring is in the air. Graduating students unveil the fruits of three years of education. It is time to come Out In The Open. After a deep and personal working process, these students now become vulnerable, placing their creations in a gallery space, revealing them to the general public.

There is no doubt that the students work with their surroundings, interests, experience and imagination. They enrich the world with their ideas, interpretation and opinions.

Technology, material and
identity are not new subjects. Quite the contrary. Nevertheless, our time shapes the students, redefining these matters for the here and now.

Many projects reflect on the present day, but at the same time build upon that which was before. We are enticed to go deeper and activate all senses. Familiar content, viewed from a new perspective, placed into a new context.

This harvest brings a unique feeling of freedom, but the wide expanse ahead is both intimidating and exciting. Where should I go next? What should I do now?

The graduation projects are the students’ provisions for their next steps. The cairn that guides the way to the next cairn. The possibilities are myriad, depending on the way in which one perceives the horizon.

The possibilities are myriad, depending on the way in which we perceive the horizon.

Graduating students continue their search into uncertainty more knowledgeable than ever: Out In The Open. 
 

VIÐBURÐIR OG GJÖRNINGAR ÚTSKRIFTARSÝNINGAR 2018

Verslun nemenda
Verslun nemenda verður opin á meðan sýningunni stendur. Þar verður til sölu sýningarskrá myndlistardeildar, bók með verkum útskriftarnema í arkitektúr ásamt ýmis konar varningu og verkum nemenda sem tengjast útskriftarverkefnum þeirra.
Verslun nemenda er opin alla daga  á meðan sýningin stendur frá kl. 10 - 17

Hönnunar- og arkitektúrdeild

Sýningarstjóraspjall
Birta Fróðadóttir sýningarstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar
Hvenær: Sunnudagurinn 6. maí kl 15:00

Uppákoma
Föstudagurinn 11.maí
Kl.12:00
Vöruhönnunarnemar

Myndlist

Sýningarstjóraspjall
Dorothee Kirch sýningarstjóri myndlistardeildar
Hvenær: Sunnudagurinn 6. maí kl 14:00

 

Vinsamlegast gangið á grasinu og gætið hvert þið stigið.
Agnes Ársælsdóttir

Vinsamlegast gangið á grasinu og gætið hvert þið stígið.

Stígðu út úr Kjarvalsstöðum að sunnanverðu; við þér blasir Klambratún og allir þeir kynlegu kvistir sem þar vaxa. Boðið verður upp á leiðsögn um garðinn þar sem gestir fá að kynnast íbúum hans af trjá- og plöntuætt á persónuleganhátt. Þeim verður boðið að setja sig í spor birkitrjáa, kanna heimkynni túngrasa og heyra sögur af fjölbreyttu samlífi lággróðurs og trjágróðurs. Þeir sem missa af leiðsögninni eru hvattir til að fara í skoðunarferð upp á eigin spýtur. Munið bara að ganga á grasinu og gæta hvert þið stígið.

Boðið verður upp á leiðsögn um garðinn alla daga klukkan 15 á meðan sýningin stendur.

Gangan tekur hálftíma.

---

Please walk on the grass and watch your step.

Step out of Kjarvalsstaðir on the southern side and you will find the public park Klambratún with all the peculiar plants that grow there. Guests are invited on a guided walk through the garden where they will get to know the plants in a personal way. They will also get a chance to walk in the shoes of birch trees, explore the habitat of field grass and hear stories about the diverse relationships between small and tall plants. Guests that miss the tour are encouraged to go and sightsee on their own. Just remember to walk on the grass and watch your step.

Guided tour through the park every day at 15.00 while the exhibition is open.

The walk takes half an hour.

 

Sæmundur berstrípaður
Anna Andrea Winther

Innihald: Kremkex frá Frón, nostalgía og lof um vellíðan, vinnuborð, blandari sem tætir vel, bursti og álplata til að safna öllu saman, skafa til að búa til kúlur, mót og afurðin.

Hin trausta hugmynd um vörunna er krufin til mergjar. Mergurinn fær að dvelja augnablik í sviðsljósinnu, ber og frjáls. Loks er honum troðið aftur í fyrra mót, sem passar honum ekki lengur.

Framleiðsluferlið fer fram alla daga frá klukkan 12 til 15.

---

Ingredients: Cream-biscuits from Frón, nostalgia and the promise of ease, a workstation, a blender that shreds well, a brush and aluminium plate to collect everything together, a tool to make spheres, moulds and the output.

The products trusted idea is dissected. The core gets a moment in the spotlight, exposed and free. Then it is stuffed into its previous form, which no longer fits.

The production takes place every day at 12 to 3 pm.

Það stóð til að vera orðin frægari en þetta núna/ I Thought I'd Be More Famous by Now - karaoke performans

Katrín Helga Andrésdóttir

Daglega á meðan á sýningunni stendur kl. 16:00 - 16:30

Katrín Helga Andrésdóttir, aka Special-K, mun flytja plötuna I Thought I'd Be More Famous by Now í heild sinni daglega með karaoke performans á meðan á sýningu stendur. Platan er sjónræn, myndböndum við öll tólf lögin verður varpað á tjald með karaoke texta á meðan Katrín flytur lögin. Áhorfendum er velkomið að taka undir. 

---

Katrín Helga Andrésdóttir, aka Special-K, will perform the album I Thought I’d Be More Famous by Now with a karaoke performance daily while the exhibition is open. The album is visual, the twelve videos will be projected onto a screen with karaoke lyrics while Katrín performs the songs. The audience is welcome to join in.