Berglind Sunna Stefánsdóttir KaosPilot, verkefnastjóri og ferilhönnuður heldur erindið Communicating and working with people is an essential and unavoidable part of managing any kind of project undir fyrirlestraröð Vettvangs.

Í erindi sínu mun hún fjalla um þær áskoranir hópavinnu og hvernig hægt er að nýta tól samfélagshönnunar og fræða til þess að ná fram árangursríku samstarfi.

Fyrirlesturinn verður á ensku.

Vettvangur: Þverfaglegur vettvangur og óræð framtíð er opin fyrirlestraröð í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur á öðru ári af öllum brautum hönnunar- og arkitektúrdeildar starfa að þverfaglegum samstarfsverkefnum í Þverholti 11 og á Útskriftarhátíð á Kjarvalsstöðum.

Verkefni nemenda felast í skapandi umbreytingu á menningu og rýmum í eigin nærumhverfi með félagslega, menningarlega og efnislega sjálfbærni að leiðarljósi.

Allir fyrirlestar eru frá kl. 12:15 - 13:00 og verða haldnir í sýningarrými 105, gengið upp á pall inni í mötuneyti skólans.